Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 63

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 63
6—8 grœnar eða svartar olíjur diU eða stcinsclja SÓSA: 2 msk vínedik 6 msk matarolía salt, pipar, paprika Þvoíð salatblöðin og raðið þeim í skál. Skerið kartöflumar í bita, tómatana og eggin í báta og olífurnar í þunnar sneiðar. Smækkið túnfiskinn og blandið síðan öllu saman í skálina. Hristið sósuna saman í hristiglasi og hellið yfir salatið, sem síðan er borið fram með ristuðu brauði og kryddaðri olíusósu (mayonaise). Kjúklingasalat 1 kjúklingur (um G00 g) 100 g reykt jlesk (bacon) 8 harðsoðin egg 200 g sveppir V2 agúrka 8 tómatar 1 lítil dós grœnn asparagus 1—2 salathöjuð SÓSA: V2 dl rauðvín IV2 dl maísolía salt, paprika, hvítlauksdujt Sjálfsagt er að nota afganga af soðnum eða steiktum kjúklingum í þetta salat séu þeir fyrir liendi. Steikið eða glóðarsteikið kjúklinginn. Kryddið hann með salti, pipar og rós- marin. Kælið og skerið í litla bita. Klippið flesksneiðarnar í hæfilega bita, steikið þá og látið á pappir, svo að fitan renni af. Hreinsið sveppina og skerið þá í fjóra hluta, agúrkuna í teninga en eggin og tómatana í báta. Blandið sósuna saman og liafið hana bragðsterka. Þvoið salatblöðin, þerrið og raðið í skál. Raðið því sem í salatið á að fara í skálina og hellið sósunni yfir. Berið salatið fram með ristuðu brauði. Hvítkálssalat með ananas 200 g hvítkál V2 dós ananas 100 g olíusósa (mayonaise) krydduð Skerið hvítkálið í mjóar lengjur eða rífið á grófu rifjárni. Hellið ananassafan- um yfir og lálið bíða í luktu iláti V>—1 klst. (Ath. að safinn sé ekki of mikill; þá verður salatið of þunnt). Blandið ananasbitunum og olíusósunni saman við. Salatið er borið fram með margskonar kjötréttum. Ávaxtakökur á kaffiborðið 125 g smjör eða smjörliki 3 dl (250 g) sykur 8 egg 5 dl (800 g) hveiti 2 tsk lyjtidujt 2 bananar 1 dl rjómi HLAVP: 1 dl ávaxtasafi IV2 blað matarlim Smyrjið hringmótið og stráið brauðmylsnu í það. Hrærið smjörlíkið lint og siðan með sykrinum þar til það er létt og ljóst. Hrærið eggjunum í, einu og einu í senn. Blandið sigtuðu hveiti og lyftidufti varlega saman við og siðan mörðum banönum og rjómanum. Hellið deiginu í mótið og bakið við um 170 gráður í um 45 mín. Kælið kökuna. Leggið matarlímið í bleyti, bræðið það og blandið saman við ávaxtasafann, t. d. appelsínu- eða sítrónusafa (djús). Raðið bananasneiðum ofan á kalda kökuna og hellið hlaupinu yfir þegar það er byrjað að stífna. Appelsínuterta 175 g hveiti IV2 tsk lyjtiduft saxaðar rúsínur og súkkat 2 egg 150 g sykur 75 g smjör eða smjörlíki 1 appelsína 2V2 dl rjómi (þeyttur) 2—3 mslc appelsínumarmelaði súkkulaðiplötur Sigtið hveitið og lyftiduftið. Bætið súkkati og rúsínum saman við. Hrærið smjörlíkið lint. Þeytið egg og sykur vel saman. Hrærið smjörlíkið smátt og smátt saman við og blandið hveitinu og appelsínunni varlega í. Bakið deigið í vel smurðu tertumóti í 25—30 min. við um 200 gráðu hita neðarlega í ofnin- um. Kælið kökuna og kljúfið hana. Blandið appelsínumarmelaðinu saman við þeytta rjómann. Leggið kökuna saman með helmingnum af rjómanum og látið hinn helminginn ofan á. Skreytið kökuna með appelsínuberki, sem skorinn er í mjóar ræmur, og súkkulaðiplötum. Eplaterta 150 g smjör eða smjörlíki i msk sykur 1 egg 1 eggjarauða 5 msk hveiti 5—6 matarepli 1 dl sykur % l vatn 3 eggjahvítur 6 msk sykur 15—20 möndlur Hrærið smjörlíki og sykur vel saman og eggjunum í, einu og einu í senn. Blandið sigtuðu hveitinu varlega saman við og bakið deigið í vel smurðu tertumóti eða móti sem þolir ofnhila. Hitinn er um 200 gráður en bökunar- tími um 25 mín. Ef kakan er bökuð í tertumóti er hún losuð úr mótinu og færð yfir á bökunarplötu eða stálfat. Flysjið eplin, skerið þau í tvennt og fjarlægið fræhúsin. Hálfsjóðið þau síðan í sykurvatninu. Kælið og raðið þeim yfir kökuna. Stífþeytið eggjahvíturnar, þeytið þær áfram með helmingnum af sykrinum og blandið því sem eflir er af sykrinum saman við með sleikju. Hyljið eplin með hvítunum og stráið möndlunum, sem áður eru skornar langs- um í 4—5 hluta, yfir. Bakið kökuna við um 180 gráðu liita í um 15—20 mín. Berið kökuna fram volga eða kalda með þeyttum rjóma eða ís. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.