Samvinnan - 01.04.1971, Page 15

Samvinnan - 01.04.1971, Page 15
í sambandi við umræðu Samvinnunnar um árið 2000 var efnt til samkeppni í auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands um kápumynd á þetta hefti. Keppendur voru ellefu nemendur deildarinnar, á myndinni frá vinstri: Ottó K. Ólafsson, Gerður Sigurlín Ragnarsdóttir, Edda Sigurðar- dóttir (3. verðlaun), Þórhildur Jónsdóttir, Lárus Blöndal, Anna Þóra Árnadóttir, Bernharð Steingrímsson (2. verðlaun), Ólöf Baldursdóttir (1. verð- laun), Ernst Backman, Bjarni Jónsson og Jóna Sigríður Þorleifsdóttir (3. verðlaun). stefnu í því, hvað hún vill gera og hvað hún getur gert. Og ég vil svolitið mótmæla þvi, að talað sé um fæðingarmynstur svona kuldalega, einsog þetta sé eitthvað sem sé hægt að setja upp í tölur og skýrslur, því þetta er ákaflega flókið mál og viðkvæmt þeim sem eiga í því og mótast af ákaflega mörgum þáttum í þjóðfélaginu. Þjóöarframleiðsla Steingrímur: Það er staðreynd, að þjóðarframleiðsla í vest- rænum löndum hefur farið vaxandi eins langt og við þekkjum aftur í tímann, og vaxtarhraðinn hefur orðið meiri á hverju nýju tímabili. Þá er fyrsta spurningin, hvort ástæða sé til að ætla að þetta snúist við núna. Við teljum okkur yfirleitt trú um, að við séum ávallt á öldutoppinum með allt, en ég held að með aukinni tækni og þekkingu verði hraðinn enn meiri. Nú er langtum skemmri tími frá upp- götvun til hagnýtingar en áður var. Til dæmis er sagt, að það þurfi 7% af tekjum iðnaðarins í heiminum til að snúa við mengunarþróuninni i hafinu, og ég held að sú krafa komi og að álagið á alla framleiðslu í sambandi við umhverfi og um- hverfisvernd vaxi, og það gæti ég trúað að leiddi til hægari þjóðarframleiðslu. Ég gæti hugsað mér svosem 3% árlegan meðalvaxtarhraða í þjóðar- framleiðslu til ársins 2000. Það mundi merkja sama og tvö- földun þjóðarframleiðslu á tæpum 30 árum. Bjarni Bragi: Ef við værum með 5% árlega aukningu eins- og verið hefur, mundi þjóðar- framleiðslan fjórfaldast framtil ársins 2000. Verði lögð kapps- full áherzla á hagvöxt og frið- samleg samskipti hagsmuna- hópa í þjóðfélaginu, á að vera hægt að halda áfram að auka framleiðsluna um 5% á ári, en ég tel alls ekki líklegt að svo verði. Hitt þykir mér senni- legra, að látið verði nægja, að framleiðnin aukist um 2—3% á einstakling. Með 2,3% aukn- ingu tvöfaldast framleiðslan og tekjur hvers einasta manns framtil ársins 2000. Verði svo 50% mannfjölgun í landinu, verður þreföldun á framleiðsi- unni. Þannig verður ljóst, að hagvaxtarkröfur samfara frjálslegri fólksfjölgun gera gífurlegar margfeldiskröfur á tiltölulega stuttum tíma til þess, sem náttúran þarf að skila inní framleiðslukerfið. Hugarflugsæfing Skrúfa — tölva — sprengja — tölvustýrðar verksmiðjur — likkista — alúmínlikkista — mengun — bylting sem miðar að því að brjóta upp malbikið og rækta þar kart- öflur — meiri frítimi — fá- breyttara líf — fjölbreyttara líf — gigt í handlegginn — frystivél — frjálsara líf — bann á listum — vefstólar — firring — geðveiki — LSD — styttri vinnutimi — lengri vinnutími og lægra kaup — vandamál tómstundaútfyll- ingar — útrýming hvíta- bjarna — lélegri skólar — meiri stéttaskipting — geir- bókin keypt á uppboði í London — létting erfiðis — flugbílar — fleyg reiðhjól — heyrnartæki og gleraugu fyrir alla — litlir flugvellir á húsþökum og einkaþyrl- ur — lesvél til að lesa bæk- ur — geysiskrautlegir eyrna- stopparar úr silfri til að úti- loka hávaða — gasgrímur — plasthiminn yfir Reykjavík — mötun upplýsinga til ein- staklingsins án milliliða — rusl — kommúnur — niður- felling fjölskyldulífs — plast — sameiginleg eldhús — vél sem vinnur úr rusladallin- um — barnagarðar í stað- inn fyrir bílastæði — minni bílar — reiðhjól — raf- magnsbílar — plastbilar — menn framleiddir i glösum — allir iðnaðarmenn í sömu grein bera sama nafn — út- rýming þyngdaraflsins — annar hver maður í heim- inum Kínverji — erfiðleikar fyrir almenning að vita hver tekur ákvarðanir — börn kennd við mæður sinar — sameiginleg ákvarðanatekt — vélheili fyrir alþingi með öllum velferðarkúrfum inn- byggðum — Morgunblaðið fer á hausinn (bjartsýnasta tillagan hingaðtil) — listir verða tiltækar yfirgnæfandi meirihluta fólks — Þjóðvilj- inn verður að Morgunblaði — Vísir verður gefinn út einusinni í viku — tæki- færi fyrir fólk til að hafa bein áhrif á opinberar á- kvarðanir — allir listamenn þjóðnýttir. Björn: Ég vil ekki segja hver þjóðarframleiðslan verður um næstu aldamót, en ég á von á því að þá verði alveg snúið við blaði í öllum efnahagsmálum, að þá verði Efnahags- og sam- vinnustofnunin í París eða hvaða nafni sem hún nefnist þá önnum kafin við að örva sem mest þjóðarframleiðslu með sem minnstri vöruneyzlu. Ljóst er orðið, að hagvöxtur er að meira eða minna leyti rán- yrkja, en við vitum ekki að hve 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.