Samvinnan - 01.04.1971, Side 61

Samvinnan - 01.04.1971, Side 61
Síld glergerð'armannsins 1—2 saltsíldar lVi dl edik IVí dl vatn %—1 dl sykur 1 laukur (saxaður) (Ys blaðlaukur) 3—4 gulrótarsneiðar Yz msk kapers eða dill 3—4 heil piparkorn Hreinsið síldina og leggið hana í bleyti rnn 3 klst. Skerið hana síðan í jöfn stykki um 2 sm breið. Sjóðið síðan löginn ásamt gulrót, lauk og kryddi; kælið og hellið yfir síldina, sem bezt er að geyma í lokaðri glerkrukku í kæliskápnum 1—2 daga áður en hún er borðuð með t. d. vel heitum kartöflum og rúgbrauði. Vorsíld 1—2 saltsíldar 50 g oliusósa (mayonaise) %—1 dl súrmjólk eða rjómi (þeyttur) Salt, pipar, sinnep 2 msk saxaðar rauðrójur 1 saxað, harðsoðið egg 1 msk saxaður pikles 1 msk saxaður laukur Leggið síldina i bleyti og flakið. Þerrið og skerið 1 um 2 sm bita, raðið á fat. Hrærið olíusósuna með kryddi og súrmjólk (ath. að sósan á að vera fremur þykk). Blandið síðan rauðrófum, eggjum, pikles og lauk saman við. Látið yfir síldina og skreytið með radísusneiðum og khpptri steinselju. Borið fram með heitum kartöflum. Síld í ediki eða kryddsíld er einnig góð með þessari sósu. Síldarbátar 2—3 sýrð síldarjlök eða kryddsíld y2 agúrka 50—100 g oliusósa (krydduð) 1—2 tómatar Dill eða steinselja Skerið síldarflökin á ská í 1—2 sm bita. Skerið gúrkuna eftir endilöngu í sneiðar sem raðað er á fat. Raðið síldarbitunum yfir og skreytið með tómatbátum, olíusósu (mayonaise) og dillgreinum eða steinselju. Síldartoppar 2—3 jlök sýrð- eða kryddsíld 2—3 soðnar (stórar) kartöjlur 2 harðsoðin egg 2—3 tómatar Lauksósa eða olíusósa (mayonaise) Skerið kartöflurnar í sneiðar, einnig tómatana og eggin. Raðið kart- öflunum á fat eða á smádiska (ef útbúinn er skammtur íyrir hvern einn). Leggið 2—3 síldarbita á hverja kartöflusneið, því næst tómat- sneið og eggjasneið. Skreytt með síldarbita, litlum tómatbát og stein- selju. Borið fram vel kalt og nýtilbúið með t. d. heitum laukjafningl eða kryddaðri olíusósu (sósan er þá krydduð með t. d. klipptum graslauk, sinnepi, sítrónusafa og papriku). Ofnsteiktar kartöflur bragðast vel með síld Veljið jafnstórar kartöflur. Burstið þær vel úr köldu vatni, raðið í eldfast mót eða ofnskúffu og penslið með matarolíu sem gott er að bragðbæta þannig: % dl matarolía, 1 lítil sítróna 1 tsk merian 1 tsk salt Hrist saman og er hæfilegt á 8 stórar kartöflur. Kartöflurnar eru bak- aðar í um 200 gráðu heitum ofni í um % klst., þá eru þær penslaðar aftur, skorinn kross í þær og bakaðar áfram þar til þær eru meyrar (um 50 mín). Gott er að láta smjörbita á hverja kartöflu um leið og þær eru bornar fram vel heitar. SUNNUDAGSMATSEÐILL OFNSTEIKTIR KJÚKLINGAR MEÐ HRÍSGRJÓNUM OG HRÁU SALATI FLJÓTBÖKUÐ EPLAKAKA Ofnsteiktir kjúklingar Bezt er að hafa kjúklingalæri í þennan rétt, en hægt er að kaupa læri og bringur sérpakkað á sama verði og heila kjúklinga. 4—5 kjúklingalæri 4—5 flesksneiðar (bacon) 50 g smjörlíki 1— 2 dl vatn 1 tsk hveiti Kínversk soja og salt Þerrið kjötið og vef jið einni þunnri flesksneið um hvert læri, festið með kjötprjóni eða trépinna. Brúnið í feitinni og raðið í eldfast mót. Hristið saman vatn, hveiti og krydd, sjóðið það á pönnunni og hellið yfir kjötið, sem er steikt áfram í 200 gráðu heitum ofni í 20—30 mín., eða þar til kjötið er hæfilega meyrt. Kjúklingalæri með fleski er einnig gott að glóðarsteikja. Soðin hrisgrjón 1 lítill laukur (saxaður) 2— 3 msk matarolia 3 dl hrísgrjón 6 dl vatn Tómatar eða spánskur pipar Hitið laukinn í feitinni, bætið hrísgrjónunum i og látið þau malla um stund. Kryddið með salti og pipar og hellið sjóðandi vatninu yfir og sjóðið við hægan hita í um 18 mín. Skerið tómatana eða piparinn í ræmur og blandið saman við með gaffli. (Ath. að lokið á pottinum eða pönnunni þarf að vera vel þétt). Hrátt salat 1—2 salathöfuð, 2 appelsinur, 2 epli, 2 bananar, (vínber) Þvoið salatblöðin og leggið þau á grind eða stykki. Rífið þau síðan niður í skál og blandið smátt skornum ávöxtimum saman við. Bragð- bætið með sítrónusafa og púðursykri ef þörf gerist. Fljótbökuð eplakaka 2 egg % dl sykur 10 möndlur 1 tsk vanillusykur 3 msk hveiti 1 tsk lyftiduft 3 stór epli (súr) Þeytið egg og sykur vel saman. Blandið flysjuðum söxuðum möndlun- um varlega saman við ásamt sigtuðu hveitinu, lyftiduftinu og vanillu- sykrinum. Plysjið eplin og rífið þau á rifjárni; blandið þeim strax saman við og bakið í smurðu, eldföstu móti við 200 gráðu hita í 20 mín. Kakan er borin fram heit með köldum, þeyttum rjóma. Hæfilegt er að baka kökuna meðan kjötrétturinn er borðaður. 61

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.