Samvinnan - 01.10.1970, Side 60

Samvinnan - 01.10.1970, Side 60
bæinn voru þeir orðnir svo margir, að allar tilgátur voru út í loftið. Kannski voru það fjöru- tíu þúsundir, kannski hundraðogfimmtíu þús- undir. Hann hafði aldrei áður séð neitt' þessu líkt. Þetta var einsog draumur, draumur um frelsi, þátttöku, vald og réttlæti. Einsog hita- sóttardraumur: hann gekk og gekk, og svitinn rann niður andlit hans, sólin var beint upp- yfir, hvað erum við margir? hugsaði hann aftur og aftur, hvað erum við margir? Hvað er ég að gera hérna? Alltíeinu var hann kominn útá gangstétt- ina og horfði á, meðan gangan hélt áfram. Alltíeinu var hann ekki í göngunni, heldur utan hennar, einsog áhorfandi. Alltíeinu fann hann að hann hljóp til 'hliðar við hana, einsog blaða- maður eða útvarpsfréttamaður. Göturnar nægðu ekki lengur, mönnum var þrýst upp á gangstéttarnar, og þegar gangan kom upp á gangstétt'ina gerði hún innrás á svæðið hans, áhorfendasvæðið. Breiður, svartur, tillitslaus, lifandi flóki af mönnum, sem réðust inná hans svæði, kannski tuttugu hlið við hlið, þeir flæddu áfram á gangstéttum, hliðargötum, al- staðar, einsog syndaflóð í hreina, hvíta bæn- um, Jackson. Að síðustu stóð hann kjur. Það var ekki hitinn eða þreytan, ekki heldur þorsi'inn, því alstaðar meðfram göngunni höfðu verið gjaf- mildar hendur. Það var bara, að hann var loksins kominn útúr þvögunni. Kenndin frá því kvöldinu áður var horfin fyrir fullt og allt, og hann fann bæði til eftirsjár og léttis. Hann gekk rólega og kærulaus í átt að markinu, ráðhúsinu í Jackson með stórar grasflatir og trjáraðir og sjónvarpstökuvélar. Hann settist yzt' í grasið og horfði á. Rétt hjá honum stóð hópur af hvítum æsingamönnum, þeir æptu og öskruðu allan tímann meðan gangan flæddi inn, og brátt heyrði hann ekki lengur til þeirra, þótt hann heyrði í þeim. Umhverfis torgið stóðu þjóðvarðliðar. Þeir hljóta að hafa verið um þúsund, þeir voru með byssur og hjálma og stóðu með eins metra millibili umhverfis torgið. Sagt var, að þeir ættu að vernda göngu- menn fyrir utanaðkomandi árásum, en þeir sneru byssusl'ingjunum inn að hópnum. Þeir virtust rólegir, þar sem þeir voru svona margir og voru vopnaðir. Hérna, inní miðjum hringn- um, meðal þessara kannski sextíuþúsund sam- anþjöppuðu mótmælenda, hafði gífurlegri reiði verið þjappað saman, og ef hleypt yrði af einu byssuskoti spryngi allt samstundis: það var auðskilið. En þannig fór það ekki. Hann reyndi að komast að því, hvað það eiginlega var, sem nú var lokið fyrir honum, en hann gat það ekki. Þetta hlaut að hafa gerzt þarna niðurfrá, undir sólinni, sem lýsti beint niður, hlaut að hafa gerzt meðan hann stóð kjur og hafði uppgöivað að hann hafði eigin- lega allan tfmann staðið kjur og horft á. Hann hafði vitað þetta innst inni: Siðgæðiskennd hans var væmin, og hann valdi alltaf auð- veldustu leiðina: leikinn í stað aðgerðanna, tilfinninguna í stað staðreyndanna. Á allri sinni pólitísku ævi hafði hann dreymt um aðgerðir, sjálfsagðar og þýðingarmiklar aðgerðir. Og alla sína pólitísku ævi hafði hann leitað þess, sem gæti orðið honum einskonar fjarvistar- sönnun, veitt honum ró og öryggi. Þetta var ágæt kröfuganga. Hún myndi friða hann að minnsta kosti næstu tvö ár. Þeir voru að taia á meðan. Hann sat mestan