Samvinnan - 01.10.1970, Page 65

Samvinnan - 01.10.1970, Page 65
NY SAMKEPPNI! HANDAVINNA HEIMILANNA HUGMYNDABANKINN Hugmyndabankinn efnir á ný til samkeppni um beztu tillögur að ýmsum handunnum vörum úr íslenzku ullarbandi og lopa frá Gefjun og a'ð margs konar föndurvörum úr íslenzkum loðgærum frá Iðunni á Akureyri. Verðlaun eru því veitt I tveim flokkum: 1. Prjónles og hekl. 2. Skinnavörur hverskonar úr langhærðum eða klipptum ioðgærum. 1. verðiaun í hvorri grein eru 15 þúsund krónur. 2. verðlaun kr. 10 þúsund. 3. verðlaun kr. 5 þúsund. Fimm aukaverðlaun kr. 1.000,00 i hvorri grein. Allt efni til keppninnar: garn, lopi og skinn margskonar, fæst í Gefjun Austurstræti en þar Iiggja einnig frammi nánari upplýsingar um keppnina, matsreglur dómnefndar o. fl., sem einnig er póstlagt eftir beiðni. Verð- launamunir og vinnulýsingar verða eign Hugmyndabankans til afnota end- urgjaldslaust, en vinna og efni verður greitt sérstaklega eftir mati dóm- nefndar. Áskilinn er réttur til sýningar á öllum keppnismunum í 3 mánuði eftir að úrslit eru birt. Keppnismuni skal senda með vinnulýsingu til Hugmyndabankans Gefjun, Austurstræti merkta númeri, en nafn höfundar með sama númeri skal fylgja í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 10. desember n. k. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands, Myndlistar- og handíðaskóla íslands og Hugmyndabankanum. Liggið ekki á liði ykkar. Leggið í Hugmyndabankann. GEFJUN AUSTURSTRÆTI 63

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.