Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 49

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 49
Harold Wilson forsætisráðherra viðurkenndi að ásókn Kinverja væri „vandamál". Aukþess komu í byrjun síðasta árs 180 rússn- eskir jarðfræðingar til landsins í því skyni að veita aðstoð við framkvæmd tiltekinna efnahagsverkefna. En horfur Zambíu eru samt sem áður alls ekki bjartar. Stjórn Ians Smiths hefur þegar hótað Zambíu refsiaðgerðum, ef her* hlaupum skæruliða inní Zambesi-dalinn í Ródesíu verði haldið áfram. Öryggislögregla Ródesíu hefur haldið því fram, að í Zambíu sé nú þegar 2500 manna skærulið, sem bíði þess að ráð- ast inni Ródesíu. Forsætisráðherra Suður-Afríku, John Balthazar Vorster, hefur lýst því yfir umbúðalaust, að Suður-Afrika muni „ljósta Zambíu höggi, sem aldrei gleymist". Ef satt skal segja hafa Portúgalar þegar gert allmargar loftárásir á landsvæði Zambiu, nálægt landamærum Angóla. Fyrir rúmu ári lýsti Kaúnda forseti yfir því, að hann mundi fara þess á leit að fá keypt flugskeyti frá Bretum eða hvp'-n þeirri þjóð annarri, sem væri fús til að láta þau af hendi, og uð hann væri að ihuga þann möguleika að koma upp þjóðvarðliði um allt landið til að verja fósturjörðina. Þegar Kaúnda var í opinberri heimsókn í Lundúnum nokkru síðar, fullvissaði Harold Wilson forsætisráðherra hann um, að slík flug- skeyti væru fáanleg í Bretlandi. Stjórnin í Zambíu finnur til siðferðilegrar ábyrgðar gagnvart þeim frændlöndum í suðri og vestri, sem enn búa við nýlendu- kúgun, og mun ekki láta hræða sig, að því er utanríkisráðherr- ann sagði í samtali við mig. „Hversvegna getur Portúgal ekki gert það sem Frakkland og Bretland hafa þegar gert — veitt nýlendunum sjálfstæði? Ef Portúgal gerði það, yrðum við vinir Portúgals." Fyrir austan Zambiu liggur Malawi. Þetta riki er algerlega háð járnbrautinni til hafnarborgarinnar Beira í Mózambik; yrði henni lokað, mundi landið veslast upp efnahagslega. Það er því ekki að furða þó Banda forseti Malawi hafi gefizt upp án skil- yrða. Malawi er eina afríska ríkið sem tekið hefur upp stjórn- málasamband við stjórnirnar í Lissabon og Pretoríu. Stjórnin í Tanzaníu er hinsvegar staðráðin í að veita þjóð- frelsishreyfingunum allan hugsanlegan stuðning í baráttu þeirra gegn Hvíta möndlinum. Julius Nyerere forseti viðurkennir þetta hispurslaust og bætir við: „Það væri fáránlegt að styðja þær ekki.“ Þessi stuðningur hefur reynzt sérlega mikilvægur þjóð- frelsishreyfingunni í Mózambik, FRELIMO, sem hefur höfuð- bækistöðvar i sunnanverðri Tanzaníu og herjar á norðurhéruð Mózambik. FRELIMO hefur í rauninni á sínu vaidi hluta norður- héraðanna Cabo Delgado og Níassa. Samkvæmt tölum, sem Portú- galar hafa sjálfir birt, hafa bardagarnir kostað þá um 5000 fallna og særða. Tjón þeirra er að öllum likindum miklu meira. Portúgalski utanríkisráðherrann, dr. Franco Nogueira, hefur nvað eftir annað ráðizt harkalega á stjórnina í Dar-es-Salaam fyrir þátt hennar í því að gera Tanzaníu að „tröllaukinni mið- stöð fyrir neðanjarðarstarfsemi“. Nogueira hefur haft í hótun- um um, að Portúgal kunni að fara að dæmi Bandarikjanna í sambandi við Tonkinflóa-ályktunina, þ. e. a. s. gera viðstöðu- lausar refsiárásir á land sem leyfir skæruliðum að vígbúast inn- an landamæra sinna, einsog Norður-Víetnam var sagt hafa gert. Frá útvarpsstöðinni í Dar-es-Salaam, sem rekin er af rikinu, útvarpa hinar ýmsu þjóðfrelsishreyfingar pólitískum áróðri — sumar daglega, sumar tvisvar til þrisvar í viku — til samlanda sinna í nálægum ríkjum. Siðan snemma á síðasta ári hefur þetta „útvarpsstríð", einsog talsmenn stjórnarinnar nefna það, aukizt verulega. í Dar-es-Salaam eru líka höfuðbækistöðvar „Þjóðfrelsisnefnd- arinnar“, sem sett var á laggirnar af Einingarsamtökum Afríku (OAU), en þau styðja starfsemi skæruliða. „Hvaðan kemur fjár- magnið?“ spurði ég framkvæmdastjórann, George Magombe. ,.Frá Afríkuríkjunum," svaraði hann og bætti við: „Einnig frá ýmsum friðelskandi þjóðum utan Afríku, sem vilja styðja mál- stað okkar.“ Hvaða friðelskandi þjóðum? Fyrst og fremst Kína og Sovét- ríkjunum. Bæði þessi ríki hafa sent skæruliðum vopn um langt skeið. Kúba hefur sent tugi sérfræðinga til Afriku í því skyni að þjálfa skæruliða. Byltingarmenn eru einnig sendir til komm- únistaríkjanna til þjálfunar — einkanlega til Kma, Rússlands, Norður-Kóreu og Kúbu. Ernesto Che Guevara heimsótti upp- reisnarmenn frá Angóla í Brazzaville fyrir nokkrum árum. Portúgalar reyna að hagnýta sér þessar aðstæður í áróðurs- 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.