Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 41

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 41
tager), en á dönsku eru þau vafalaust þýdd úr þýzku (Arbeitgeber — Lohnemp- fánger). Mér er ekki kunnugt um hver hefur annazt þessar þýðingar, hvorki á dönsku né íslenzku, en þykir ekki ósenni- legt að þær séu annaðhvort gerðar í hugsunarleysi eða af mönnum með borg- aralega heimsskoðun, nema hvorttveggja sé. Mér er heldur ekki kunnugt um aldur þýzku orðanna Arbeitgeber — Lohnemp- Orðið launþegi merkir: sá sem þiggur laun (af öðrum). Orðið segir ekkert um, fyrir hvað hann þiggur laun, eða hvort hann þiggi laun fyrir nokkuð yfirleitt, því þó laun séu oftast greidd fyrir vinnu, þá finnast þess ófá dæmi að menn hafi þegið laun fyrir enga vinnu, og ekki síður fyrir annarra vinnu en sjálfra sin. Þeir bara þiggja. Og af hverju þiggja menn af öðrum? Hvortsem þágan er skilyrðum deyja. Hann neyðist til að selja þá einu vöru sem hann í rauninni á, vinnuaf) sitt, til að lifa — sem getur merkt hvort- tveggja, að draga fram lífið og lifa því efnalega (og bara efnalega) velferðarlífi sem nokkur hluti manna lifir á Vestur- löndum. Hann neyðist til að selja vinnu- afl sitt vegna þess að það er ekki hann sem á framleiðslutækin, heldur atvinnu- rekendur. fánger (sem litið er notað í nútíma- þýzku), en margt bendir til að þau séu frá fyrri helmingi síðustu aldar. Smiðir þeirra (eða smiður) hafa vafalítið verið borgarar. Þarmeð er ekki sagt að þau þurfi eingöngu að vera ómeðvitað af- sprengi borgaralegrar heimsskoðunar; þau geta líka verið meðvituð tilraun til veruleikafölsunar í þágu þessarar stéttar, því einsog sýnt skal frammá hér á eftir, þá er rökréttari hugsun til en sú sem liggur á bakvið þessi orð. Orðinu vinnuveitandi er ætlað að merkja: einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun sem ræður til sin fólk til að vinna fyrir sig ákveðin verk gegn ákveðn- um launum. Orðinu launþegi er ætlað að merkja: einstaklingur sem ræður sig hjá öðrum einstaklingi, fyrirtæki eða stofn- un til að vinna fyrir þau ákveðin verk gegn ákveðnum launum. Þetta er þeim ætlað að merkja. En þetta merkja þau sjaldnast, einfaldlega vegna þess að við höfum hvorki tima né nennu til að skil- greina þau í hvert skipti sem við tökum okkur þau í munn. Þau merkja oftast það sem lesa má útúr samsetningu þeirra. Orðið vinnuveitandi merkir: sá sem veitir (öðrum) vinnu. Orðið segir ekkert urn, i hvaða tilgangi hann veitir vinnu. Heldur ekki með hvaða skilyrðum hann geri það. Hann bara veitir, gefur. Og af hverju veita menn öðrum og gefa? Ef enginn eigingjarn tilgangur liggur að baki veitingunni, ef hún er heldur engum skilyrðum bundin, þá veita menn annað- hvort af góðmennsku eða náð og misk- unn. Orðið vinnuveitandi felur því í sér, að sá sem veitir vinnu, geri það af gæzku ^jartans. bundin eða ekki, hvortsem menn þiggja laun fyrir vinnu eða ekki, þá þiggja menn einfaldlega af því þeir eru þurf- andi. Orðið launþegi felur því í sér, að sá sem þiggur laun, geri það að þurfal- ingshætti, en ekki vegna þess að hann sé þess umkominn að launa „veitingu“ með „veitingu“. Setjum nú þessi tvö orð hvort gegn öðru, vinnuveitandi — launþegi. Annars- vegar er sá sem veitir, án skilyrða; hins- vegar sá sem þiggur, jafnvel án þess að láta nokkuð í staðinn. Annarsvegar sá aflögufæri, hinsvegar sá þurfandi. Ann- arsvegar gæzkan, hinsvegar sá sem á sitt undir gæzku annarra. Annarsvegar sá gerandi, hinsvegar sá þolandi. Það er augljós munur á skilgreiningar- merkingu þessara orða og þeirri merk- ingu sem lesa má útúr samsetningu þeirra. Þessar merkingar stangast á vegna þess að önnur er fölsk og hin ófölsk eða ekki eins fölsk. Ég fullyrði að það sé sú seinni sem er fölsk eða falsk- ari, og orðin vinnuveitandi — launþegi því ónothæf. í staðinn skulum við nota orðin atvinnurekandi — launamaður. (Þessi orð eru enganveginn nógu góð, en við þau verður að notast á meðan ekki eru til önnur betri. Sumir hafa notað orðin vinnukaupandi — vinnusali, en þau eru ekki allskostar rétt hugsuð: menn selja ekki vinnu sína, heldur vinnuafl. Og vinnuaflskaupandi — vinnuaflssali eru því miður alltof stirð.) En hversvegna eru orðin vinnuveitandi — launþegi fölsk og ónothæf? Allur þorri manna á ekki um það að velja að vinna eða vinna ekki. Fjöldinn á aðeins um það að velja að vinna eða Launamaðurinn leitar á náðir atvinnu- rekandans með vöru sina, atvinnurek- andinn leitar á náðir launamannsins með þau verk sem hann vill láta vinna fyrir sig. Þeir gera með sér launasamning. Þessi samningur er samningur um kaup og sölu. Atvinnurekandinn kaupir vinnu- afl launamannsins, launamaðurinn selur vinnuafl sitt. Atvinnurekandinn veitir ekki neitt, nema tækifæri til að gera við sig launasamning, en það gerir launa- maðurinn líka. Á sama hátt þiggur launamaðurinn ekki neitt sem atvinnu- rekandinn þiggur ekki lika. Og það er langt því frá, að atvinnurekandinn veiti launamanninum eitthvað af gæzku hjartans. Hann kaupir vinnuafl hans til að hagnast á þvi sjálfur. Hann kaupir það til að geta selt það aftur, í formi þeirrar vöru sem launamaðurinn hefur framleitt, á hærra verði en hann keypti það. Hvortsem við segjum, að launamaður- inn gefi atvinnurekandanum hluta af réttmætum launum sínum, eða að at- vinnurekandinn ræni launamanninn hluta af réttmætum launum hans, er það augljóst, að ef annarhvor þessara aðila þiggur eitthvað af hinum, þá er það at- vinnurekandinn, „vinnuveitandinn“, og ef annarhvor þessara aðila veitir hinum eitthvað, þá er það launamaðurinn, „launþeginn“. Orðin vinnuveitandi — launþegi leyna því ekki aðeins ákveðnum og mikilvægum raunveruleika, þau falsa hann beint og óbeint. Og eru þessvegna ónothæf. IV. Raunveruleikafölsun þessara orða er pólitísk. Hún er ómeðvitað afsprengi 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.