Samvinnan - 01.04.1971, Side 6
ATLÁS
Regent de luxe
einmitt handa yður!
NÓG PLÁSS — FROST - KULDl - SVALl.
360 lítra rými með valfrjálsri skiptingu milli
kulda og búrsvala, ásamt lokuðu frystihólfi af
réttri gerð fyrir pá, sem jafnframt eiga frysti.
INNRÉTTING I SÉRFLOKKI - með 6 færan-
legum draghillum úr ekta krómuðu stáli. Ávaxta-
skúffa. Grænmetisskúffa. 4 flöskuhillur. Smjör-
kúpa. Ostahólf. Stórar flöskur, könnur og fernur
rúmast vel.
ALSJÁLVIRK, KLUKKUSTÝRÐ ÞlÐING - ekki
einu sinni hnappur-og piðingarvatnið gufar upp.
GLÆSILEGUR - SÍGiLDUR - VANDAÐUR.
Látlaus formfegurð, samræmdir litir, bezta efni
og einstakur frágangur.
^ GOTT VERÐ - GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
i SÍMI 2 44 20 r i ó M SUÐURGÖTU 10
L : J
i
Ideai - £$tailáaad
HREINLÆTISTÆKI
eru frá heimsþekktum framleiðendum, sem reka verksmiðjur í Evrópu,
Norður- og Suður-Ameríku og víðar. Úrvalsvörur í mjög fjölbreyttu
úrvali. Baðherbergi frá STANDARD er á heimsmælikvarða.
j. ÞORLnKsson & noRDmnnn sími ii2so
BHI1KHSTRIETIII SKÚIHGÖTU 3D________
Samtíðarmaður Franklins,
sem var andvígur framförum,
spurði hann:
„Hvaða gagn er í þessum
nýja loftbelg?"
„Tja,“ svaraði Franklin,
„hvaða gagn er í nýfæddu
bami?“
Hér er aldrei þessu vant
skrýtla, sem ekki fjallar um
Franklin sjálfan, heldur um
álit „seinni tíma“ á honum:
Kennari sagði við litla skóla-
stúlku: „Farðu með stutt ævi-
ágrip Benjamins Franklins fyr-
ir mig.“
Litla stúlkan sagði: „Benja-
min Franklin fæddist í Boston.
Hann ferðaðist til Fíladelfíu.
Hann hitti konu, sem brosti til
hans. Hann kvæntist og upp-
götvaði rafmagnið."
Frans I (1494—1547), kon-
ungur Frakka frá 1515 til
dauðadags, var ákaflega kven-
hollur, en hafði einnig ríka til-
hneigingu til að bera sjálfan
sig saman við Alexander mikla,
þó hann ætti fátt af persónu-
einkennum hans.
Við hirðina sögðu menn
háðslega: „Alexander gamnaði
sér við konur, þegar hann hafði
engum skyldum að sinna.
Frans sinnir skyldum sínum,
þegar hann hefur engar konur
til að gamna sér við.“
Frans II (1768—1835), þýzk-
ur keisari 1792—1806 og erfða-
keisari Austurríkis frá 1804, var
gestgjafi „Vínarráðstefnunnar“
1814—15, sem gekk mjög hægt
og var keisaranum ákaflega
kostnaðarsöm.
„Ráðstefnan dansar, en
henni miðar ekki áfram,“ sögðu
menn. „Keisari Rússlands elsk-
ar fyrir alla, kóngur Prússlands
hugsar fyrir alla, kóngur Dan-
merkur talar fyrir alla, kóngur
Bæjaralands drekkur fyrir alla,
kóngur Wúrttembergs étur fyr-
ir alla — og keisari Austurríkis
borgar fvrir alla.“
Franz Joseph I (1830—
1916), keisari Austurríkis og
6