Samvinnan - 01.04.1971, Side 13

Samvinnan - 01.04.1971, Side 13
Andri ísaksson Ágúst H. Bjarnason Baldur Óskarsson Bjarni Bragi Jónsson Björn Stefánsson Geir Vilhjálmsson Helgi Sigvaldason Hildur Hákonardóttir Jónas Bjarnason Margrét Guðnadóttir Sigurður A. Magnússon Steingrímur Hermannsson Sveinn Björnsson Þorbjörn Broddason Persónulegir hagir þátttakenda árið 2000 Margrét: Ég verð dauð, því meðalaldur lækna er kring- um sextugt, en ég ætti að vera sjötug á því ári. Annars held ég að þetta þjóðfélag muni ekki breytast mjög mikið. Ágúst: Ég dreg í efa að breytingar á næstu 30 árum verði jafnmiklar og síðustu 30 ár, a. m. k. ekki í höfuðat- riðum, þó að mikið verði um einstakar minni breytingar. Ég held semsé að á líðan og daglegum störfum hvers einstaklings verði ekki veru- legar breytingar. Sennilega verð ég kennari við einhvern gagnfræðaskóla árið 2000 eða stunda meiraprófsakst- ur til að geta stundað það sem ég hef numið, grasa- fræði. Björn: Ég horfi kannski ekki björtum augum framtil ársins 2000. Ég er í vand- ræðum nú þegar að koma mér fyrir og vita hvað ég eigi að gera af mér. Verð væntanlega orðinn afi og kannski við kennslu. Sigurður: Verð sennilega kominn á eftirlaun hjá Sambandinu, margra barna afi og væntanlega langafi. Ég geri ráð fyrir gífurlegum breytingum og miklu örari en þær hafa verið síðustu 30 ár. Heimurinn verður al- gerlega óþekkjanlegur og ég verð algerlega utanvið hann. Þróunin verður svo ör, að menn á minum aldri geta ekki haldið sig á því and- lega plani sem nauðsynlegt er til að fylgjast með fram- vindunni. Ég trúi og vona að búið verði að umturna skólakerfinu. Ég geri ráð fyrir að öll okkar samskipti við umheiminn verði allt öðruvisi en nú er og efast um, að við verðum sjálfstæð þjóð í venjulegum skilningi. Hinsvegar verða samskipti okkar við aðrar þjóðir í alþjóðastofnunum miklu veigameiri þáttur í daglegu lífi okkar en við gerum okk- ur nokkra grein fyrir nú. Loks geri ég ráð fyrir mikl- um og tvísýnum átökum milli þróuðu og vanþróuðu landanna, sem framtíð okk- ar kann rnjög að velta á. Steingrímur: Ég verð 72 ára eða kominn undir græna torfu. Ef ég lifi, verð ég von- andi kominn á eftirlaun og get farið að stunda ýmislegt sem ég vanræki nú. Hins- vegar held ég að það sé langtum fróðlegra að sjá árið 2000 af sjónarhóli barna okkar sem þá verða á bezta aldri. Ég held að breyting- ar verði mjög miklar, þó ekki sé fyrir annað en það, að með svipuðum hagvexti og hingað til, 4,5—5% á ári að meðaltali, þýðir það tvö- földun á allri framleiðslu á 15 til 20 árum, og eitthvað hljóta menn að búa til. Ég álít einnig að verulegar breytingar verði á viðhorf- um manna til lífsins og lífs- gilda, leitað nýrra gilda og margt metið á annan veg en nú er. Ef til vill dregur úr kapphlaupi eftir efnalegum gæðum, og það gæti leitt til þess að ekki verði eins ör hagvaxtarþróun og annars yrði. Hildur: Mér finnst að næstu 30 árum hljóti fyrst og fremst að verða varið til að leysa öll þau vandamál sem hafa skapazt á liðnum ár- um. Eitt helzta vandamál kvenfólks er nú, að það er svo mikill ábyrgðarhluti að ala börn í þennan heim einsog hann er orðinn, afþvi við getum alls ekki verið viss um, að þessi börn muni nokkurntíma sjá sín börn. Jónas: Ég get mjög auðveld- lega ímyndað mér, að árið 2000 verði ég önnum kafinn