Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 57

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 57
síðasta sumar óvirkrar mótstöðu. Nú var friður. Þeir slógu tjöldum annars staðar, þar sem þeir fengu leyfi. Hann stóð í útjaðri tjaldbúð- anna og ræddi við gamlingja, sem fengið hafði táragas á húðina. Það sveið og hann þorði ekki að raka sig. Hann var kvekari og kannaðisf við Svíþjóð. Á morgun höldum við áfram, sagði hann, þú getur verið með frá upphafi, þú ert líklega ekki hræddur? Nei, sagði hann, nei. Nei, hugsaði hann, nei, það er ég ekki, ég er ekki hræddur, en ég skamm- aðist mín ekkert, þegar ég kom of seint, heldur varð ég hamingjusamur. Ég er hér jú bara til þess að gegnumlýsa mína eigin afstöðu. Hann fann til mjúkrar, hæglátrar og rólegrar hamingju, hann var með, en tók ekki þátt, þetta var ágætt. Á morgun klukkan 9, sögðu þeir. Þeir snlktu far saman inní bæinn. Það tók tvo tíma, hann fór beint uppá hótelherbergið, rakaði sig og fór í bað, fór í hrein og svöl náttföt og lagði sig á rúmið. Eftir stundar- korn stóð hann upp og opnaði sjónvarpið. Fyrst kom auglýsingamynd um Tiger, leikdáta í fullum herklœðum með handvélbyssu, og hann líktist Gl Joe, öðrum leikdáta, sem hann hafði séð auglýstan áður. Myndin um Tiger var skemmtileg og dramatísk með hugvitsam- lega gerðum orustumyndum. Svo kom frétta- úfsending og svo meira af auglýsingum. Allt í einu kom fréttamynd frá göngunni. Hann sá ekki mikið, bara mikinn reyk og her- menn með gasgrímur, og nokkrir æptu og flýðu með hendurnar fyrir vitunum. Staðurinn hét Canon, það vissi hann. Svo kom auglýs- ingamynd um Millers bjór. Hann hafði smakk- að hann og horfði á með áhuga. Svo var það búið og þá kom sápuópera, hann lá á rúminu og horfði á prógrammið renna í gegn, og svo kom fréttasending á annarri rás, sem hann hafði stillt á. Það var smámynd frá göngunni. Hann sá ekki mikið, bara mikinn reyk og her- menn með gasgrímur fyrir vitunum, og nokkrir æptu og flýðu, og viðtal frá tjaldbúð- unum, sem hann hafði séð. Hann lá grafkjur 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.