Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 20
Edda Sigurðardóttir: 3. verðlaun. byltingunni var hrundið af stað fyrir um tveimur öldum, þá hófst í rauninni óafturkall- anlegur ferill eða þróun. Hvernig var ákvörðun um þetta tekin? Hún var i rauninni alls ekki tekin. Þetta varð bara svona. Það byrjuðu einhverjir af eigin hvötum að puða við þessa vél og siðan aðra, og sið- an magnast þetta. Mannkynið eða þjóðfélagið hefur í raun- inni aldrei ákveðið, að það skyldi leggja út á þessa braut, þar sem treyst er á, að það hljóti um alla framtíð að vera til orkulindir og hráefni fyrir þessa gifurlegu vél, og að hún kaffæri ekki sjálfa sig. Við get- um haldið þessari hugsun á- fram og velt fyrir okkur þeim möguleika, að lif mannkynsins verði látið velta á því, að geng- ið sé á höfuðstól náttúrunnar í meira mæli en áður, og einmitt útfrá því sjónarmiði finnst mér hugmyndin um að fara að éta Sigurður: Hvað um tölvurnar og tækniþróunina, Helgi? Helgi: Hingaðtil hefur tækni- þróunin þrælkað okkur svolitið. Hún hefur skapað „konform- isma“, töluvert mikinn. Eitt það helzta sem ég sé i sam- bandi við rafreikna (ég nota það oi ð persónulega frekar en tölvur) er, að þeir geta loksins leyst okkur undan oki kon- formismans, sem er afleiðing vélvæðingarinnar. Fullkomnun oliuna, sem er höfuðstóll, vegna þess að við komum ekki öllu þessu fólki á hringrás náttúr- unnar, bera vitni hróplegu ábyrgðarleysi, ekki aðeins vegna þess að við þörfnumst olíunnar til annarra hluta, heldur einnig vegna þess að við erum að láta svo og svo mikið af fólki treysta á mat- vælalind sem ekki er varanleg. Steingrímur: Við megum ekki heldur gleyma því, að hægt verður að framleiða úr meng- uninni, úr úrgangsefnunum, mikil auðæfi, sem hingaðtil hefur verið fleygt. Bjarni Bragi: Spurningin er, hvenær slik vinnsla fer að borga sig. Við það verð, sem fæst fyrir slíkar afurðir á markaðnum, getum við bætt þjóðfélagslegu verði eða með öðrum orðum: við getum styrkt vinnslu úrgangsins. rafreikna getur orðið slik, að hægt verði að meðhöndla hvern einstakling einstaklingsbundið. Ég held að þetta sé eitt af því sem eigi eftir að skipta mjög miklu máli. Geir: Viltu útskýra svolítið nánar hvað þú átt við með því að meðhöndla hvern einstakl- ing einstaklingsbundið? Helgi: Hingaðtil höfum við kynnzt þvi, að það verður að meðhöndla alla skattreikninga, símareikninga og allt þesshátt- ar samkvæmt sama kerfi, og þá koma einatt út fáránlegustu hlutir. Menn eru fastbundnir í kerfi. Andri: Prókrústesarrúm. Helgi: En með stærri vélum og máttugri er möguleiki til að sinna þörfum hvers einstakl- ings. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta nákvæmlega. Bjami Bragi: Er það ekki mun- urinn á venjulegri dálkastat- istik og hinu að taka upp hvern einstakling til dæmis í skóla- statistíkinni þannig að hægt sé að gera upp allar hans breytistærðir á hvaða tíma sem er. Helgi: Til dæmis pínulítið dæmi. Hugsum okkur kennslu með aðstoð rafreikna. Þá getur hver nemandi setið og látið rafrefkninn svara. Slíka vél- kennslu má stilla á þann hraða sem hæfir hverjum einstökum nemanda. Andri: Hann stjórnar hraðan- um sjálfur og fær alltaf svar um það, hvort hann er á réttri leið eða ekki. Og svo heldur hann áfram. Sigurður: Vélin býður með öðr- um orðum uppá lífræna kennslu i stað þeirrar vélrænu kennslu sem nemendur fá nú hjá kennurum af holdi og blóði. Geir: En sérðu þann möguleika árið 2000, að þessar vélar verði orðnar það stórar og ódýrar, að fjölskylda geti keypt til dæmis kennslubox með viðtökutækj- um og skriftækjum; þ. e. a. s. einskonar símaklefa við sjálfa tölvuna sem tengdur verði símakerfi hvers heimilis, þann- ig að hver nemandi geti hve- nær sem er dagsins hringt í tölvunúmerið og fengið tíma i ensku eða náttúrufræði eða sálfræði eða hverju sem vera skal? Helgi: Ég held að á svotil öll- um heimilum árið 2000 verði einskonar viðbót við símtækið, sem við höfum núna. Þá höfum við lítið ritvélarborð, við höf- um sjónvarpsskerm, við getum fengið síðu á sjónvarpsskerm- inn úr hvaða alfræðibók eða fræðiriti sem okkur sýnist, þannig að við þurfum ekki að hlaupa á bókasöfnin og fletta upp í bókum. Steingrímur: Til fróðleiks má geta þess að í bókinni Svíþjóð árið 2000 er þvi spáð sem Helgi var að minnast á. Þar er gert ráð fyrir, að komið verði tölvu- borð í hvert hús, menn geti pantað sér kennslustundir og þeir geti meira að segja pantað vörur úr búð, því allar verzl- anir verði komnar i samband við ákveðna tölvu, og síðan verði tölvunni sagt að borga og hún geri það. Þeir segja reyndar meira, sem samræmist eftilvill ekki alveg auknu frelsi einstaklingsins, einsog að allir bankar verði komnir inná slíkt kerfi, svo ekki verði hægt að gefa út falskar ávísanir, og þá verður ekki heldur hægt að stela undan skatti. Allt verður reiknað út og borgað út með tölvum, segja Svíarnir. Þeir spá þvi jafnvel einnig, að til verði tölvumaður sem hafður verði í einum skápnum hjá húsmóður- inni. Hún geti stillt á ákveðið „prógram“, og þá gangi hann útúr skápnum, leggi á borð, taki síðan af því aftur, þvoi upp matarílát og borðbúnað, og gangi inní skápinn, þegar hann er búinn, og loki á eftir sér. Helgi: Ég hef nú ekki trú á, að þetta verði svona í framtíðinni. Steingrímur: Þeir segja að þetta verði unnt að gera, en eftilvill ekki gert. Sigurður: Hvað um pólitíska notkun á tölvum? Ég á við „Stóra bróður“ og allt það. Helgi: Já, þetta er mjög mikið vandamál í sambandi við einkalíf og vernd gegn ásókn umheimsins. Steingrímur: Það er einmitt það sem gagnrýnt er í sænsku bókinni. Helgi: Nú eru gerðar umfangs- miklar rannsóknir á þessu sviði í því skyni að finna leiðir til að læsa af eða vernda upplýs- ingar, sem komnar eru inná rafreikna, bæði hjá einstökum fjölskyldum og ekki síður hjá fyrirtækjum; ég á bæði við heimilisbókhald og almennt bókhald ásamt mörgu öðru. Ganga verður mjög vel frá því, að aðrir hafi ekki aðgang að slíkum upplýsingum. Þetta verður hægt að leysa. Bjarni Bragi: Hvað gerir tölvan þegar hún er búin að draga svo mikið af manni fyrir sköttum, að maður á ekki fyrir næstu máltíð? Lætur hún mann bara drepast? Sigurður: Þá kemur félags- málaráðherrann til skjalanna. Tölvurnar 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.