við að rannsaka, hversvegna allur fiskur hvarf úr sjónum umhverfis ísland kringum árið 1990, og kannski mun- um við Ágúst og Björn bera saman bækur okkar um það, hversvegna gróður á íslandi hvarf að verulegu leyti og landið blés upp. Ég held að almenn lífsviðhorf árið 2000 verði mjög mótuð af tveimur valkostum: annað hvort verða menn óskaplega harð- brjósta eftir að vera búnir að horfa á eymd og grimmd heimsins i sjónvarpi í nokkra áratugi og lesa frá- sagnir dagblaðanna af stríðsæði og hörmungum, og þá verðum við búnir að girða ísland af, — eða við verðum komnir á hærra plan í mannlegum sam- skiptum með þjóðfélagslegri byltingu, þannig að við verð- um búnir að sætta okkur við ýmsar takmarkanir, til dæmis í sambandi við barn- eignir, olnbogarúm, frjáls- ræði og ýmislegt annað. Sveinn: Ég verð orðinn gam- all maður einsog fleiri, og þá mun lífsfyllingin kannski fremur miðast við fortíðina en framtíðina: þá von og ósk að hafa orðið til gagns fyrir samfélagið, og svo mun það miðast við eigin mat á því, hvernig tekizt hafi að skila því hlutverki að ala upp börn og gera úr þeim heilbrigða einstaklinga, sem eru sjálfum sér og þjóðfélag- inu verðmætir. Svo vonast ég eftir að hafa meiri tíma til að gera það sem mig langaði kannski til að gera en hafði ekki aðstöðu til fyrr en á efri árum. Sennilega verður vinnutiminn orðinn mun styttri en hann er nú, og þá geta menn í rikara mæli helgað sig eigin hugð- arefnum. Helgi: Ég er ekki viss um að maður kunni eins vel að meta það og sumir vilja halda fram að hafa tíma til að sinna sínum hugðarefn- um, þegar aldurinn færist yfir mann. Þá er maðurinn farinn að draga saman segl- in, og verður ekki tómarúm af þeim sökum? Þá á að lesa allar bækurnar sem ekki vannst tími til að komast yfir, en verður maður eins ánægður með það og við vonumst til? Maður verður áreiðanlega orðinn mjög í- haldssamur og finnst heim- urinn fara versnandi. Ég býst við geysilegum breyt- ingum á þjóðfélaginu. Svo á það án efa eftir að hafa mikil áhrif, hve mjög fólks- fjölgun hefur aukizt síðustu árin. Það mun móta bæði mitt líf og annarra árið 2000. Kannski verður svo komið, að við megum þakka fyrir að hafa rúm fyrir einbýlis- húsin okkar. Andri: Ég hef aldrei hugsað þetta mál útfrá mínum per- sónulegu högum. Ég hef að vísu alltaf gert ráð fyrir að ég yrði á lífi árið 2000, þó ég finni engin rök fyrir því, en ég býst við að búa hér á höfuðborgarsvæðinu, vera kominn með kúlu framaná magann og áhyggjur af hve mikið ég borða, hættur að fást við skólakerfið sem skrifstofumaður þá, en frek- ar farinn að kenna. Ég á von á því, satt að segja, að ég verði alls ekki orðinn í- haldssamari þá, heldur þvert á móti, og ég get ímyndað mér að ég mundi hafa fyrir tómstundaiðju til að vera skapandi, einsog fleiri hér vonast til að verða, að skrifa lélegar greinar i blöð þar sem ég hvetti til aukins umburðar- lyndis gagnvart öðrum þjóð- um. Baldur: Ég er ákaflega bjartsýnn. Ég held það verði mjög gaman árið 2000. Ég held að mitt líf verði líka mjög skemmtilegt. Ég ætla að reyna að vera sem frjáls- astur og fá að taka þátt í hlutum sem mig dreymir oft um, vera með öðru skemmti- legu fólki og aðallega vera til. Ég held að við munum skynja mjög vel eftir 30 ár lífsgildin sem við erum að 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.