Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 52

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 52
Meiji lceisari, sem gerSi „byltingiina“ 1868 og ger- breytti Japan á einum mannsaldri. Ilann ríkti til 1912. vegar víðtæk erlend áhrif og ögrun bæði fyiir og eftir einangrunarskeiðið. Fyrir „sóttkvíartímabilið" voru kín- versk áhrif sterkust. Þau hófust i lok fjórðu aldar eftir Kristsburð þegar Jap- anir lærðu skipasmíðar, málmiðju, sútun og vefnað af meginlandsbúum. Síðar tóku þeir upp kínverskt myndletur og lærðu læknislistir, tímareikning, stjörnufræði og boðskap Konfúsiusar ásamt kínverskri stjórnspeki. Taóismi og Búddadómur komu lika frá meginlandi Kína. En á til- tölulega skömmum tima höfðu Japanir tileinkað sér þennan verklega og andlega innflutning og umskapað hann i sam- ræmi við þarfir og kröfur eigin hefða og þjóðareinkenna. Af hinu erlenda sæði runnu upp japönsk blómstur, einsog fyrir töfra. Þó keisaraættin héldist að nafni til við völd frá upphafi sögusagna framá þenn- an dag, voru hin eiginlegu völd í landinu um tæpra sjö alda skeið (1192—1868) i höndum herstjóra (sjóguna), sem stýrðu einhverju háþróaðasta lénsríki sögunnar með yfir 200 lénsherrum. Keisararnir lifðu ljúfu lífi i höfuðborginni, Kíótó, en sjógunarnir stýrðu landinu með harðri hendi frá Kamakúra. Á seinni hluta þessa skeiðs eða frá öndverðri 17. öld lokaðist Japan einsog hörpudiskur og rauf allt samband við umheiminn. Einungis örfáir kínverskir og hollenzkir kaupmenn fengu heimild til að hafast við á lítilli ey úti- fyrir Nagasaki og stunda þar kaupskap. Hér mun vera um að ræða lengstu sjálf- skapaða „útlegð“ þjóðar frá umheimin- um sem sagan geymir. En i júlí 1853 stefndi bandaríski sjó- liðsforinginn Perry fjórum skipum inná Tókió-flóa og þvingaði smámsaman jap- önsk stjórnvöld til að taka á ný upp samskipti við önnur lönd. Brátt voru gerðir viðskiptasamningar við Rússland, England, Holland og Bandaríkin. En það liðu 14 ár þartil veldi herstjóranna var brotið á bak aftur og keisarinn tók völd- in aftur í sínar hendur. Hinn kornungi keisari gerði „byltingu“ sína árið 1868, flutti höfuðborgina frá Kíótó („Höfuð- borgin í vestri“) til hinnar gömlu borgar Edó, sem uppfrá þvi var nefnd Tókió („Höfuðborgin i austri“), og breytti á einum mannsaldri miðalda-lénsríki i eitt mesta iðnaðar- og herveldi veraldar — en sú furðusaga á sér enga hliðstæðu í heimssögunni. Japanir unnu tvö stríð á þessu skeiði, annað gegn Kínverjum 1894 —95, hitt gegn Rússum 1904—1905, og juku allmjög lendur sínar. Meiji keisari féll frá árið 1912 eftir ein- stæðan feril, og við rikjum tók sonur hans, Haíshó, sem rikti til 1926, þegar núverandi keisari settist í hásætið. Hann er kallaður Híróhitó af Vesturlandabúum, en opinbert nafn hans er Sjoúa, og verð- ur það nafn geymt i sögunni þegar hann er allur, en i lifanda lifi kalla Japanir þjóðhöfðingja sinn einungis Keisarann (Tenno). Japanir tóku þátt í fyrri heims- styrjöld við hlið Bandamanna og voru í stríðslok viðurkenndir sem eitt af stór- veldum heimsins. En brátt tóku hernað- ar- og landvinningasinnar að láta til sín taka og skákuðu smámsaman keisaranum til hliðar, enda er hann friðsemdarmað- ur mesti og hefur meiri ánægju af vís- indastörfum en stjórnmálum. Það voru herforingjar Japana og handbendi þeirra meðal stjórnmálamanna sem stóðu að hinu hrapallega stríði við Kínverja 1937 og árásinni á Pearl Harbour 1941, sem hratt Japan útí örlagaríkan hildarleik við Bandaríkin. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.