Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 34
Ernst
Backman.
reynd, og ég held að hún sé
skyld því sem Geir vitnaði í frá
Maslow, þessari sköpunar- og
vaxtarþörf, þessari þörf fyrir
sjálfkvæmni. Ég held að sú
þörf muni verða mjög rík árið
2000 og að þá verði gerðar mikl-
ar kröfur til að hægt verði að
fullnægja henni. En ég held
það verði frekar í mynd fagur-
fræðilegra iðkana af ýmsu tagi
en i þeirri mynd sem Bjarni
Bragi minntist á. En vitanlega
er ekki hægt að ræða slíka hluti
röklega.
Bjarni Bragi: Það stangast ekki
á, held ég. Öll fjölskyldan í
listaskóla, það er nútímatil-
hneigingin.
Þátttaka
Ágúst: Það sem ég tel að muni
móta allmikið viðhorf manns-
ins til heildarinnar árið 2000
er, hvernig hver einstaklingur
fái að vinna að þeim verkefn-
um sem þjóðfélagið starfar að
sem heild, hvað hann fær að
vera mikill þátttakandi sjálfur.
Þar er mér efst í huga þetta
svokallaða atvinnulýðræði, sem
veitir mönnum mun meiri ítök
i þeim stofnunum sem þeir
vinna við. Það verði ekki
forstjóri í leðurstól sem einn
tekur allar ákvarðanir. Hvort
þetta verður í höndum sér-
stakra hópa, sem vinna að
þessu, eða í höndum þjóðfé-
lagsins, læt ég ósagt. Ég held
semsagt, að það muni mest
móta viðhorf hvers einstakl-
ings, með hvaða hætti hann
fær að taka þátt i verð-
mætasköpuninni. Steingrímur
minntist á, að menn fengju ef-
tilvill að vera atvinnulausir að
eigin vild. Ég leyfi mér að efa
það stórlega. Margrét minntist
á, að þróunin til þessa hefði
verið sú að gera einstaklingana
æ sérhæfðari, en Bjarni Bragi
var á gagnstæðri skoðun. Ég
held að við verðum með ein-
hverjum ráðum að koma í veg
fyrir, að stefnt verði til of mik-
illar sérhæfingar. í sambandi
við trúmálin held ég að kirkj-
an sé í eðli sínu íhaldssöm og
eigi að vera það. Það tekur
hana kannski hundrað ár að
aðlagast þjóðfélagsþróuninni.
Geir: Verður hún þá ekki úr
sögunni um aldamót?
Sigurður: Ætli kaþólsku prest-
arnir í Suður-Ameríku, sem
berjast með skæruliðum þar,
mundu skrifa undir þetta? Það
er líka til eitthvað sem heitir
stríðandi kirkja, vona ég.
Ágúst: Mótmælendur eru að
minnstakosti íhaldssamir. Við
vitum að upphaf náttúruvís-
indanna má rekja til trúar-
bragða: Mönnum var sagt að
fara útí náttúruna og skoða
það sem guð hefði skapað. Það
var það sem vakti áhuga þeirra
á náttúrunni. Og Bjarni Bragi
var einmitt að tala um að menn
færu aftur að leita guðs útí
náttúrunni.
Þorbjorn: Þrounin virðist vera
sú, að þáttur kirkjunnar í lífi
fólks fari hraðminnkandi. Ef
trú á eftir að verða rikur þátt-
ur i lífi fslendinga eftir 30 ár,
þá held ég það verði í eitthvað
nýrri mynd og í talsvert öðr-
um skilningi en við eigum að
venjast. Hinsvegar held ég að
samkennd og náttúruást geti
verið mjög rikur þáttur i lífi
manna, hvort sem trúin verður
samfara honum eða ekki.
Helgi: Ef við litum 30 ár aftur
í tímann, getum við aðeins bor-
ið saman hvað fjölbreytni val-
kostanna fyrir hvern einstakl-
ing hefur aukizt. Hve mikið á
hún eftir að aukast á næstu 30
árum? Og að hve miklu leyti
munu auknir valkostir víkka
lifsfyllingu einstaklingsins?
