Samvinnan - 01.04.1971, Síða 27
ist hafa orðið mjög rýr hér suð-
vestanlands og reyndar líka á
Norðurlandi miðað við það sem
gerist austur á Fljótsdalshér-
aði.
Ágúst: Það hafa yfirleitt ekki
fundizt réttar tegundir. En
Jónas minntist á túndrulitinn
á landabréfum af íslandi. Hvað
er þá túndra? Það eru til marg-
ar skilgreiningar á því. Skóg-
laust land er túndra, segja
sumir. Sifreri er túndra, segja
aðrir. Sé seinni skilgreiningin
rétt, eru ekki eftir nema örfá
svæði hérlendis sem talizt geta
túndrur, og þau hafa farið
Geir: Hvað um eðlisbreytingar
á landbúnaðartækni? Hvernig
mundi landbúnaðarsambýli líta
út árið 2000? Verður farið að
rækta þörunga hér þá? Þeir
eru afskaplega kjarngóð og
næringarrík fæða. Mér skilst
að Bandaríkjamenn ætli að
nota þörunga í þessi lífkerfi
sem þeir hyggjast senda útí
geiminn.
Ágúst: Já, þörungarækt verður
mjög heppileg, þegar Orku-
stofnun er búin að setja hálft
ísland undir stöðuvatn.
Bjarni Bragi: Við verðum að
gera okkur grein fyrir því, að
um ófyrirsjáanlega framtíð
verðum við með sérstaklega
mikið af náttúru kringum
hvern einstakling, og af þeim
sökum verðum við tæplega for-
ustuþjóð í kerjaframleiðslu, ef
svo má orða það, eða tilrauna-
glasaframleiðslu. Okkar hlut-
verk verður miklu fremur að
örva sjálfa náttúruhringrásina
til örari afkasta. Þar held ég
að fiskrækt sé eitt helzta verk-
efnið.
Ágúst: Er ekki hugsanlegt að
árið 2000 verði hætt að nýta
afrétti, en allur búsmali gangi
á láglendi?
Sigurður: Á ræktuðu landi? Að
farið verði beinlínis að rækta
beitilönd fyrir bústofninn?
Hildur: Höfum við ekki alltaf
niðzt á landinu i íslandssög-
unni? Nú skilst mér að til
dæmis i Noregi sé bannað að
höggva niður tré án þess að
gróðursetja annað i staðinn.
En hefur það ekki ævinlega
verið þannig hér, að gengið
minnkandi síðustu 30 árin,
Þjórsárver og fleira t. d.
Geir: Mundirðu vilja spá ein-
hverju um skóga á íslandi ár-
ið 2000?
Ágúst: Nei, ég hef engar tölur
um það, en ég er sannfærður
um, að bændur á Fljótsdalshér-
aði standa mun betur að vígi
en aðrir bændur í landinu ár-
ið 2000.
Jónas: Vegna framleiðslu jóla-
trjáa?
Ágúst: Sú framleiðsla hefði
getað verið komin til sögunnar
fyrir löngu, ef gróðursett hefði
verið í því augnamiði.
hafi verið á fiskstofninn, geng-
ið á landgæðin og svo fram-
vegis? Hefur þessu raunveru-
lega nokkurntíma verið snúið
við?
Jónas: Það hefur verið stanz-
laus rányrkja.
Sigurður: Við lif ðum á mörkum
hungurdauðans framá þessa
öld, svo þjóðin hafði í rauninni
aldrei ráð á að snúa við eða
taka upp skynsamlegri búskap-
arhætti, og við það bættist
auðvitað fáfræði og dáðleysi.
Hildur: Þarf þá ekki óskaplega
rnikið félagslegt átak til að
snúa þessu við núna?
Steingrímur: Það er verið að
snúa þessu við. Skógræktin
hefur verið að því í nokkur ár.
Það hefur ekkert tré verið
höggvið nema annað væri
gróðursett í staðinn, en vitan-
lega erum við ekki búnir að
bæta fyrir allt skógarhögg fyrri
alda.
Bjarni Bragi: Hlutfallsleg á-
herzla á ræktun er allt önnur
nú en áður. Norðmenn eru
hinsvegar svo róttækir í sínum
viðhorfum, að þeir draga það
frá árlegum þjóðartekjum, ef
skógurinn er höggvinn meira
en hann vex jafnharðan.
Steingrímur: Já, og land-
græðslan er einnig tilraun til
að snúa þessu við.
Bjarni Bragi: Fiskstofnanna er
lika betur gætt núna.
Hildur: Nú þekki ég ekki inná
þetta, en hefur raunverulega
verið snúið við?
Steingrímur: Það er enginn
vafi, að í skógræktinni hefur
verið snúið við.
Sigurður: Hinsvegar heldur
landgræðslan ekki ennþá í við
uppblástur og landeyðingu.
Steingrímur: Ætli það sé ekki
komið nokkurnveginn i jafn-
vægi?
