Samvinnan - 01.04.1971, Síða 16

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 16
miklu leyti. Þegar ég var barn og unglingur, var okkur kennt, að fiskveiðar væru frumstæð- asti atvinnuvegurinn, því það væri bara að taka; landbúnað- ur væri næst, þvi þar væri lika lagt í jörðina; en iðnaður væri fullkomnastur, því þar væri allt búið til. Nú hefur þetta alveg snúizt við. Iðnaður er mesta rányrkjan, landbúnaður er nokkur rányrkja, fiskveiðar eru minnsta rányrkjan. Ég er ekki búinn að átta mig á þvi, hvaða efnahagsstefna verður uppi ár- ið 2000, en ég er á því að þá muni allt kollvarpast. Þjóðar- framleiðslan kann að verða talsvert meiri þá, en hvaða vandamál þá verður við að etja er meginspurningin. Jónas: Ég held að við verðum fyrst að sjá algera stefnubreyt- ingu í mörgum þróunaratriðum heimsins, að því er snertir fólksfjölgun, mengun og ýmis önnur einkenni — við verðum að sjá vendipúnkt. Ef við spá- um aukningu á öllum sviðum, þá sjáum við náttúrlega, að maðurinn kafnar senn hvað líður í eigin úrgangsefnum. Þessvegna er nauðsynlegt að beygja af. Þetta er ekki svo mikið vandamál i hinum vest- ræna heimi. Takmörkun fólks- fjölgunar er þegar orðin stað- reynd þar. En vandamálið liggur hjá öllum hinum þjóð- unum. Þó vestrænar þjóðir haldi því fram, að nú sé búið að menga heiminn nægilega mikið og reyni að stöðva þróunina eða snúa henni við með al- þjóðasamþykktum um úr- gangsefni og annað þvíumlikt, er hætt við að vanþróuðu lönd- in neiti að hlýða, einfaldlega vegna þess að þau ætli sér að iðnvæðast og komast á sama efnahagsstig og hinn vestræni heimur. Þetta höfum við til dæmis séð hjá Kínverjum í sambandi við kjarnorkuna: Þeir sprengja sínar sprengjur þó Rússar og Bandaríkjamenn komi sér saman um geislavarn- ir og þvíumlíkt. Ágúst: Reynsla undanfarinna ára sýnir að mengun eykst með aukinni neyzlu. Það sem okkur vantar tilfinnanlegast er raun- verulegar undirstöðurannsókn- ir, svo við vitum til hvers er hægt að nýta auðlindir okkar, og þar má til nefna þaravinnsl- una á Reykhólum. Enginn veit enn, að hve miklu leyti má nýta þarann þar, því allar undir- stöðurannsóknir vantar. Það hefur verið gengið of langt í eingöngu hagnýtum rannsókn- um hérlendis. Varðandi það hvernig gengið er á höfuðstól náttúrunnar, finnst mér mik- ilsvert að gera sér grein fyrir, hvernig nýta megi afurðir okk- ar betur; til dæmis er skyn- samlegra að setja fiskinn í svín en gúanó, og með því móti auka hagvöxtinn að einhverju leyti. Jónas: Að setja fiskinn i svín og gúanó er nákvæmlega það sama. Steingrímur: Mér finnst menn þurfa að gera sér grein fyrir því, að það verður breytt lífs- gildamat sem hægir á hagvext- inum, en ekki geta okkar, því við getum án efa aukið hann verulega, þó það sé kannski ekki ótakmarkað. Nýja matið breytir vitanlega þeirn kröfum sem við gerum til hagvaxtar. Bjarni Bragi: Þetta mat kemur i rauninni fram i hagvextinum líka, þvi hagvöxturinn verður með þeim hætti, að það verða stöðugar strúktúrbreytingar, og þjónustugreinar þar sem menn eru sífellt að dedúa hver við annan eru að verða æ gildari þáttur í hagkerfinu, og þær eru hluti af þeirri spá, sem gerð er um