Samvinnan - 01.10.1970, Síða 40

Samvinnan - 01.10.1970, Síða 40
Vésteinn Lúðvíksson: POLITISK 080 ríkisvaldið mismunaði rekstraraðilum svo og einstaklingum. Og' loks í þriðja lagi hefur ráðstöfun frístundanna verið mikilvægt atriði, sem haft hefur ótrúleg áhrif í félags- og menningarmálum. Hér hefurverið um það að ræða að tryggja það, að menn hag- nýttu tómstundir sínar til aukins þroska og þær yrðu uppspretta sannrar lífsfyll- ingar, en yrðu ekki aðeins ávinningur þess skemmtiiðnaðar sem drepur timann og lætur mennina gleyma skyldum sínum við sjálfa sig og samfélag sitt. Til að vinna gegn slíkri öfugþróun hafa verka- lýðs- og samvinnusamtök víða um lönd sameinazt um verkefni i þessu efni, komið á fót menningarmiðstöðvum, fé- lagsheimilum, hótelum og veitingastöð- um, sem glæddu vitundina um hinn fé- lagslega þátt og hagnýttu tómstundirnar öðrum þræði í þeim tilgangi. Sænskir samvinnumenn telja eðlilegt að skipta fræðslu- og menningarstarf- semi i tvo meginþætti: í öðrum þættinum er sjálf starfs- mannafræðslan, sem skal byggja upp af fj'órum verkefnum: 1) þjálfun og mennt- un, 2) endurþjálfun og framhaldsmennt- un, 3) sköpun tengsla milli starfsmanna og félagsskapar, 4) skipulagning samtak- anna sé miðuð við menn en ekki maskín- ur. í hinum þættinum er svo hin almenna fræðslustarfsemi. Hún á líka að skoðun Svía að byggjast upp af fjórum aðalverk- efnum: 1) fræðslu um samvinnusamtök- in og sköpun skilnings á eðli þeirra og starfsemi, 2) sköpun skilyrða eða for- sendu fyrir lýðræði samvinnufélagsskap- arins, 3) almennri og viðtækri neytenda- fræðslu, 4) skýringum og skilgreiningum á stefnu og ályktunum samvinnusamtak- anna um að beina þróun samfélagsins i þá átt, sem þau telja æskilegt og er í samræmi við grundvallarhugmyndir og hugsjónir samtakanna. Almenna fræðslustarfsemi ber að rækja á fernan hátt: a) með útgáfustarfsemi, b) með þvi að skapa aukin samskipti fé- laga og utanfélagsmanna með fundar- höldum, ráðstefnum, mótum og leshring- um, c) með neytendafræðslu i fyrirtækj- unum, verzlununum sjálfum, d) í fjöl- miðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi. V. Ég mun að lokum víkja nokkrum orð- um að því sem kalla mætti verkefni nýrr- ar félagslegrar og menningarlegrar sókn- ar samvinnusamtakanna á fslandi. í mínum huga eru þar fimm verkefni brýnust, en þau eru þessi: 1) Reynt skal að skapa að nýju nána samstöðu verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar. Að mínu áliti er ekkert verkefni stærra og mikilvægara. 2) Tryggja skal áframhaldandi útgáfu menningar- og félagsmálatímarits í þvi formi sem Samvinnan er nú. Slíkt rit er andlit alþýðusamtakanna út á við og mun þegar ár líða verða talið til afreka að hafa átt hlut að útgáfu þess og menn- ingarsókn. 3) Stofna skal félagsmálaskóla, menntastofnun sem verði sameiginleg I. íslenzka er eitt þeirra mála sem enda- laust geta myndað ný orð úr gömlum orð- um, orðstofnum, rótum orða o. fl., þannig að merkingar þeirra verði Ijósar hverjum manni, án þess að grípa þurfi til útskýr- inga og skilgreininga. Ef við höfum ein- hverja hugmynd um hvað bátur er, og einhverja hugmynd um hvað vél er, þá þurfum við ekki á útlistunum annarra að halda til að skilja merkingu orðsins vél- bátur. Þetta hefur ótvíræða og augljósa kosti, en líka ótvíræða galla, sem ætla má að leynist viðar en hægt er að gera sér ljóst í fljótu bragði. Það er tilgangur þessarar greinar að sýna frammá það með tveimur dæmum, að slík orð geta logið. En tilgangurinn er lika sá að sýna frammá að orð — orð sem slík — geta verið pólitísk, jafnvel pólitísk lygi. Enn- fremur sá að sýna frammá að pólitisk lygiorð eiga fremur rætur sínar að rekja til heimsskoðunar ákveðinna stétta en rökrænnar hugsunar. II. Með heimsskoðun á ég við heildarskiln- ing