Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 54
Árni Larsson:
AFSTAÐA
tími dauðans er líf,
líf mitt
EIN RÖDD:
í dag eru þessar rústir hlutskipti okkar
eins og heimur hversdagsins.
Sól sprengjunnar hefur lagt leiksviðið í
rúst. Við sjáum að allt skipulag þess er í
molum og reglur leiksins brotnar. Lengur
er ekki hægt að einfalda hlutina með full-
yrðingum og segja heiminn vera leiksvið.
Skipulagi þessa leiksviðs hefur verið sundr-
að, hlutverkin eru vígð þögninni og leiksvið-
ið endurspeglar ekki lengur kyrrstæða
mynd, þar sem gangur leiksins er ákveðinn
frá upphafi til enda skv. forskriftum skap-
endanna.
Rústirnar blasa við augum okkar og við
öðlumst meðvitund um þessa hluti. Samt
sem áður getum við ekki verið algerlega
vissir um, hvort sú mynd, sem við gefum af
þessum hlutum, sé nákvæmlega rétt. Lýsing-
arhættir okkar geta leitt okkur á villigötur,
svo að við eigum alltaf á hættu að gefa aðra
mynd af ástandinu heldur en það kann að
vera í raun og veru. Engu að síður blasir allt
við augum okkar og markmiðið er að lýsa
þessum hlutum; varpa þeim fram eins og
skýringum.
Gerðirnar skrá tímann héðan í frá. Núna
ræður ofbeldið ríkjum. Almætti valdsins er
í mínum höndum, ég er valdhafinn og verð
ekki sóttur til saka, af því að ég veit, að
stjórnmálin eru hinn fullkomni glæpur. Að-
staða mín gerir mér kleift að kalla sérhverja
pólitíska sköpun mína — söguna. Enginn
hefur aðstöðu til þess að dæma gerðir mínar
og setja bær undir snurnarmerki réttlætis-
ins. Mælikvarði valdsins er allt. og valdið
fær áhreifanlega mynd í gervi líksins, það
eitt hefur þýðingarmikið gildi í mínum aug-
um, en ekki draumur hins kúgaða, sem ég
drep, draumur hans um veruleikann. um líf.
Á þessu sviði ríkir algert siðleysi. kúgun
mín fæðir af sér trúaðar vofur og sálarlitla
þræla. Slíkt ástand styrkir mig í sessi og
ég geri eingöngu siðferðilegar kröfur til
annarra í beim tilgangi að kúga þá, dæma
og taka af lífi. Lögin eru öðrum þræði tæki
til þess að kúga skipulega. í höndum hef
ég biblíu gamalla slagorða og allar gerðir
mínar eru réttlætanlegar í þjónustu valds-
ins.
Sviðið endurspeglar rústir, og um leið og
ég sé einhvern ganga um sviðið í þeim til-
gangi að skoða rústirnar, fara höndum um
brotin, vega þau og meta og vita eðli þessara
hluta, þá veit ég, að hann er að gera tilkall
til valdsins. Hann gengur út úr skugga rúst-
anna, sólin blindar hann og ég heyri hróp
hans á réttlæti hljóma um rústirnar. Fang-
elsi og grafir geyma þessi hróp, en þau kæfa
hrópin ekki. Hrópin berast út í bláinn eins
og þau vilji sundra tóminu hvað sem það
kostar.
En ég skil ekki rödd hjartans. Valdið
þarfnast hvorki sannleikans né réttlætisins.
Valdið er í mínum höndum, því hef ég
safnað saman undir einn hnapp, það býr í
sól sprengjunnar, og almætti þess stendur
ofar réttlætinu í hjarta mannsins. í mínum
augum er hann liíandi óvissa, líf hans mun
standa í vegi fyrir valdinu, ég drep hann af
því að með dauða hans skapa ég mér tilgang.
Ég heyri, að hann kallar skoðanir mínar
á friði og frelsi orðaleik morðingjans, átyllur
fyrir mig til þess að gylla fórnardýrin í
augum heimsins. Hugsjónirnar hafa ekkert
gildi, hrópar hann. Síðasta heimsstyrjöldin
ól sprengjuna sem sviðsetur endalokin, svo
að líf mannkynsins á enga fótfestu í fram-
tíðinni. Lífið í siálfu sér hefur gildi. Á þann
veg eru síðustu orð hans.
Þannig hljóma síðustu orðin: Lífið í sjálfu
sér. En á hvaða grundvelli á hann að taka
afstöðu til hlutanna frá eigin brjósti? Að
skapa sér persónulega menningu er fyrst og
fremst spurningin um afstöðuna til um-
heimsins, hvort umheimurinn endurspegli
einhver verðmæti sem hafi gildi fyrir hann.
Slík menning þróast með hliðsjón af landi
morðsins, af því að við höfnm fætt guðina að
nýju; þeir eru mennskir böðlar og orð þeirra
morð.
Og á hvaða grundvelli á hann að gefa
stefnulýsingu, vekja grun um þýðingu
stjórnleysis, þegar heimurinn í dag er land
einstaklingsins og það er meðvitundin um
þennan heim sem er heimili samvizkunnar?
Þaðan leitar þessi persónulega utanríkis-
stefna að svigrúmi fyrir lífið á jörðinni í
krafti efasemda og trúleysis. Hann sættir sig
ekki við orðna hluti og segist leita réttlætis-
ins, krefst skýringa á gerðum valdhafans
sem situr á vinnustofu sinni, ákveður, skipu-
legeur og fremur morð.