part kjur, sat hreyfingarlaus, sá hvernig fund- inum lauk og fjöldinn leystist upp og torgið tæmdist og varðliðarnir voru leystir af verð- inum og hurfu. Það síðasta sem hvarf voru sjónvarpst'ökuvélarnar. Þær voru teknar niður og bornar til bílanna, leiðslurnar gerðar upp, og bílarnir hurfu og einhverjir byrjuðu að taka niður pallinn þar sem hljóðnemarnir höfðu verið. Þetta með sjónvarpið er dálítið merki- legt, hugsaði hann. Hvernig vinna þeir úr efn- inu? Hvernig verður sagt frá aðgerðunum? Hvaða rök verða notuð? Hvernig hefjast mót- mælaaðgerðir? Hvernig eru þær skipulagðar? Hvernig lítur mekanisminn bakvið pólitískar aðgerðir út? Að geta legið í legvatni og séð mekanism- ann samtímis, hugsaði hann. Að vera þátt- takandi og taka þó eftir staðreyndunum. Að yfirvinna ekki tilfinningar sínar, heldur þekk- ingarleysi sitt. Nú var komið að kvöldi, hann sá sólina ekki lengur og bráðum myndi dimma. Hann gekk eftir götunum, sem nú voru næstum mannlausar, fólkið hafði horfið einsog það hefði verið töfrað burt. Alstaðar voru auglýs- ingar, „Gerið Jackson að hreinum bæ“ og ruslakörfur við. Þetta var einsog í Svíþjóð. Hann gekk heim á hótelið, pakkaði niður og fór. Hann vissi ekki, hvað skyldi gera. Hann settist á gangstétt uppvið húsvegg og sat' þar, þangað til lögreglubíll kom að, og þeir spurðu, hvern fjandann hann væri að gera þarna. Þá stóð hann upp og hélt áfram. Við og við þutu opnir sportbílar framhjá, hlaðnir hvítu æsku- fólki, þeir veifuðu sambandsrikjafánanum, Suðurríkjafánanum, og æptu siguróp, ef þeir sáu svertingja. Á morgun var aftur þeirra dag- ur, þeir myndu örugglega hefna sín. í dag höfðu þeir snúið sér undan, meðan tilfinning- arnar fengu útrás. Nú var útrásinni lokið, negr- arnir skriðnir inn í holurnar sínar aftur, og þeir frjálslyndu farnir heim t'il draumaríkjanna í norðri. Á morgun var beimurinn aftur á þeirra valdi. Rökkrið var volgt og fallegt, hann var á ferð í kyrrlátum bæ, þögnin var einsog eftir mikið slys, hann hafði aldrei heyrt annað eins. Hann reyndi að hugsa skýrt, eða að minnsta kosti að hugsa eitthvað, en það gekk illa. Að síðustu gekk hann í átt til umferðarmiðstöðv- arinnar, hún var það eina sem eftir var. Hann œtlaði til baka. Tennessee, svo New York, síðan heim. Hann sat' á bekk fyrir framan stöðina og sá bílana aka framhjá, en hann var galtómur í höfðinu. Kannski er ég þreyttur, hugsaði hann silalega. En það eru ekki vonbrigðin. Ég hef ekki svikið neinn. Ég er einsog ég var áður. Ég er bara þreyttur. Ég er búinn að ganga lengi. Það var heitt. Þegar hann hafði drukkið þrjú glös af þess- um hreina, mjúka vökva, sem kallaður er viský, urðu iíkamarnir fyrir framan hann greinilegri og andlit þeirra harðari og áþreifanlegri. Þeir höfðu hætt að rökræða um gönguna, hann hafði engar röksemdir, og allt sem hann sagði virtist snúast í sjóðandi siðapredikanir. Og hann vildi ekki segja það þannig. Hann minnt- ist annarra mótmæla, sem hann hafði orðið vitni að, það var í New York fyrir rúmri viku. Það voru 4 piltar, sem komu niðrí miðbik Greenwich Village klukkan 5 daglega, reistu skilti sín og stóðu þarna á gangstéttinni í þrjá tíma. Þarna voru litlar brenndar brúður, þýð- ingar á Maó og Hó Tsjí Mín, úrklippur um stríðið og nokkur plaköt. Þeir komu daglega í þrjár