Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 54
Einar Lyngar: OLÍUAUÐUR Efnahagsástandið verður stöðugt betra í litla furstadæminu Kúwait fyrir botni Persaflóa, og þeir sem vilja heimsækja landið þurfa að vera æ betur fjáðir. Olían streymir sífellt yfir eyðimörkina, og bil- arnir sem þjóta eftir þráðbeinum og silki- mjúkum vegum fá æ meira straumlínu- snið. Einsog stendur er Kúwaít annað auðugasta land heims. Aðeins Banda- ríkin standa þvi framar samkvæmt efna- hagsskýrslum, en sumir segja að það sé tímaspursmál hvenær Kúwaít litla fari framúr þeim. Á þeim áratug sem liðinn er, síðan menn komust að raun um að þessi litla eyðimerkurræma hafði annað að geyma en úlfalda og útlæga bedúína, hefur vestræn siðmenning farið hamför- um um landið með svo snöggum hætti, að menn þurfa ekki að undrast þó þeir sjái geitur á svölum nýtízkulegustu húsa eða komist að raun um að eigendur slikra húsa noti eldavélarnar fyrir klakstöðvar varphænsna. Sú saga er jafnvel sögð frá fyrstu árunum eftir að olían birtist, að þá hafi landsmenn alls ekki vitað hvað pen- ingar voru. Þegar þeir keyptu dollaragrín, sem síðan stöðvaðist af bensínleysi, þá fóru þeir bara og keyptu sér nýja kerru. Núorðið skilja menn ekki bílinn eftir, þegar hann verður bensínlaus. Bensin fæst keypt um alla höfuðborgina, Kúwa- it-borg, á 30 krónur lítrinn. Höfuðborgin er nokkurskonar húsa- gerðarsýning. Ein byggingin er annarri fínni, og línurnar gera okkur Norður- landamenn alveg orðlausa. í Kúwait gef- ur að líta svo að segja hvaða gerð húsa sem vera skal. Mörg einkahúsin kosta margar milljónir, og þar við bætist svo eins mikill iburður og munaður og nokkur kostur er á. Saga er sögð af sjeik nokkr- um sem lét reisa draumahús handa ást- mey sinni, og kostaði það einar litlar 60 milljónir króna. Þegar stúlkan vildi ekki vera ástmey hans lengur, gaf sjeikinn rikinu húsið, og nú er það notað til að hýsa opinbera gesti. Slikt gistihús ætti að vera samboðið hvaða gesti sem að garði ber. Endaþótt Kúwaít-borg baði sig í ljósa- dýrð neon-auglýsinga á kvöldin og sé lýst upp einsog paradísarborg, er því ekki að neita, að hún er hundleiðinleg. Fyrir Evrópumenn eru bara tveir veitingastaðir þar sem hægt er að dansa, en það er í lúxushótelunum Sheraton og Hilton. Þar- til árið 1969 var vestrænn dans bannaður í Kúwaít, en nú eru dansaðir þar allir dansar einsog i Reykjavík. Hinsvegar eru hafðar nánar gætur á siðferðinu. Séu mönnum send fréttarit frá öðrum lönd- um, eru rifnar úr þeim allar blaðsíður sem hafa að geyma myndir af hálfnöktu eða berstrípuðu kvenfólki. Enginn má sjá mynd af nöktum kvenmanni. Þráttfyrir öra þróun siðustu tíu ára, er hið gamla og hefðbundna siðferði lífseigt, og það er að sjálfsögðu í nánum tengslum við trúar- brögðin. Einsog forðum hljómar enn kall prestsins til bæna frá mjóturninum fimm sinnum á dag, og enn sem fyrr hneigir hinn trúfasti áhangandi spámannsins sig sjö sinnum í átt til Mekku, endaþótt nýju velpressuðu buxurnar hans séu ekki eins vel fallnar til bænagerðar og hinn hefð- bundni gamli kyrtill. Þetta fat er raunar Anwar al Mulla á skrifstofu sinni. enn notað af furðumörgum, enda er það sérlega þægilegt í heitu veðri. Það límist ekki við skrokkinn einsog vestrænn klæðnaður, þegar hitinn fer uppi 40 til 50 gráður i skugganum, sem er alvanalegt í Kúwaít. Skynsamur glaumgosi Áfengis er manni hlíft við að neyta í furstadæminu. Opinberlega. Sannleikur- inn er hinsvegar sá, að í Kúwait engu siður en á íslandi eru bruggunartæki i heimahúsum einatt í fullum gangi. Ósvikna verksmiðjuframleidda vöru er hægt að fá keypta á svartamarkaði, og þá kostar flaska af skozku viskíi 2000 krónur. Margir ljósastaurar meðfram vegunum hafa komizt í tæri við raka bil- stjóra, og á götuhornum sjást einkanlega allskonar ummerki eftir vantrúaða áhangendur spámannsins. Komist Vesturlandabúar í náin tengsl við Kúwaítbúa, er sennilegt að þeir undr- ist gestrisni þeirra. Sjálfur komst ég í kynni við 26 ára gamlan sjeik. Faðir hans hafði haldið höfðinu uppúr, þegar olían streymdi yfir landið, og er nú meðal auðugustu manna í Kúwaít. Anwar al Mulla heitir sonurinn og hefur nú árs- tekjur sem nema 600—700 milljónum króna. Anwar er skynsamur náungi. Hann hefur sérhæft sig i að selja bíla, og hann selur bíl af dýrustu gerð á hálftíma fresti. Eftir að bróðir hans lézt í fyrra, varð hann einnig yfirmaður eina bað- klúbbsins i Kúwaít, Gaselluklúbbsins, þar sem fína fólkið í Kúwaít heldur sig. Þangað kemst ekki hver sem er, en þeir sem inn komast verða ekki fyrir von- brigðum með munaðinn og íburðinn, ef þeir hafa á annað borð áhuga á slikum hlutum. Auk fallegrar baðstrandar með margskonar stökkbrettum og bryggjum ásamt vatni sem aldrei verður kaldara en 25 stig, eru mörg veitingahús á staðn- um, bowling-skáli, kvikmyndahús og bókasafn. Vissulega staður þar sem auð- velt er að tæma peningaveskið á ótrúlega skömmum tima. Þvi i Kúwaít eru allir hlutir dýrir. Fyrir herbergi á annars flokks hóteli verður maður að punga út með 3000 krónur fyrir nóttina, og fær ekki einusinni morgunverð i kaupbæti. Fyrir Anwar er verðlagið ekkert vanda- mál, og ætli hann sér að bregða á leik og skemmta sér svolítið, tekur hann einatt flugvél til Lundúna, þar sem einn af bil- unum hans er stöðugt til reiðu á flug- vellinum. Um Anwar má kannski nota orðið glaumgosi, en hann er skynsamur glaumgosi. Hann ólst upp á mjög siða- vöndu heimili, og fjölskylda hans lifði í sambýli við þrjár aðrar fjölskyldur. Virð- ing var það fyrsta sem hann lærði í heimahúsum, ekki sízt virðing fyrir for- eldrunum. „Við vorum fjórir bræður og fimm syst- kini,“ segir Anwar. Bernskan var skemmtilegur tími. Níu ára gamall hóf hann skólagöngu, en kennslan var mjög léleg. Þegar hann hafði verið eitt ár i skóla í Kúwait, var hann sendur til Eng- lands, því þá var faðir hans farinn að fá peninga handa á milli. Þar dvaldist hann fimm ár og síðan eitt ár í Líbanon. Loks 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.