Samvinnan - 01.10.1970, Side 45

Samvinnan - 01.10.1970, Side 45
Eysteinn Sigurðsson: GRÍMUR THOMSEN Fyrri hluti Fyrir margra hluta sakir er nítjánda öldÍD ein hin merkasta í sögu íslendinga. Hún rann upp yfir tæplega 50 þúsund hræður, sem á nútímamælikvarða hírðust nánast í eymd og volæði, drógu fram lífið af fátæk- legum kotbúskap og skorti flest til að geta lifað mannsæmandi lífi. Á hinn bóginn hef- ur þjóðin sennilega aldrei eignazt jafn marga afreksmenn á nokkru skeiði sögu sinnar og á þessu. Hugsjónir voru vaktar og hafnar á loft af hverjum leiðtoganum á eftir öðrum, og auk mikilhæfra stjórnmálafor- ingja, sem komu þarna fram á sjónarsviðið, eignaðist þjóðin myndarlegan flokk af ágæt- um skáldum, sem hvöttu hana og eggjuðu til að rísa upp og hrista af sér klafann. Blómaskeið ljóðagerðarinnar á 19. öld er að flestu leyti eitt forvitnilegasta tímabilið í íslenzkri bókmenntasögu, og aldrei hafa ver- ið uppi á jafn skömmum tíma jafn mörg afburða ljóðskáld hér á landi og þá. Ljóða- gerð þessara skálda byggðist vitaskuld að stofni til á gömlum innlendum arfi, sem þau juku með aðsóttum efnivið, því að fæst voru þau neinir heimalningar. En höfuð- einkenni allrar þessarar ljóðagerðar er samt hvatningin og eldmóðurinn, sem skáldin boða þjóð sinni. Hver svo sem yrkisefnin eru að öðru leyti — og þau voru margvís- leg — þá er grunntónninn að öllum jafnaði einn og hinn sami: Þau boða þjóðinni hvatningu, deila á það sem miður fer, benda henni á eftirbreytnisverð dæmi úr fortíðinni, opna fegurðarheima til athvarfs, meðan ný átök eru undirbúin, eða lýsa feg- urð og gæðum landsins, sem hún býr í. í þessari skáldasveit voru margir mikil- hæfir andans menn, sem jafnvel er erfitt að gera upp á milli nú á dögum, þegar sagan hefur annars auðveldað okkur skilninginn á tímabilinu, sem þeir lifðu og störfuðu á. Einn úr þeirra hópi er Grímur Thomsen, sem þróun tímans hefur stöðugt leitt betur og betur í ljós, að hefur átt vafalaust sæti þar í fremstu röð. Hinn 15. maí í vor var liðin hálf önnur öld frá fæðingu hans, og er það tilefni þess, að hans er hér að nokkru minnzt að þessu sinni. ED Grímur fæddist að Bessastöðum hinn 15. maí 1820, sonur hjónanna Þorgríms Tómas- sonar skólaráðsmanns þar og Ingibjargar Jónsdóttur, systur Gríms amtmanns. Var hann einkasonur og heimilið allvel efnað, og eru það taldar ástæður þess, að honum hefur frá upphafi verið ætlað að hljóta betri undirbúning undir lífið en ungir menn hlutu þá almennt. Hann var settur í einkaskóla til hins hæfasta manns, Árna Helgasonar í Görðum, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi aðeins 17 ára að aldri. Auk þess er að því Grímur Thomsen árið 18hl. gætandi, að Bessastaðaskóli var á þessum tíma helzta menntasetur landsins, með afburðamenn eins og Sveinbjörn Egilsson, Hallgrím Scheving og Björn Gunnlaugsson í kennaraliði, svo að í æsku hefur Grímur getað ausið ótæpt af helztu menntabrunn- um, sem þá var kostur á í landinu. Er og vitað, að þegar á fjórtánda ári hefur hann verið farinn að læra þýzku og frönsku, sem gefur vísbendingu um, hvert umhverfið beindi honum. Árið 1837 sigldi hann síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla, betur búinn að farareyri en þá tíðkaðist um unga íslenzka námsmenn. Með því hefst síðan óróasamasta skeiðið í ævi hans. Ætlunin hafði verið, að hann læsi lög, sem þá var vísasti vegurinn til embættisframa, en úr því varð ekki, heldur sökkti hann sér niður í bókmenntir og fagurfræði. Jafnframt hélt hann sig rík- mannlega, varð foreldrum sínum þungur fjárhagslegur baggi, auk þess sem stefnu- leysi hans í námi olli þeim vitaskuld þung- um áhyggjum. Er góða heimild um það að finna í bréfum móður hans til Gríms bróður síns frá þessum tíma, sem út hafa verið 43

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.