Samvinnan - 01.10.1970, Síða 51

Samvinnan - 01.10.1970, Síða 51
Sigurður A. Magnússon: JAPANSKA CNDRIÐ I: Skopmynd jrá 1875, „Þróun siðmenningar í Japarí', sem sýnir Japani klœdda á vest- rœna vísu innanum landa sína í hejðbundnum kloeðn- aði. LAND ANDSTiEÐNA Að fljúga frá íslandi til Japans í fáum áföngum leiðina yfir Asíu er líkt og að koma við á ólíkum timaskeiðum: frá nú- timanum í Evrópu, til fortiðarinnar í Indlandi og Thailandi, til framtiðarinn- ar í Japan. Vitaskuld miðast þessi deiling við skynjun Evrópumannsins og mundi vafalaust horfa allt öðruvísi við Japana eða Indverja. Hvað sem því líður, veitir slik ferð furðugóða hugmynd um þau öfl sem eru að verki i heimssögunni: annars- vegar sljóleika, uppgjöf og glundroða Indlands, hinsvegar órólega áhugasemi, framtak og frábært skipulag Japans. Maður stendur furðu lostinn frammi fyr- ir þeim reginmun sem er á þessum tveim- ur löndum, og ekki dregur það úr furð- unni að rifja upp fyrir sér, að í stríðslok var Japan ein blæðandi und, jafnvel enn verr leikið en Þýzkaland. Bæði löndin, Japan og Indland, eiga við geigvænlegt fólksfjölgunarvandamál að etja, en með yfirburðaskipulagningu eru Japanir að leysa sitt vandamál á sama tíma og ind- verska vandamálið virðist vera orðið ó- leysanlegt. Hitt er svo allt annað mál og mætti kannski verða okkur umhugsunar- efni, að með öllum sínum stórkostlegu framförum og verkmenningu eru Japanir i heild ekki ánægðara fólk en hinir blá- snauðu Indverjar. „Við erum döpur og þunglynd þjóð,“ sagði ungur Japani við mig og gaf þá meginskýringu á þung- lyndinu, að þjóðin lifði yfirleitt við mjög kröpp kjör, þráttfyrir allan uppganginn, en orsökin liggur miklu dýpra. Þriggja daga viðdvöl í Indlandi veitti takmarkað tóm til að ganga úr skugga um, hvort nokkuð hefði miðað áleiðis undanfarinn áratug síðan ég gisti landið síðast. Fátt benti til að svo væri. Fá- tækrahverfin í útjöðrum Bombay eru ólýsanlega ömurleg, sannkallaðir ösku- haugar mannlífsins þar sem voninni er úthýst einsog i Helviti Dantes. í Delhi virtist ástandið vera illskárra, en sljó og sinnulaus mannmergðin vakti manni samt tilfinningu vonleysis og vanmáttar. Betlararnir sýndu meira lífsmark en flestir aðrir, og er engu líkara en betlið ætli að reynast lífseigasti þátturinn í ný- lenduarfi Bretaveldis — því samskonar ásókn betlara gerði okkur síðar lifið leitt í Hongkong. í Japan fyrirfinnst ekki betl, hvorki sú tegund sem tiðkast á götum úti né það löghelgaða betl sem fólgið er í þjórfé fyrir veitta þjónustu. f Thaílandi vorum við að ýmsu leyti nær evrópskum lifnaðarháttum en í Ind- landi, þó morgunsigling um síkin i Bang- kok og hina fljótandi ávaxtamarkaði þeirra væri í ætt við austurlenzk ævintýr og safaríkur gróðurinn allt um kring minnti á draumalönd eyðimerkurbúans. En Japan reyndist vera hið raunveru- lega undraland ferðarinnar — í allt öðr- um skilningi en til dæmis Indland eða Thaíland. Landið er ekki fyrst og fremst furðulegt fyrir aldagamla lifshætti sina og sérkennilega sögu, sem er þó hvort- tveggja mjög svo áhugavert, heldur fyrir það sambland af fortíð, nútið og framtíð sem Japanir virðast lifa og hrærast