Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 21
Tölvur á íslandi Geir: Það sem ég vildi að við einbeittum okkur að er, hvaða áhrif þetta hefur á ísland. Verða risatölvur hér á íslandi? Verða „prógrömmin" á ís- lenzku? Eða kaupum við bara tíma frá Bandaríkjunum? Verður of kostnaðarsamt fyrir okkur að eiga eigin tölvur með eigin „prógrömmum" á ís- lenzku? Helgi: Það er útilokað annað en við eigum þetta sjálfir. Ég held að kostnaðurinn við fjar- skipti yrði það mikill, að við yrðum að hafa eigin tölvu — og það löngu fyrir árið 2000. Steingrímur: En ekki á öllum sviðum. Þá verða líka komnir gervihnettir og samband á milli landa langtum ódýrara og auð- veldara en nú er. Margrét: Við heyrðum það frá ráðuneytisstj óranum í mennta- málaráðuneytinu um daginn, að það tæki 12 ár að koma á nýju fræðslulögunum, svo mér finnst lítil von til að allt þetta verði komið í framkvæmd á næstu 30 árum. Helgi: Það sem ég var aðallega að tala um í sambandi við heimilin eru þessir svonefndu „upplýsingabankar“ eða nokk- urskonar alfræðisöfn. En svo eru margskonar önnur not sem hafa má af rafreiknum. Hugs- um okkur til dæmis kennslu í Geir: Má ég aðeins leiða um- ræðuna að líffræðilega þættin- um. Ég minnist þess að hér í fyrra eða hitteðfyrra kom til landsins indversk kona sem leysti furðulegar reiknings- þrautir, reiknaði í huganum með ótrúlegum hraða mjög flóknar tölur. Nú er vitað, að svona menn eru til víða um heim, menn sem hafa þennan reiknihæfileika frá náttúrunn- ar hendi. Spurningin er sú, hvort þessi vélræna tölvutækni sé ekki tiltölulega kostnaðar- söm miðað við það, að árang- ursríkari aðferðir fyndust til að efla náttúrlega hæfileika hins lífræna heila, hinnar lífrænu „tölvu“. Bjarni Bragi: Já, og að maður- inn geti þjálfað tækni til að tékka — sannprófa — tölvuna, reikningi, hún verður allt öðru- vísi en nú er. Það verður hægt að nota þessi tæki einsog venjulegar borðreiknivélar, bara stækkaðar margfaldlega. Við getum ímyndað okkur að börnin á heimilinu geti æft sig á þeim á ýmsum reiknings- dæmum. Björn: Heimili, hvað verður það? Helgi: Ég trúi ekki öðru en heimilið standist sem félagsleg eining. Hildur: Við getum ekki talað um heimilisþarfir, ef heimilið verður ekki til. Bjarni Bragi: Hingaðtil hefur mér fundizt tölvan vera tæki til firringar. Það byggist á þvi, að tölvur nota sérstakt tungu- mál, og til að setja efni yfirleitt í vélakerfi þarf töluvert ab- strakt hugsun, menn þurfa töluverða einbeitingu, menn þurfa að fara í ákveðna menn sem hafa einokun á sambönd- unum. Ég segi fyrir mig .... Steingrímur: Þú ert langt á eftir tímanum. Bjarni Bragi: Já, ég skal viður- kenna það, en það er þáttur í firringu. Firringartæki er með- al annars tæki sem er þannig sniðið að það gerir mann úr- eltan. svo hann viti hvort hún hafi rétt fyrir sér. Andri: Ég held það sé mikil- vægt vandamál sem er komið á dagskrá hér, og ég er á því, að einsog ástandið er núna sé nokkuð mikil hætta á ferðum, ekki sízt í vísindum, þar sem er þessi milliliður sem kominn er milli hins venjulega vísinda- manns í sinni grein og niður- stöðu hans. Það er ekki bara tölvan sjálf, heldur er það fyrst og fremst „matarinn", það er sko Helgi og þeir sem „pró- grammera“. Ég er mjög glaður yfir því, að Helgi skuli vera svona bjartsýnn um, að þessari firringu verði eytt, en ég held þetta sé mjög mikið vandamál. Ágúst: Nú hef ur maðurinn ekki tekið svo miklum breytingum, að minnstakosti ekki likamleg- um, frá því hann kom fyrst fram. Líkamleg þróun hefur orðið mjög lítil, starfsemi lík- amans hefur ekki breytzt að neinu verulegu leyti. Eru það ekki fyrst og fremst hendurnar sem hafa þjálfað heilann? Það sem við gerum mótar heilann. Öll þróun lífvera, hefur hún ekki stefnt að einföldun? Geir: Ekki sýnist mér það eiga við manninn, sem hefur mjög margbrotinn heila með 11—12 þúsund milljón taugafrumum. Bjarni Bragi: Þetta er rétti tíminn til að fara yfir í sjálf- virknina. Sjálfvirknin er að gera hluti ofureinfalda. Og ég held að eðlilegasta skrefið frá tali um tölvutækni sé yfir í sjálfvirknitækni. Margrét: Það er náttúrlega það umhverfi, sem einstaklingurinn elst upp í, sem fyrst og fremst verkar á heilafrumur hans. Þarna er mikið af móttækileg- um frumum fyrir hverskonar lærdóm, en þær eru bara ekki nýttar nema að litlu leyti. Þarna komum við að veiga- miklu atriði, og það er hvern- Andri: Ég er nú ekki eins vel að mér í þessari taugalífeðlis- fræði og Margrét og Geir eru sennilega, en mér skilst að þetta fari eftir því hversu stór hluti heilafrumanna er virkur. Og síðan er tímaþátturinn tek- inn með í reikninginn. Ég er al- veg sammála Margréti um, að það muni vera hægt að kenna börnum miklu meira meðan þau eru kornung, það er vitað með vissu. En ég er ekki alveg eins öruggur um, að rétt sé að gera það. ig við kennum, hvað það er sem við eyðum árunum í meðan barn er í skóla. Það er greini- lega auðveldast fyrir allar líf- verur að læra meðan þær eru ungar, og verður erfiðara og erfiðara með árunum. Hér á landi notum við þessa frum- bernsku ákaflega illa til náms. Það er einn gallinn í skólakerfi okkar, að þessi tími nýtist hverjum einstaklingi mjög illa. Þessvegna verðum við sljó og sein á fullorðinsaldri. Ég er handviss um, að það má kenna litlu barni miklu, miklu meira en gert er núna. Bjarni Bragi: Hvernig vita þessir nútímasálfræðingar, að einungis nokkur prósent af heilanum séu hagnýtt? Jógar og svoleiðis menn segja þetta sama. Sigurður: Níels Dungal hélt því fram að einungis 3% heilans væru hagnýtt enn sem komið er. Bjarni Bragi: Á hvaða rann- sóknum byggja þeir þetta? Hvaða þrugl er þetta? Þetta er óáþreifanlegra en hagfræðin. Margrét: Það sagði ég ekki heldur. Það er áreiðanlega mikið matsatriði. Andri: Það er nú þannig með ýmsar þjóðir og þarámeðal Bandaríkjamenn, sem mér hættir til að vitna nokkuð mik- ið í núna, afþví ég er nýlega kominn að vestan, þeir eru allt- af að hugsa um þetta. Til dæm- is er mjög þekktur sálfræðing- ur, sem Piaget heitir og er Svisslendingur, hann hefur gert mjög merkar rannsóknir og Líffræðilegi þátturinn m Ungbarnakennsla 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.