Hildur: En er ekki vert að velta
því fyrir sér, hvað þarf að gera
til að snúa þessari hugsun við
Bjarni Bragi: Ég mæli með
notkun verðkerfisins, en það
þykir sjálfsagt goðgá á þessum
vettvangi. Ég hef haldið því
fram, að virðing manna fyrir
samfélagseignum, hvort sem
er uppá fjöllum eða úti sjó, hafi
ekki verið nægilega mikil,
hvorki hér innanlands né af
hálfu annarra þjóða. Ein leið-
in til að bæta úr því er sú að
beita verðkerfinu og taka gjald
af beit, gjald sem siðar væri
varið til hinnar miklu dreif-
ingar gróðurs, sem hér hefur
verið stunduð að undanförnu
og er án efa afkastamesta á-
takið. Sömuleiðis mætti taka
afgjald af fiskimiðum landsins,
og í rauninni er tollakerfi ís-
lendinga, einsog það er skipu-
lagt, ekki annað en afgjald af
fiskimiðunum. Það er eitt
meiriháttar sjónarmið í sam-
bandi við EFTA og Efnahags-
bandalagið, að hvernig svo sem
við förum með tollana hvern
gagnvart öðrum, þá er þarna
um að ræða afgjald af fiski-
miðunum. Þetta helgast af því,
að auðlindir hafsins eru einu
auðlindirnar sem falla til i
nægilega miklu magni sem
hráefni til að skapa stórfram-
leiðslu. Það þarf ekki að eyða í
þetta ræktunarviðleitni, og
niðurstaðan er sú að við fram-
leiðum þarna með afköstum
sem eru á borð við grundvall-
ariðnað hjá öðrum þjóðum. Við
notum þetta ekki nema að
litlu leyti beint, en með því að
flytja það út og taka aðra vöru
inn í staðinn, þá er óbeinn
framleiðnimunur sá, að vör-
urnar sem við fáum fyrir sjáv-
arafurðirnar keppa við inn-
lenda framleiðslu svo auðveld-
lega, að við getum og beinlínis
verðum að leggja á þær tolla
til að vernda innlenda fram-
leiðslu. Þetta er þjóðararðurinn
af auðlindum hafsins. Það er
semsé sífellt ákveðin glíma um
hvort sjómennirnir, þeir sem
sækja þetta beint til hafsins,
eða samfélagsheildin eigiþenn-
an arð. Við höfum svo
skemmtilega samlíkingu úr
í höfðinu á okkur sjálfum? Það
sem fyrst og fremst þarf að
gerast er að breyta hugarfar-
inu.
Þorbjörn: Hver veit nema sá
háttur verði tekinn upp í fram-
tíðinni að menn skiptist á um
að fara útí sveit og njóta þess
að stunda landbúnað?
sögunni, þar sem voru silfur-
námur Aþenumanna, sem skil-
uðu miklum arði. Honum var
einfaldlega skipt þannig, að
frjálsbornir Aþeningar fengu
sinn skerf, hver fyrir sig, til
eigin neyzlu.
Hildur: Sagðirðu sjómennirnir
eða samfélagsheildin? Mér
finnst ég yfirleitt lesa það í
blöðunum, að spurnnigin sé,
hvort sjómennirnir eða útgerð-
armennirnir eigi heimtingu á
arðinum. Eru þá útgerðar-
mennirnir samfélagsheildin?
Bjarni Bragi: Já, útgerðar-
mennirnir eru í þessu tilfelli
þjóðin, vegna þess að þjóðin
þarf að sjá útgerðarmönnunum
fyrir einhverju lágmarki arðs
til að þeir geti rekið fyrirtækin.
Hildur: Af hverju á þá ekki
þjóðin sjálf skipin í stað út-
gerðarmannanna?
Bjarni Bragi: Vegna þess að
útgerðarmennirnir eru með
réttu eða röngu taldir vera
töluvert ábatavænlegar mjólk-
urkýr fyrir þjóðina, þannig að
við þurfum ekki öll að vera að
fást við þetta.
Margrét: Má ekki snúa þessu
við og segja, að þjóðin sé á-
batavænleg mjólkurkýr fyrir
útgerðarmennina?
Ágúst: Nú er vitað, að ein-
frumungar í vötnum, einsog til
dæmis svif, nýtast betur en
fjölfrumungar, vegna þess að
þeir eru fljótari að vaxa og
skila minnstum úrgangi. Þann-
ig mundi sennilega vera arð-
vænlegra að auka ræktun í
vatni en á þurru landi.
Jónas: Ég held að þorskurinn
verði héreftir sem hingaðtil
mikilvægasti fiskurinn fyrir
okkur íslendinga, en hér er
mjög mikil vá fyrir dyrum,
einsog Jón Jónsson hefur sýnt
framá. Allar tölur i sambandi
við þorskinn, t.d. að þvi er varð-
ar veiðar á togtima eða tiðni
hrygninga hjá hverjum þorski,
sýna óhugnanlega þróun. Til
Breytingar á
landbúnaðartækni
Sjávarútvegur
27