einstaklingsins á þvi sem hann álítur vera tilveruna. Allir hafa sína heims- skoðun. En heimsskoðun allra er ekki sú sama. Heimsskoðun er margskonar einsog uppruni hennar: hið félagslega og menn- ingarlega umhverfi manna. Og enginn verður sér útum heimsskoðun af eigin vilja og rammleik. Heimsskoðun er mönn- um að mestu innrætt af öðrum, oftast á þann hátt að menn gera sér enga grein fyrir að verið er að innræta þeim heimsskoðun. Þegar einhver segir barni, að það séu bara villimenn sem ekki borða verkalýðssamtökunum og samvinnusam- tökunum, en hlutverk hans að skapa skilning á samfélaginu, einingum þess og öflum, sem marka stefnu þess. 4) Samvinnusamtök landsins komi á fót samvinnugarði, félagslegri og menn- ingarlegri miðstöð. Þar á að vera fernt: a) friðlýst stórt land, að rækt sé skyldan að vernda sérstæða náttúru lands okkar, b) félagsheimili, c) skólasetur, d) bóka- safn og fræðileg aðstaða til rannsókna og ritstarfa. 5) Sköpun áhugamannahópa i öllum samvinnufélögum íslands, en það er skoðun mín að nú sé tími til kominn, að áhugamenn um samvinnumál og trún- aðarmenn félaganna láti meira að sér kveða. Það er kvika í þjóðfélaginu allt í kring- um okkur. Samvinnuhreyfingin á íslandi á ekki að láta dýrmæt tækifæri, sem nú kunna að bjóðast, ónotuð. 4 með gaffli, þá er sá hinn sami að inn- ræta barninu hluta af heimsskoðun sinni, sem það hefur hvorki þekkingu né dóm- greind til að draga í efa. Það veitir þess- um upplýsingum viðtöku án gagnrýni. Sama gildir um allar „þekkingar“-full- yrðingar, jafnt í smáu sem stóru. Heimsskoðun hvers og eins mótast fyrst og kannski vendilegast af heimsskoðun þeirra sem annast uppeldi hans þegar hann er að vaxa úr grasi, af heimsskoðun foreldra og ættingja og ýmissa stofnana, svosem barnaheimila, skóla og kirkju. Síðar taka við fjölmiðlar o. fl. Heims- skoðun einstaklingsins getur tekið breyt- ingum svo lengi sem hann lifir, þó breyt- ingarmöguleikarnir séu þvi meiri sem hann er yngri. Það er vitað með vissu, að heimsskoðun manna er ólik eftir þvi hvar í stétt þeir eru staddir. Hætt er við að heimsskoðun ráðuneytisstjóra i Reykjavik sé í ýmsu frábrugðin heimsskoðun verkamanns á Raufarhöfn, þó þeir eigi vafalaust marga grundvallarþætti sameiginlega. Jafnvel fleiri grundvallarþætti sameiginlega en ráðuneytisstjóri á Ceylon og ráðuneytis- stjóri i Reykjavik annarsvegar, og verka- maður i smáþorpi á Ceylon og verkamað- ur á Raufarhöfn hinsvegar. Þetta orsak- ast af því, að það er félagslegt umhverfi manna sem að mestu mótar heimsskoðun þeirra. Félagslegt umhverfi er mismun- andi m. a. eftir stéttum og menningar- heildum þeirra. Félagslegt umhverfi verkalýðsstéttarinnar sem heildar er ekki það sama og félagslegt umhverfi borgara- stéttarinnar sem heildar, vegna þess að efnahagur þessara stétta er ólíkur, og af því leiðir að heimsskoðun verkalýðsstétt- arinnar er ekki sú sama og heimsskoðun borgarastéttarinnar. En það er ekki bara að efnahagurinn sé ólikur, efnalegir hagsmunir þeirra stangast á. Og þessir mismunandi hagsmunir hafa áhrif á mismunandi heimsskoðun hvorrar stétt- ar um sig. Borgarastéttin lítur öðrum augum á verkföll en verkalýðsstéttin, en ekki einvörðungu vegna þess að félags- legt umhverfi hennar er annað, heldur líka af því að eiginhagsmunir hennar gera henni ókleift að setja sig í spor þeirra sem oftast heyja verkföll. Heims- skoðun getur því að vissu leyti verið sá múr sem heil stétt ver hagsmuni sína með. Og einn steinn í þeim múr er rnálið, talað og ritað. Og mál er m. a. orð, orð í samhengi og samhengislaus, samsett orð og ósamsett. III. Orðin vinnuveitandi og launþegi eru ekki smiðuð á islenzku, heldur þýdd, eftil- vill úr dönsku (arbejdsgiver — lönmod- 38

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.