Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 39

Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 39
endi með ósköpum, ef ekki er sveigt inná hófsamlegri braut- ir. Þessvegna tel ég algert á- byrgðarleysi af hendi póli- tískra afla að stuðla gagnrýn- islaust að allsherjargagnrýni á öllu sem gert hefur verið hing- aðtil. Ég fæ ekki betur séð, og vona að Andri sé mér sammála, en að í skólakerfi okkar sé að breiðast út félagsleg og mann- fræðileg ragmennska gagnvart þessum öflum. Þessvegna held ég að menn einsog Andri hafi geysilegu ábyrgðarhlutverki að gegna. Sigurður: Við erum öll ávext- ir frönsku byltingarinnar. Ef þessi sjónarmið hefðu orðið ofaná á timum hennar, værum við enn á stigi lénsskipulagsins og þyrftum sennilega ekki að hafa neinar áhyggjur af árinu 2000. Bjarni Bragi: Það hefði orðið miklu farsælli þróun, ef ekki hefði orðið frönsk bylting. Skólakerfið sem fjölmiðill Andri: Aðeins örfá orð um skólakerfið sem fjölmiðil. Ef við litum á það sem fjölmiðil, þá fer náttúrlega íhaldssemi þess fjölmiðils eftir kennurum, og sálfræðilegar og félagssál- fræðilegar rannsóknir á kenn- urum og viðhorfum þeirra er- lendis benda til þess, að þeir séu þjóðfélagslega ihaldssamir, sem þarf ekki að þýða að þeir séu flokkspólitískt íhaldssam- ir. Þetta hefur ekki verið rann- sakað hér, en ég held að gera megi ráð fyrir svipuðum nið- urstöðum hérlendis, að kenn- arar séu semsagt samfélagslega fremur íhaldssamt afl, en það þarf ekki að merkja að þeir séu flokkspólitískt íhaldssamir samkvæmt litrófinu einsog það er venjulega skilgreint hér. — Ég held að árekstrar í skóla- kerfinu i samræmi við grein þýzka eðlisfræðingsins í síð- asta hefti Samvinnunnar séu hugsanlegir, en það fer áreið- anlega mikið eftir því, að hvaða marki skólakerfinu tekst að námsaðgreina í samræmi við einstaklingseðli nemendanna. Það velti semsagt mjög mikið á sjálfri framkvæmdinni. Það er líka mitt svar við því sem Jónas sagði, að ég held að stjórnendur skólakerfisins eigi ekki að vera einsog ríkisstjórn- ir hafa verið hér á íslandi; þær hafa alltaf verið tiltölulega aflvana pólitískt séð og átt erf- itt með að verja sig fyrir hags- munahópum yfirleitt. Ég býst við að þetta hafi verið það sem Bjarni átti við, og ég er nokkuð sammála því. Ég held að stjórnendur skólamála, skóla- stjórar og fræðslumálastjórn og aðrir slíkir, eigi ekki að dansa þannig. En það má ekki verða nein afsökun fyrir því að neita að viðurkenna ein- staklingseðlið. Andri og Siguröur. Spár og útópíur (Hugarflugsæfing) Tilraunaframleiðsla á hálfmanni og hálfapa — For- sjónin tekur í taumana og refsar mannkyninu með ægilegum hætti fyrir árið 2000, en síðan verður byrjað aftur með kjarnann úr því sem mannkynið hefur lært í þúsundir ára — Gereyðing er hugsanleg, en hefur ekki verið nefnd hér, sennilega vegna þess að stjórn- endurnir hafa gefið sér að hún yrði ekki — Styrjöld á heimsmælikvarða er í öllu falli sennileg — Það er nokkurnveginn öruggt að þeir sem nú sitja í ráðherra- stólum á íslandi hljóti að verða farnir úr þeim árið 2000 — Ferðamannastraumurinn hingað hefur meiri áhrif á okkur næstu 30 ár en nokkuð annað; þá verða komnir stöðumælar á Hveravöllum og maður fær að horfa á hverina þar í kortér fyrir 100 krónur; svo verða komnar rúllutröppur uppá Esju, og á veturna verða svo öðruhverju auglýsingar í útvarpinu: Reyk- víkingar, tröppurnar uppá Esju verða ekki mokaðar í dag — Innflutningur á erlendum aðiljum verður í algleymingi, þannig að við fáum á engan hátt hamlað gegn erlendum áhrifum — Árið 2000 verður hægt að taka drauma uppá segulband — Það verður búið að reisa plasthimin yfir Esjuna svo ekki þarf að moka rúllutröppurnar — Árið 2000 samanstendur hver ein- asta íslenzk fjölskylda af eiginmanni, eiginkonu, einu barni og einum erlendum þjóðfræðingi — Árið 2000 verður búið að leggja karlmenn niður, því þeir verða orðnir jafnóþarfir og karldýr hjá sumum fuglateg- undum — Þá þykir jafnmikill sóðaskapur að hafa bíla akandi alstaðar á milli húsa einsog það þykir nú að kasta rusli útá götu — Þá verður bannað að nota harða skó — Náttúrunni verður stjórnað, ekki endilega veðri, en allavega gróðurfari — Um aldamótin fær enginn að deyja drottni sínum í ró og næði, heldur verða kíne- bíótísk slagsmál um hvern deyjandi mann á allskonar stofnunum sem búta okkur í þúsund hluta — Fái hag- fræðingar að ráða munum við deyja drottni okkar töluvert fyrir árið 2000 — Fyrir árið 2000 verður komið í ljós að skólakerfið leggur fjórum til fimm sinnum meira ok á börn að hlýða klukku heldur en venjulegt fullorðið fólk verður að þola — Árið 2000 verður sál- fræði orðin gamaldags, en í staðinn komin sálarverk- fræði — Árið 2000 verða félagsfræðingar búnir að þoka hagfræðingum úr æðsta áhrifasætinu — Þeir eru þegar búnir að því: Jóhannes Nordal er félagsfræðingur — Árið 2000 verður kominn til skjalanna fjölmiðill sem miðlar hugsunum og áhrifum beint, án þess menn þurfi að sjá þær eða heyra — Árið 2000 verður komin þróunaráætlun fyrir alheiminn í einhverjum víðari skilningi — Kosmísk vitund verður orðin háþróuð — Þá verður farið að smækka manninn svo allir rúmist á jörðinni — Þá verður búið að koma upp „kosmóráði" fyrir alheiminn — Þá verða maurarnir búnir að taka völdin í heiminum — í menntaskóla lærðum við að það yrðu rotturnar sem útrýmdu manninum og tækju völdin — Búið verður að uppgötva líf á öðrum stjörn- um, til dæmis Júpíter — Þá verða komnir sjónvarps- þættir um það, að maður eigi ekki í eilífum styrjöldum við geimverur, heldur getum við heilsað þeim vinsam- lega — Hálendi íslands verður orðið eitt stórt stöðu- vatn þar sem erlendum ferðamönnum verður séð fyrir skemmtibátum og íslenzkir göngugarpar ganga á Arn- arfell hið mikla — Komin verða til sögunnar tæki sem minnka aðdráttarafl jarðar — Þá verður farið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.