Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 60
HEIMIUS& Bryndís K-J Steinþórsdóttir /—h E § "SsnmiHH HekluS húfa Efnlð í húfuna er 100—150 g gróft gam, t. d. „Patons Big Ben“ eða tví- þríþættur lopi. Munstrið er hnútahekl sem myndar fléttinga. Heklu- nál nr. 4%. Fitjið upp 60 loftlykkjur og mátið hvort víddin er hæfileg, tengið saman og heklið tvær umferðir fastalykkjur, því næst munstrið. Fitjið upp 3 loftlykkjur, hlaupið yfir tvær lykkjur og heklið fyrsta munstrið i þriðju lykkju frá þrem loftlykkjunum, þannig: Bregðið bandinu um nálina, heklið í gegnum fastalykkjuna og dragið lykkjuna 1—2 sm upp, bregðið bandinu aftur um nálina og heklið i gegnum sömu lykkju (ath. að draga lykkjurnar vel upp, annars verður heklið of þétt), bregðið siðan bandinu í þriðja sinn um nálina og dragið í gegnum allar 5 lykkjurnar, heklið eina loftlykkju., Heklið næsta hnút á sama hátt í sömu lykkju og áður. Þessir tveir hnútar mynda munstrið sem síðan er heklað með tveggja lykkja millibili. Þegar komin eru 20 munstur er skeytt saman með einni loftlykkju og síðan fitjaðar upp 3 loftlykkjur og heklað áfram þannig að munstrin komi hvert upp af öðru, 8 umferðir eða um 16 sm. Þá er skipt um munstur og heklaður einn hnútur í bilin milli munstranna á 8. um- ferð, eða 20 hnútar í fyrstu umferð, 19 í annarri, 18 í þriðju og 17 i fjórðu umferð. Saumað saman og gengið frá endum. Ath. að pressa húfuna ekki. Hekluð slá Þessi röndótta barnaslá er fljóthekluð og vel til þess fallin að nota í hana garn eða lopaafganga. Sláin á meðfylgjandi mynd er hekluð úr um 400 g af meðalgrófu garni, Combi Crepe. Sé notað grófara garn eins og t. d. Grettisgarn, þarf að taka tillit til þess í sambandi við lykkjufjölda og grófleika heklunálar. Áætla þarf um tvær 50 g hnotur af hverjum lit. Litirnir eru fjórlr: gulbrúnn, hvitur, tómatrauður og marinblár. Heklunál nr. 4. Ath. að 8 eiribrugðnir stuSlar og 4 stuðlaumferðir eiga að mælast 5 sm. Rendurnar koma þannig að fyrsta umferð er rauð, önnur hvit, þriðja gulbrún og fjórða blá. Stytting á nöfnum er þannig: Loftlykkja = loftl. Einbrugðinn stuðull = st. Fitjið upp 79 loftl. með rauðu garni, snúlð við og farið i aðra lykkju frá nálinni og heklið 78 fastalykkjur til baka. Heklið siðan stuðlahekl (einbrugðna stuðla) en byrjið umferðina alltaf með tveim loftlykkjum. 2. umf. (rautt). Heklið tvo stuðla í tvær fyrstu lykkjurnar x heklið síðan stuðul í hverja af næstu 16 lykkjum, 2 stuðla í næstu, síðan einn stuðul og tvo stuðla í þá þriðju, síðan 16 st. í næstu 16 lykkjur x Heklið tvo stuðla í næstu 4 lykkjur. Endurtakið frá x— x og endið með tveim stuðlum í tvær síðustu lykkjumar. 3. umf. (haldið áfram með litina eins og áður er nefnt). Heklið tvo st. í fyrstu lykkjuna og tvo st. í miðlykkjurnar (þar sem útaukningin kemur) og tvo st. í síðustu lykkjuna, annars einn st. í hverja lykkju. 4. umf. Heklið tvo st. í tvær fyrstu lykkjurnar x Heklið síðan 19 st., tvo st. í næstu lykkju, síðan 1 st. og tvo í þá þriðju, því næst 19 st. x Heklið tvo st. í næstu 4 lykkjur. Endurtakið frá x — x. Endið með tveim st. í tvær síðustu lykkjurnar. 5. umf. Heklið tvo st. í tvær fyrstu lykkjurnar, tvo I tvær miðlykkjurnar og tvo í tvær síðustu, annars einn í hverja lykkju. Haldið þannig áfram að í annarri liverri umferð eru auknar út 12 lykkjur og 4 lykkjur í hinni. Mátið víddina og miðið útaukninguna við það. Heklið 29 rendur eða þar til lengdin er hæfileg. Leggið slána á rakt stykki og annað rakt stykki yfir, þar til þau eru þurr. Saumið slána saman að aftan og búið til kögur. Hafið 4 þræði 30—40 sm langa i hvern kögurhnút. Hafið tvær lykkjur á milli hnút- anna og litina til skiptis. SlLDARRÉTTIR Munið að hafa síld á borðum allan ársins hring, nýja, salta eða reykta. Þar með aukið þið A og D vitamin innihald fæðunnar til muna, einkum D vítamín, en auk þess eggjahvítu, jám og kalk. / 100 g af síld fáum við jafnmikið D vítamín og í 1 msk af þorskalýsi. Leiðbeiningar um hreinsun og flökun á sild má sjá í 2. tölublaði Sam- vinnunnar 1969. Ath. að bera sildina fram vel kælda. Sparið með þvi að flaka síldina sjálf, þegar þið matreiðið saltsíld, en einnig er hún stundum höfð óflökuð, eins og i eftirfarandi upp- skrift: 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.