Hér er vissulega um að ræða
áhrif tækninnar, og þau eru
enganveginn lítilsverð. En það
var lika annað atriði sem ég
ætlaði að nefna: Ég hef mestar
áhyggjur af því, hvað verður
um hópinn sem á erfitt með að
læra. Hvað getum við gert fyrir
þann hóp, sem hefur takmark-
aða hæfileika til að læra, í
samfélagi framtíðarinnar, þeg-
ar lærdómurinn verður for-
senda valfrelsisins?
Um sálfræðinga
Björn: Hér skiptast menn
nokkuð eftir því, hvort þeir eru
bjartsýnir eða svartsýnir. í
skýringum við markmiðsgrein
grunnskólafrumvarpsins er að
því er mér finnst skemmtileg
setning um þetta. Þar segir að
skólinn eigi að efla tengsl nem-
enda við fortíðina, kenna þeim
raunsætt mat á nútíðinni og
jákvætt og heilbrigt mat á
framtíðinni. Þetta er kannski
ekki alveg orðrétt. Þarna finnst
mér mjög athyglisvert, að
menn eigi að vera raunsæir á
nútíðina og samtíðina, en
bjartsýnir fyrir alla muni á
framtíðina.
Andri: Nema hvað?
Björn: Menn eiga semsagt ekki
að vera raunsæir á framtíðina?
Andri: Þetta er bara tvenns-
konar skilningur á orðinu
„raunsær". Við hvaða „raun“
á 7 til 16 ára nemandi að miða
framtíðina? Það er bara skiln-
ingurinn á því orði sem um er
að ræða. Þetta er bara seman-
tískur misskilningur eða rétt-
ara sagt misræmi í semantískri
notkun málsins.
Ágúst: Er ekki hætta á, að
lenging skólaskyldunnar sé
einungis stöðutákn? Að við
getum slegið okkur uppá því
gagnvart útlendingum, að
skólaskylda á fslandi sé þetta
mörg ár?
Andri: Auðvitað er hætta á því.
Það er hætta á neikvæðum
fylgikvillum við allar breyting-
ar. Það er bara hætta sem
menn verða að taka, ef þeir
telja að kostirnir yfirgnæfi
hana.
Ágúst: En erum við ekki alltaf
að hengja öll framtiðarvanda-
mál á sálfræðinga, þannig að
við notum þá einsog herðatré?
Þeir eiga að leysa þetta og hitt,
en er þetta nokkur varanleg
lausn?
Bjarni Bragi: Hagfræðingarn-
ir mega þá vera lausir?
Ágúst: Ég hef tekið eftir því
hér í umræðunum, að við-
kvæðið er sífellt: „Þetta er
verkefni sálfræðinga". „Þetta
eiga sálfræðingarnir að gera“.
Er þetta raunhæft?
Andri: Ég ætla að byrja á því
að svara þessu með gálgafugla-
tali og þá er ég ekki að gagn-
rýna þig, heldur frekar að tala
um þetta í gríni. Sko, þetta
finnst mér vera athugasemd
sem sprottin er af ofsóknaræði
eða paranoíu, vegna þess að
sálfræðingar hafa verið nefnd-
ir hér i umræðunum tvisvar
eða þrisvar, og að því er mér
fannst einungis þegar við átti.
En sennilega er búið að tala
svona 40 sinnum um hagfræð-
inga og liklega 15 sinnum eða
svo um náttúrufræðinga, ég á
við bæði í gær og í dag. Nú er
þetta sennilega rangt hjá mér
og mætti fá úr því skorið á
segulbandinu, og þá er ég bara
haldinn paranoiu i aðra átt.
Mér finnst þetta vera afskap-
lega fáránlegt, en hinsvegar er
nýbúið að skrifa um þetta
feikilegan langhund í blöð, og
þar segir meðal annars, að
þessir menn, íslenzkir sálfræð-
ingar, hafi búið til unglinga-
vandamálið á íslandi. Við erum
16 talsins, þessir vesalingar.
Afköstin á mann eru kvartþús-
und mannskemmingar á ung-
mennum á ári. Án þess að ég sé
að fjalla um geðheilsu þina eða
Skúla Ben., þá finnst mér þetta
bera vott um paranoíu.
34