Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 50

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 50
Teilcning af skceruliða og dr. Salazar i áróðursbceklingi frá FRELIMO. viðleitni sinni til að sannfæra Vesturlandabúa um að frelsis- hreyfingarnar séu framvarðarsveitir kommúnismans — eða eins- og Salazar komst að orði í meiriháttar ræðu i nóvember 1967: „Suður-Afríka er eina örugga tryggingin og eini samherji vest- rænna stefnumiða í Afríku.“ f nýársboðskap sínum á liðnu ári lýsti Vorster, forsætisráðherra Suður-Afríku, yfir því, að löndin í sunnanverðri Afríku væru „meiriháttar þáttur í baráttunni við kommúnismann í þessari heimsálfu." Ekki eru miklar líkur til þess, að nokkur hinna stærri þjóð- frelsishreyfinga muni láta Kína eða Rússland segja sér fyrir verkum. f engri álfu hefur kommúnisminn fengið daufari undir- tektir en í Afríku. Hreyfing einsog FRELIMO, þjóðfrelsishreyfing- in í Mózambik, kann að fá — og fær reyndar örugglega — mjög verulega hjálp frá löndunum austan járntjalds, en hún er ekki kommúnískari en til dæmis ríkisstjórnin i Zambíu. Þróunarverk- efni FRELIMO-hreyfingarinnar hafa einnig fengið aðstoð frá Ford-stofnuninni í Bandaríkjunum, svo dæmi sé nefnt, og olli það miklu fjaðrafoki í Lissabon. Hinsvegar leikur enginn vafi á þvi, að eftir því sem stríðsað- gerðir magnast án þess að færa stríðsaðila feti nær endanlegum sigri, munu æ stærri hópar manna taka þátt í kynþáttaátökunum í sunnanverðri Afríku. Það er þegar hálfopinbert leyndarmál, að hernaðarsamstarf á sér nú stað í verulegum mæli milli ríkjanna þriggja sem mynda Hvíta möndulinn. Vorster forsætisráðherra hefur lýst stolti sínu yfir því, að sonur hans er að berjast við skæruliða í Norður-Ródesíu. Suður-Afríka veitir bæði Ródesíu og Portúgal hernaðaraðstoð — í seinna tilvikinu bæði í Mózambik og Angóla. f Lissabon er því neitað, að til sé „Þríveldaráð“, þar sem rædd séu sameigin- leg hernaðarmál Hvíta möndulsins, en The Times í Lundúnum hefur staðhæft að þetta ráð sé starfandi. Verið er að byggja geysistóran flugvöll fyrir þotur á Caprivi-svæðinu í norðaustan- verðri Suðvestur-Afríku, og bendir sú framkvæmd óneitanlega til þess, að Suður-Afríka sé heldur betur að búa sig undir vænt- anleg átök. í fvrra tilkynnti utanríkisráðherra Suður-Afríku, Pieter Botha, að Suður-Afríka væri að auka vopnaframleiðslu sína í því skyni að gera landið sjálfu sér nægt í framleiðslu hergagna handa fót- gönguliðum. Jafnframt hefur landið hafið sjálfstæða framleiðslu á napalm-sprengjum, og er að undirbúa eigin framleiðslu á flug- vélum með hjáln franskra og ítalskra sérfræðinga. f desember 1968 gat Suður-Afríka gert fyrstu tilraunir sínar með lítil, fjar- stýrð flugskeyti. í júní í fyrra heimsótti sendinefnd frá Suður- Afríku undir forustu Botha utanríkisráðherra Frakkland, sem er stærsti vopnasalinn til Suður-Afríku, og samdi um stórauknar vonnasölur. Fyrir nokkrum árum lenti Kanada í diplómatískum útistöðum við Vestur-Þýzkaland, vegna þess að Bonn-stiórnin, sem þá var í höndum Kristilegra demókrata, seldi mikinn fjölda af þotum til Po’-túgals. Þessar flugvélar, sem voru mjög vel fallnar til bar- áttu gegn skæruliðum, höfðu upphaflega verið seldar Vestur- Þ’óðverium af Kanadamönnum gegn bví skýlausa skilyrði, að bær yrðu ekki seldar til ríkja sem ættu í nýlendustyrjöldum, em'og t. d. Portúgals. Að undanskildu Kanada (Danmörk og Noregur hafa ekki opin- berlega sömu stefnu, en fvlgja henni í revnd), virðast aðildarríki Atl snt'-h afsbandalagsins á báðum áttum um. hvaða afstöðu beri að taka th harmleiksins, sem nú er í UDPsiglingu í sunnanverðri Afríku. Bandaríkin og Bretland eru nólitískt óráðin, en efna- hagslega nátengd Hvíta möndlinum. Bandaríkin eru til dæmis stór kaunandi að kaffi frá Angóla, sem tryggir Portúgal árlegar tekjur í hörðum gjaldeyri sem nema rúmum 100 milljónum doll- ara. Bandarískir olíuhringar mega búast við gífurlegum tekjum af nýfundnum olíulindum undan strönd Cabinda-nýlendunnar fyrir norðan Angóla. Bandaríkin og ýmis önnur NATO-ríki, eink- anlega Frakkland og Vestur-Þýzkaland, selja Portúgölum vopnin sem þeir beita í nýlendustyrjöldum sínum. í Suður-Afríku einni nemur fjárfesting bandarískra einkafyrir- tækja yfir 750 milljónum