vikur, eftir nokkrar mínútur safnaðist fólk í hóp utanum þá og hinar óumflýjanlegu rökræður hófust. Hann sá þetta allt nokkrum sinnum og það var alltaf eins. Fyrst rökræður, svo smáfusk, hótanir um að berja á fjórmenn- ingunum, einu sinni var einn þeirra sleginn niður, svo kom lögreglan, rökræður, yfirheyrsl- ur, útbýting dreifimiða, rökræður, lögreglan aftur, um áttaleytið tóku þeir saman og fóru heim. Hann stóð oft og horfði á og hann hugsaði: Ég hef eiginlega aldrei öfundað neina eins mikið og þessa hérna. Viðkvæmnin hefur ör- ugglega verið barin úr þeim á fyrstu þrem, fjórum vikunum, og nú er aðeins eftir ólýsan- leg hlutlægni. Hér stilla þeir sér upp og eru kallaðir geðveik rauð svín, og menn hæðast að þeim og gefa þeim á kjaftinn, og svo fara þeir heim og telja saman, hvað þeir hafa dreift mörgum blöðum. Og þó, hvernig gat hann verið alveg viss um að þeir hefðu meiri áhuga á staðreyndum en eigin tilfinningum? Af því þarasta. Og nú átti að þorða hérna í Oak Ridge og síðan rabba um annað og svo ætlaði hann heim: til hvers? Hvaða vandamála? Hvar átti hann að byrja? Hvar átti hann að byrja að greiða úr flækjunni? Ingrid kom út úr eldhús- inu með diska á bakka, hún var sænsk á svo umkomulausan hátt að hann varð ráðþrota: guð minn góður, hugsaði hann, ég er líklega svona líka, álíka umkomulaus, en þó klæddur þunnri slikju af eilítið meiri hæfni og greini- legri móralisma. En hvar átti hann að skera? í hvaða kýli? Hann var búinn að skera svo lengi í sín eigin ikýli, að sársaukinn var horf- inn og nautnin komin. Og nú? Það átti að borða úti á veröndinni. Hann gekk úf að handriðinu og horfði út í myrkrið. Þessi fjandans hiti, hugsaði hann. Hann gerir mig sljóan og óvissan og ég segi tóma vit- leysu. Hann stóð kjur og starði beint út í þrúg- andi myrkrið. Að baki honum blossaði logi, hann heyrði snarkið af kjötinu þegar það steiktist, brátt var allt tilbúið. Nú átti að borða og rabba vinalega saman, og smám saman, þegar dagarnir liðu, myndi hann gleyma þessu öllu, örin hverfa og hann öðlast að nýju öryggi sitt og tiltrú. Hann myndi fremur telja þessa villu sína áhugaverða en ógnvekjandi, og hvað eftir annað myndi hann draga úr þýðingu hennar með því að skilgreina hana. Hann var strax byrjaður: „Til er innsæi, sem er aðeins sjálfsmeðaumkun og sinnuleysi“, hugsaði hann, þetta var góð kennisetning, frábær. „Sinnuleysi sem hefst með of einstaklings- bundnu viðnámi hræðslu og utanveltu- stefnu ..Þetta var jafnvel betra, þótt utan- veltustefna væri nokkuð þungskilið orð. Samt' vissi hann, að kennisetningarnar gætu aldrei til fulls eytt þeirri mynd, sem lá dýpst í reynslu hans, og sem eftilvill myndi breyta honum sem pólitískri veru. Eldurinn að baki honum blossaði og brann, þögnin var djúp og þrúgandi, manneskja kom að baki honum og stillti sér upp hjá honum og handriðinu og horfði úti myrkrið. Hann stóð kjur og var hættur að skilgreina og hélt dauðahaldi í kenndina, sem nú myndi aldrei yfirgefa hann framar. Tíu dögum síðar var hann kominn heim. Hann byrjaði á bókasafni, plægði gegnum að- aldrætti sögunnar og sat svo fastur. Sérhver rannsókn á sér upphafspunkt; þetta er einn þeirra. Einskonar upphaf að rannsókninni á Balta-framsalinu. 4 58

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.