Samvinnan - 01.04.1971, Page 24

Samvinnan - 01.04.1971, Page 24
2 971 SAM VINNAN Þórhildur Jónsdóttir. kratinn sem stjórnar auohring og er ónæmur fyrir arðráni hans, þá má segj a að í rauninni séu slíkir menn ekki fyllilega ábyrgir gerða sinna, afþví þeir skynja ekki hvað þeir gera. Þá skortir meðvitund um það sem þeir eru að aðhafast. Bjarni Bragi: Þetta er i raun- inni það sama og ég var að segja, en með öðrum dæmum og kannski öðrum formerkjum. Ábyrgð ber semsé með sér að það sé gagnaðili eða einhver heild, sem eigi heimtingu á ákveðinni svörun við traustinu sem maður hefur vakið. Geir: Það er ekki hægt að bera ábyrgð á öðru en þvi sem mað- ur skynjar, sem maður veit af. Frysting manna Andri: Áður en við skiljum við liffræðina, langar mig til að spyrja Margréti, hvort farið verði að djúpfrysta menn árið 2000, þannig að þeir geti vakn- að upp aftur eftir svosem 500 ár? Margrét: Ég ætla að vona, að það verði ekki hægt. En það eru miklar tilraunir í gangi með djúpfrystingu. Það er hægt að halda sýklum lifandi á þennan hátt, og því kaldara sem er, því lengur lifa þeir sumir. Til dæmis lifa veirur lengst í 70 stiga kulda. Og það má náttúrlega hugsa sér að halda lífinu í einfaldri lífveru, ef við kæmumst niður á hæfi- iegt kuldastig, kannski svolítið fjölbreyttari lifveru en sýklum. En ég held að fjölfrumungar muni ekki þola frystingu. Andri: Er það útaf einhverri sprengistarfsemi í frumunum, þegar verið er að hita fjölfrum- unginn upp aftur? Margrét: Já, þá springa þær og eyðileggjast. Jónas: Eru það ekki aðal- lega ískristallarnir sjálfir, sem myndast í frumunum? Ef það tekur ákveðinn tíma fyrir frumu að frjósa, þá myndist of stórar ísnálar, sem skemmt geti strúktúr frumunnar. Þetta heyrir undir ákveðna vísinda- grein, sem kallast kríóbíólógía. Steingrímur: Það verður sem- sagt ekki farið að frysta menn árið 2000. Jónas: Það má heita svotil úti- lokað. Sigurður: Langar geimferðir eru þá öruggara ráð til að lengja lifið. Menn geta verið nokkur hundruð ár útí geimn- um og komið til baka aðeins fáum árum eldri. Bjarni Bragi: Þetta eru að vísu tæknileg vandamál, sem þið eruð að tala um, en þau varða ekki áhrif tækninnar á samfé- lagið. Ef þið færuð út á meðal fólksins og reynduð að athuga, hvaða áhrif tækniþróunin hef- ur á samfélagshætti, kjör og annað þessháttar, þá eru þetta ekki efni sem skipta máli. Áhrif tækni á mannlífið Margrét: Þið eruð alltaf að tala um heilbrigða einstaklinga. Það er aldrei talað um þau áhrif sem tækniþróunin hefur á geð- heilsu manna. Ég vil gjarnan að það komi hér fram, að 30 % af núlifandi einstaklingum á bezta aldri eigi á hættu geð- truflanir i einhverri mynd við þær aðstæður sem nú ríkja, og þá er ég ekki að draga upp neinar óraunverulegar fram- tíðarmyndir. Ég segi ekki þunga geðveiki, en einhver form geðveilu. Bjarni Bragi: Af völdum tækn- innar? Margrét: Af völdum þeirrar streitu, sem tæknin færir okk- ur, og þess daglega lífs að ganga eftir klukku, ganga allt- af jafnt og þétt, gera upp aft- ur og aftur það sama, komast ekki útúr vítahringnum. Jónas: Hversvegna þarf endi- lega að binda þetta við tækni, til að gera úr henni ljótt orð? Margrét: Ég er ekki að gera lit- ið úr tækninni. Þetta er bara staðreynd. Þessa staðreynd er að finna í læknisfræðibókum þegar í dag, og við vitum í raun og veru ekkert um, hvernig þessum málum muni reiða af. Það verður náttúrlega gert heilmikið til bóta á þessu tíma- bili. Jónas: Er ekki þetta ofnotkun á heilanum, ef ég má orða það svo, þegar verið er að skipu- leggja í Bandarikjunum hvern- ig á að fá börn til að læra og læra, innbyrða sem mest af upplýsingum á sem skemmst- um tíma, og þegar talað er um nýtni á heilanum? Enginn veit hvaða meðalaldur verður á þessu fólki, sem lendir í svona tilraunum. Við sjáum það ekki fyrr en árið 2000 eða seinna, hve þetta fólk lifir lengi. Hildur: Skilningur minn á tækni er i mörgum tilfellum sá, að tækni sé þvingun. Hún er þvingun, því hún knýr áfram æ hraðari feril með afli sínu, sem er í ósamræmi við við- bragðsgetu fólks, og af því staf- ar streitan. Margrét: Ég held þessi tækni- væðing sé mjög í andstöðu við líffræðina, ef á að halda sér við það. Ég held við séum fyrst og fremst náttúrufyrirbæri, og þarafleiðandi er ég ekki viss um að tæknin verði eftirsókn- arverð eftir 30 ár. Ég held að lífi okkar verði bezt borgið með því að við reynum að komast í sátt við náttúruna, lifa ein- földu lífi og hafa ekki meira í kringum okkur heldur en ná- kvæmlega það sem við þurfum til hnifs og skeiðar. Hvað sem tækniþróunarmenn segja um þetta, þá er ekki víst, að það sé okkur eiginlegt að ganga eft- ir þessu tannhjóli sem við göngum eftir. Jónas: Til þess þurfum við að fórna tveimur-þremur megin- atriðum, sem ég mundi álíta að væri höfuðuppistaðan í þessu lífsgildi, sem við segjumst hafa í dag. Margrét: Það eru nú skiptar skoðanir á því. Jónas: Ja, við skulum segja eðlilega fólksfjölgun, að menn geti átt börn hvenær sem þeim sýnist. Það ráðum við ekki við án tækninnar. Bjarni Bragi: Eða heilbrigðis- tæki. Þau eru árangur tækni- þróunarinnar. Margrét: Það má ekki líta á heilbrigðisþjónustu einsog ein- hverja viðgerðarstofnun fyrir bíla. Það er alls ekki hægt að líta á læknis- og heilbrigðis- þjónustu þannig. Þið eruð að tala um tæki, sem eru að vísu til. En það sem við verðum að stuðla að í heilbrigðisþjónustu er að koma í veg fyrir sjúk- dóma, koma í veg fyrir at- vinnusjúkdóma og sjúkdóma sem stafa af streitu, bæði lík- amlega og andlega. Sigurður: Þetta verður aðeins gert með hjálp tækninnar, er það ekki? Margrét: Ekki svo mikið með hjálp tækninnar. Það gerist með því að rannsaka fyrst og fremst, hvað það er sem veld- ur veikindunum, og síðan nema burt úr lífi okkar þá þætti, sem '24

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.