Hinn kúgaði stendur í rústunum, vegur og
metur bau brot sem hann hefur undir hönd-
um: hvernig getur valdhafinn afsalað sér
allri ábyrgð um leið og hann opnar dyr skól-
anna út á vígvöllinn? f hverju felst sú virð-
ing sem valdhafanum er sýnd? Á hún rætur
í sjálfsögðum hiutum eins og trúnni á stjórn-
arskrá e*a átrúnaðarsefjuninni á rökvísum
orðaleikium, sem standa í engu sambandi
við veruleik atburðanna, eða á þessi virðing
rætur sínar að rekja til þrælseðlis mann-
eskiunnar?
Þessar böglu rústir blasa við í öllum átt-
um Dresden Súez Búdapest Híroshíma Bí-
afra Alsír og í vitundinni er atburður á
götu í Hanoí og Prag hverjum og einum
veruleiki í dag. Þegar allt kemur til alis,
verður bað hlutskipti mannsins að velta fvrir
sér hlutunum og íhuga, hvort veruleiki íbúa
á götu í Hanoí eða Prag er frábrugðinn
daglegri túlkun á þeim veruleika. Það er
einmitt bilið á milli hins lifaða veruleika og
túlkunar valdhafans á veruleikanum sem
verður vettvangur einstaklingsins. Þaðan
vakna ýmsar hugmyndir og hann blæs lífi í
neista grunsemdanna. í krafti efans skaoar
hann umrót máli sínu til stuðnings. Hvaða
forréttindi hafa morðfræði stjórnmálanna
fram yfir hryðjuverk undirheimalýðsins?
Slík afstaða leitar svara, hún leitast við að
draga sannleikann fram í dagsljósið eins og
skemmda tönn, og þessi afstaða er í eðli sínu
ekki óskyld óheflaðri vanþóknun heimsstork-
arans sem situr úrræðalaus með tilfinningar
sínar yfir kaffibolla og lætur í ljós skoðun
sína: Ég ulla á draslið.
Af öllu þessu má álykta, að það er ekki
höfuðverkefni hans að vera dómari. Og því
síður gerir hann sér nokkrar vonir um, að
dómurinn sæki valdhafann heim eins og til-
viljun. Hver og einn dæmir sig sjálfur. Af
þeim sökum hafnar hann sæti dómarans en
vegur og metur brot heimshlutanna og íhug-
ar þá atburðatúlkun sem borin er á borð
hverju sinni. Hann áskilur sér rétt til þess
að móta afstöðu sína og samvizkan gerir
hann að frjálsum stjórnleysingja.
í dag horfir hann á ljósmynd af dauðu
barni. Menn berjast í þágu friðar og frelsis
og barn er drepið. Það er sagt að berjast í
þágu friðar og frelsis kosti fórnir. Hann
horfir á þessa Ijósmynd og hugsar um til-
ganginn. Menn segjast eiga hugsjónir og
þeir drepa börn. Annað veit hann ekki um
heiminn í dag.
Og spurningin vaknar. í þágu hvers er
þessi friður? Elli morðingjans? í þessu til-
viki hefur sú fullyrðing, að berjast í þágu
friðarins, eina skekkju (svo notað sé sjónar-
mið sögunnar þar sem mannvonzkan er
alltaf álitin vera skekkja). Skekkjan er fólg-
in í þsim hlut, að ekki er samtímis hægt að
hugsa sér framtíð, tala um frið og drepa
barn. Boðberi þessarar hugsjónar er stadd-
ur á rökfræðilegri blindgötu. f höndum hef-
ur hann engin óvefengjanleg sannindi sem
segja valdboðið ofbeldi, t. d. stríðsrekstur,
hafa gildi fyrir framtíðina. Fullyrðingin er
spámennska en ekki sannindi. Yfir mann-
eskjunni í dag hvílir skuggi þess veruleika
að eiga enga framtíð. Samt er látið í það
skína af arftökum Hitlers, að menn séu
drepnir í þágu friðar og framtíðar. Burtséð
frá þessu, gefur það auga leið, að ef einhver
getur drepið með góðum ásetningi, þá geta
allir það. Slík rökfræði er einmitt skuggi
þess veruleika sem maður á yfir höfði; sjálfa
sprengjuna. Dag eftir dag horfist valdhafinn
í augu við tilgangslaus morð, skipulagða
glæni gegn lífi mannkynsins. og alltaf þvær
hann hendur sínar í skióli spámennskunnar.
Undir veldissólinni hreinsar valdhafinn sjálf-
an sig af öllum glæpum. Valdhafinn drepur
og sprengjan talar.
Glæpur! Ég heyri fullyrðinguna bergmála
um þessar rústir. Hver er kominn til þess
að dæma mig. sjálfan valdhafann? Hvernig?
Fáránlegar ásakanir ná engum tökum á mér
af því að ég veit, að það sem máli skiptir
er að drepa á undan. Gerðirnar skrá þau
lög sem maður býr við. Það er sótzt eftir lífi
mínu með nákvæmlega sömu aðferðum og
ég beiti. Ég framleiði lík til þess að geta
lifað. Það, sem ég heyri kallað glæp, er
lögmál sögunnar.
Og rústirnar snúa að andstæðingi valds-
ins á alla vegu og það sem knýr þennan
vonlausa hrópanda til athafna eru atburðir
veruleikans, óskapnaðurinn frammi fyrir
augum hans. Sektin þjakar hann af því að
hann heldur sig geta breytt ástandinu. Hann
hefur þegar lagt líf sitt að veði eins og hann
52