framvinduna. Það sem er alvarlegt er annarsvegar upp- þurrkun auðlinda, sem kunnur hagfræðingur, Kenneth Boul- ding, talaði um fyrir mörgum árum, en hann óttaðist að það yrði aldreifing (entropy) nýt- anlegra efna, og hinsvegar það, að iðnaðurinn, sem er afkasta- mikill við að skila af sér efn- um, sem hann þarf ekki að nota, valdi aldreifingu meng- unarefna. En hagvöxtur er i rauninni sama og vöxtur tekna. Og tekjur eru það sem menn fá nettó. í strangasta skilningi er Geir: Eigum við þá að reyna að draga upp tvær gagnstæðar myndir af framtíðarmöguleik- unum? Annarsvegar áfram- haldandi hagvöxtur, í líkingu við það sem verið hefur, en eitthvað hægari. Hinsvegar mjög róttæk breyting á öllum viðhorfum í sambandi við hag- vöxt með aukinni áherzlu á minni vöxt og betri nýtingu og aðlögun að lífrænni hringrás náttúrunnar. Ef við síðan snú- um okkur að samsetningu at- vinnuveganna árið 2000, hvern- ig verður hún orðin þá? Bjarni Bragi: Frumframleiðsla 10%, úrvinnslugreinar 45% og þj ónustugreinar 45% að mann- afla. Geir: Líkt og er í Bandaríkj- unum nú. Bjarni Bragi: Já, en þeir eru víst að þróast framyfir þetta með þjónustugreinar. Steingrímur: Þegar menn tala niðrandi um þjónustu, er rétt að gera sér grein fyrir því, að árið 2000 verður vinnutími skemmri og meira að segja sumir sem kjósa að vinna ekki, ekkert hreinar tekjur nema það sem menn fá með því að virkja sig inná náttúrustraumana, sem halda áfram með eilífri hringrás, en eyða ekki jarð- bundnu kapítali. Þó við séum komnir langt með möguleika sjávarútvegsins, þurfum við ekki að óttast að hagvaxtar- möguleikar okkar séu úr sög- unni. Það eru margir aðrir möguleikar. Björn: Það er einsog menn geri ráð fyrir minni áhuga á hagvexti þegar framí sækir. Ennþá hefur þess ekki gætt. Það er þvert á móti einsog það sé lögð stöðugt aukin áherzla á hagvöxt, eftir því sem hagvöxt- ur hefur staðið lengur. Það er jafnvel einsog mönnum létti, þegar því er haldið fram að maðurinn sé í raun og veru ómettanlegur. Ég held að vitn- eskjan um takmarkaða fram- leiðslugetu jarðarinnar muni frekar hafa áhrif í þessa átt, þ. e. minnka áhugann á aukinni vöruframleiðslu, en mannshug- sjónir mannúðarsálfræðinga skýri það mál lítið. en fá bara einhver lágmarks- laun, sem eru ákveðin til dæm- is með lögum, og allt þetta fólk þarf að gera eitthvað við sinn frítíma, það krefst aukinnar þjónustu. Sigurður: Við verðum lika að gera skarpan greinarmun á einkaþjónustu og samfélags- legri þjónustu. Það verður fé- lagslega þjónustan sem þarf að aukast og mun gera það, en þjónusta einkaneyzlunnar að sama skapi dragast saman. Hildur: Mér finnst ekki hafa komið fram, hvort okkar hag- vöxtur sé bundinn því sem kemur frá okkur sjálfum, og hvort hann er nauðsynlegur eða ekki. Sigurður: Eru 20 erlendar ál- bræðslur teknar með í þessa útreikninga? Bjarni Bragi: Það skiptir ekki öllu máli. Þegar talað er um hagvöxt, eru alltaf dregin frá erlend hráefni og önnur erlend aðföng, þannig að um er að ræða þann verðmætishluta sem við sköpum sjálfir. Hann getur kannski verið nokkuð stöðug Samsetning atvinnuveganna 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.