dollara. Danskt fyrirtæki hefur fjár- fest 43,5 milljónir dollara i vinnslu geysimikils magns af járn- málmi nálægt Cassinga í Angóla — í samvinnu við þýzka fyrir- tækið Krupp, sem lagt hefur enn meira fé í verkefnið. Svíþjóð er í hópi allmargra Evrópuríkja sem taka þátt i að reisa tröll- aukið orkuver við Cabora-Bassa á Zambesi-fljótinu i Mózambik. Þetta verður stærsta orkuver í Afríku — með talsvert meiri orku- framleiðslu en Asúan-stíflan — og mun veita raforku til Mózam- bik, Ródesíu og sérstaklega til suður-afrísku iðnaðarsvæðanna í J óhannesarbor g. Portúgölsk blöð hafa þegar getið þess, að sænsk fyrirtæki hafi selt herbíla til hersveita sem eiga í bardögum við skæruliða. Jafnvel Holland, sem yfirleitt er talið meðal friðsamra ríkja, tekur þátt í kapphlaupinu um að selja Suður-Afríku vopn. Japan kemur einnig mjög við sögu í þessu sambandi og er orðinn svo mikilvægur viðskiptaaðili bæði i Suður-Afríku og Ródesíu, að japanskir kaupsýslumenn, sem heimsækja þessi lönd, eru opin- berlega flokkaðir „Evrópumenn" (þ. e. „hvítir") í þjóðfélögum sem annars halda dauðahaldi í apartheid-stefnuna, strangan aðskilnað hvítra manna og þeldökkra. Pókerinn sem nú er spilaður af vestrænum ríkjum um vinninga í sunnanverðri Afríku, sem reikna má í milljörðum dollara, hefur hlotið verðugt minnismerki í hafnbanni Breta á hafnarborgina Beira í Mózambik, sem enn er haldið uppi. Með þessu hafnbanni hyggst brezka stjórnin sanna vilja sinn til að framfylgja þeim refsiaðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar fyrirskipuðu í því skyni að koma Ródesíu á kné með því að taka fyrir olíuflutninga til landsins. En það er ekkert hafnbann á Lourenco Marques, sem ræður yfir einni stærstu olíuhreinsunarstöð í Afríku. Frá Lour- enco Marques er beint járnbrautarsamband við tvær helztu borg- ir Ródesíu, Bulawayo og Salisbury. Innan landamæra Hvíta möndulsins búa nú 35 milljónir manna. Af þeim eru 85,2% með dökkan litarhátt. Enn sem komið er hefur hvíti minnihlutinn töglin og hagldirnar. En hvað gerist þegar einhver eftirtalinna atburða á sér stað: þegar núverandi stiórn í Lissabon líður undir lok; þegar Víetnam-styrjöldinni lýkur; þegar til valda kemst í Bandaríkjunum forseti sem hafnar nýlendustefnu Portúgals, einsog Kennedy forseti gerði; þegar ríkin í Afríku eru komin á hærra þróunarstig og eru orðin öfl- ugri; þegar bandarískir blökkumenn fara að berjast af alefli fyrir málstað bræðra sinna í Afríku, einsog Martin Luther King var farinn að boða begar árið 1964? Alþjóðleg samábyrgð var eitt sinn forréttindi konunga; seinna varð hún forréttindi vinnandi stétta; einsog stendur er hún forréttindi stúdenta. Margt bendir til bess að innan tíðar verði alþjóðleg samábyrgð forréttindi blökkumanna í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Mið-Ameríku, Evrópu og Afríku. En við erum komin nokkur ár fram í tímann. Ástandið einsog það er nú virðist vera meira en nógu alvarlegt. Fjögur ríki í Afríku eiga nú beina hlutdeild í baráttunni gegn Hvíta möndl- inum, semsé Kongó-Brazzaville, Kongó-Kinshasa, Zambía og Tanzanía. Önnur ríki Afríku — að Malawi frátöldu — hafa tekið afstöðu með aðild sinni að Einingarsamtökum Afríku. Portú- galska flugfélagið TAP og South African Airways verða að fljúga um 2000 kílómetra aukalega til að komast til Evrópu án þess að fljúga yfir meginland Afríku. Alsírstjórn hefur boðið þjóðfrelsishreyfingunum tveimur í Angóla. UPA og MPLA, 10.000 hermenn og 80 smálestir af vopn- um að bví tilskildu að þær sameinist. Haíle Selassie keisari lýsti yfir því fyrir tveimur árum, að nú væri ekki nema um einn kost að velja: valdbeitingu. Kaúnda forseti hefur opinberlega mælt með því að komið verði á laggirnar varnarbandalagi Mið- og Austur-Afríku með sameiginlegum herafla til að mæta ógnun Hvíta möndulsins. „Við erum einsog hjálparvana fólk í barkarbáti útá Zambesi-fljótinu," segir hann. „Við nálgumst fossbrúnina, hjálparlaust og án nokkurs möguleika til að hægja ferðina. Spurningin er: Hver kemur í veg fyrir að við fljótum að feigðar- ósi?“ Nverere forseti Tanzaníu er gagnorðari: „f rauninni er spurn- ingln ekki, hvort kynþáttastyrj öld brjótist út, heldur hvenær hún skellur á.“ 4 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.