í. Þeir hafa ekki sagt skilið við trúarbrögð feðra sinna, Sjintó og Búddadóm, þó þeir iðnvæðist með örari og stórtækari hætti en nokkur önnur þjóð sem sögur fara af. Þeir skipa einungis hverjum hlut á sinn afmarkaða stað, og skipulagshæfni Jap- ana er viðbrugðið af öllum sem til þekkja. Expo 70 Gott dæmi um sambýli fortíðar og framtíðar í Japan er nýafstaðin heims- sýning í Osaka, sem við skoðuðum nokkr- um dögum áður en henni var lokað. Hin- ir framsýnu fjármálahöldar i Osaka, sem áttu þátt í að fjármagna sýninguna, voru þess fullvissir, að hún yrði mikil féþúfa og frábær auglýsing, og reyndust sann- spáir i báðum greinum, en eigi að siður þótti þeim rétt að fara að öllu með gát frá öndverðu. Að morgni 15. marz 1967 — nákvæmlega þremur árum áður en sýningin var opnuð — kvöddu þeir níu Sjintó-presta til sérstakrar helgiathafnar á fyrirhuguðu sýningarsvæði. Prestarnir komu i sínum hvítu silkiskikkjum til bambusskógarins, sem ryðja átti burt, og hófu að lesa töfraþulur í þvi skyni að hrekja burt andana sem höfðust við á svæðinu. Með prestunum voru stúlkur frá Stóra Ise-musterinu, sem frömdu helgidansa til að blíðka andana og fá þá til að flytja sig um set illindalaust. Tveir prestar aðrir hófu sig til flugs i þyrlu og stráðu hrísgrjónum og salti yfir fjögur horn sýningarsvæðisins til að bliðka anda, sem kynnu að hafa farið burt i vonzku. Og til að vera fullkomlega örugg- ir um velgengni heimssýningarinnar tóku forseti sýningarnefndar, Taisó Ishízaka, og samstarfsmaður hans sér reku i hönd og grófu ýmsa helgigripi, sem sagðir eru gagnlegir framliðnum öndum, svosem brúðu, spegil, sverð, skjöld, verndargrip úr jaði og gullpening. Þegar þessu var lokið, birtist Sató forsætisráðherra á sjónvarpsskerminum og ýtti á hnapp sem olli mikilli sprengingu, með þeim afleið- ingum að bambusskógurinn hvarf i einu vetfangi, og jarðýturnar hófu að slétta svæðið. Þetta sambland hefðbundinnar hjátrú- ar og nútímalegs framtaks er sagt ein- kenna allt þjóðlíf Japana, og víst er um það, að heimssýningin í Osaka, Expo 70, bar vitni fjörugu samspili fortíðar og framtíðar, þar sem framtíðin yfirskyggði þó bæði nútíð og fortíð. Kjörorð sýning- arinnar, „Framfarir og samræmi til handa mannkyni“, var túlkað með marg- vislegum og misjafnlega ljósum hætti í skálum hinna ýmsu þjóðlanda, en í skál- um japönsku stórfyrirtækjanna — svo- sem Fuji, Hitachi, Mitsubishi, Toshiba, Sanyo, Sony, Wacoal og Riccar — var keppzt við að draga upp sem æsilegasta mynd af tækjabúnaði framtíðarinnar, á heimilum jafnt og vinnustöðum. Japanir eiga það sammerkt við íslendinga, að þeir ganga með sannkallaða tækjadellu. Einstæð saga Mótsagnirnar, sem Vesturlandabúinn þykist sjá í fari Japana, bæði þjóðar og einstaklinga, stafa ekki bara af vestrænni „sjónskekkju“, þó hún kunni að eiga ein- hvern þátt i viðhorfum hans, heldur eiga þær líka upptök sin i einstæðri sögu Jap- ana. Annarsvegar er „lótuslandið“ með gróðurríka, ilmþunga, bragðsterka, blíð- láta og hrottafengna hefð eyrikis sem í hálfa þriðju öld var algerlega lokað um- heiminum og erlendum áhrifum; hins- 49

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.