Samvinnan - 01.04.1971, Side 3

Samvinnan - 01.04.1971, Side 3
Holti í Önundarfirði 28/3 1971. Herra ritstjóri! Ef ég ætti að frábiðja mér eitthvað af efni því, sem var í janúarhefti Samvinnunnar, þá væri það Rellurnar hans Flosa Ólafssonar. „Þykistu vera fyndinn?" segja krakkarnir hver vio ann- an, og það þykist Flosi vera þarna eins og í áramótaskaupi sjónvarpsins. En hér fer á sömu leið; fyndnin bliknar í öfgum og endileysum. Þar þýðir ekki að eltast við einstök orð, en meginvilla Flosa er sú, aö hann tekur undir þá villukenningu, að unglingarnir séu eitthvert sérstakt fólk og miðaldra fólk eitthvað allt annað. Síðan skjallar hann unglingana; þeir eru hið góða, elskulega, heiðar- lega og saklausa fólk, en við, eins^og hann segir, erum þeir, séín hafa lært að ljúga, svíkja, stela og drepa fólk. Þetta síð- asta held ég að Flosi hafi aldrei lært nema á leiksviðinu, og vegna atvinnu hans verður að fyrirgefa honum leikaraskap- inn. En ef hann gefur rétta lýsingu af sér og félögum sín- um á unglingsárunum, þá hafa þeir vafalítið verið síljúgandi og sjálfsagt stolið manndráps- fleytunum, sem þeir reru á út í Engey. Það vildi svo til, að sama daginn og ég las Rellurnar í Samvinnunni, komst Alþýðu- blaðið svo að orði, að innbrot og skemmdarverk unglinga á Reykjavíkursvæðinu væru dag- legir viðburðir. Flosa er vist ekki alveg ókunnugt um þetta, því að hann leggur ekki til að taka alla unglinga í dýrlinga- tölu, heldur segir hann: „flesta unglinga, sem ég hef hitt á undanförnum árum.“ — Þetta sýnir það, að vitleysan í Rell- unum er ekki takmarkalaus. Það er nefnilega enn í dag, eins og alltaf hefur verið, „mis- jafn sauður í mörgu fé.“ Þetta á jafnt við um fullorðið fólk og unglinga. Ég hef sjálfur gert þessa játningu: „Hvar sem ég gekk til húsa, hitti ég góða menn“. Þó veit ég — mest af afspurn — að annað er til. En það er rangt að láta heildina gjalda lítils minnihluta, hvort sem um er að ræða unglinga eða eldra fólk. Samt hefur meirihlutinn í þessu landi unnið illræðisverk. Hann hefur stiað unglingunum frá öðru fólki. Verulegur hluti af sýningum kvikmyndahús- anna er bannaður börnum og iðulega unglingum til 16 ára aldurs. Fjöldinn allur af skemmtisamkomum og veit- ingastöðum er lokaður ungling- um. Þar á eingöngu að vera fullorðið fólk. Nágranni minn spurði mig: „Hvað eru þeir að gera, sem unglingar mega ekki sjá eða vera við?“ Þessu er auðsvarað: Þeir eru að drekka vín. Áfengið veldur þessari lokun samkomusal- Ey&ir abeíns 81 itrum á íookm tí 1 jafnadar en vélin þó stærrí og hraftmeiri en nokhru sinni fyrr! Vauxhall Viva kemur nú á 13 tommu felgum. Övenju falleg og vönduð innrétting. Tvöfalt hemlakerfi. Frá- bærir aksturseiginleikar. Viva er framleidd af Öeneraí Motors, stærzta bíjgframleiðanda h.eims. Leitið nánari upplýsinga. Samband ísl. samvínnufélaga Véladeild Ármúla 3, Rvíh. sími 38QOO 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.