Samvinnan - 01.08.1972, Qupperneq 54

Samvinnan - 01.08.1972, Qupperneq 54
hendi á lægra félagslegu plani heldur en efnaður borgari. Hér á landi finnst okkur þessi skoðun ef til vill fáránleg, en þó heyrast oft þær raddir, að við þekkjum ekki þetta vanda- mál sökum þess að hérna finnist enginn svertingi. Er þessi skoðun í rauninni nokkuð frá- brugðin þeirri amrísku í höfuðdráttum? Þurfum við fyrst að mála svartan mann hvítan til þess að geta viðurkennt rétt- mæti þeirra krafna, að svertingi fái að- gang að félagslegum stofnunum eins og skólum, læknamiðstöðvum og trygging- um? Það er i fullu samræmi við skoðanir amrískra burgeisa, að svartur íslendingur fái sem minnsta félagslega þjónustu, af því að litarhátturinn á að setja svertingj- ann þrepi neðar í hinum félagslega þró- unarstiga. Við getum látið smekk ráða vali, hvort við skilgreinum slíka afstöðu sem skoð- anaágreining eða úrkynjun, eða hvað á maður að segja um rótgróna hleypidóma og algera félagslega blindu? Það er einkennandi fyrir burgeisinn, að hann notar sjaldan dómgreind sína til að sjá sambandið á milli orsakar og af- leiðingar; hverjir stjórna félagslegum stofnunum og skilja þar með afleiðing- arnar, sem birtast í hinu ömurlega hlut- skipti svertingjans. Þar sem ég hef vikið að borgaralegu gildismati, þá tel ég nauðsynlegt að út- skýra nákvæmlega, hvað ég á við: í borg- aralegu gildismati eru peningarnir höf- uðatriði. Um þetta efni fjallar Godard i kvik- myndinni Weekend: Þar segir frá hjón- unum Roland og Corinnu sem eru á leið að dánarbeði móður Corinnu. Þau flýta sér að dánarbeði hennar af ótta við, að hún kunni að breyta erfðaskránni á síð- ustu stundu. Þau ætla sér að drepa þá gömlu, ef hún reyni að breyta erfða- skránni, af því að þau hafa ákveðið að nota arfinn í sumarleyfi þeirra í Mexíkó! Peningarnir eru höfuðatriði i borgara- legu gildismati og mannslífið einskis virði. Efnaður borgari í Bandaríkjunum mótmælir stríðinu í Víetnam á þeirri for- sendu, að stríðsreksturinn hækki skatt- ana, þar sem aftur á móti aðalröksemd mótmælenda Víetnamstríðsins er til- gangslaus dráp. Slíku gildismati og afleiðingum þess, þegar peningar skipta öllu máli og mannslífið engu, er m. a. lýst frábærlega í leikritinu Caligula eftir Albert Camus: Ríkiskassinn er tómur, og Caligula fær rómverska höfðingja til að viðurkenna, að öflun fjárins sé númer eitt. í samræmi við vilja og verðmætamat þeirra sjálfra ákveður Caligula að ráða bót á fjárskort- inum. Ríkustu menn landsins eru gerðir réttdræpir, eignir þeirra gerðar upptæk- ar, konur þeirra og dætur eru fluttar á opinber hóruhús, og afraksturinn af vændi kvennanna fer í ríkiskassann. Rómversku höfðingjarnir kvarta undan ráðstöfunum Caligula, en Caligula bendir þeim á, að þeir sjálfir hafi lagt slíkt mat á hlutina, þar sem peningarnir eigi að sitja í fyrirrúmi, og eðlileg, rökrétt afleið- ing af mati þeirra væri, að líf þeirra væri einskis virði. 2. Þegar ég hef hafnað póltísku afstöðu- leysi til frambúðar og aðhyllzt stefnu andstæða borgaralegu gildismati, þá finnst mér andskotanum merkilegra, að pólitísk stefna mín leiti út fyrir landstein- ana i höfuðdráttum. Heimspólitíkin dregur að sér athyglina, stundum í líki fáránlegustu fullyrðinga eins og þegar stjórnmálamenn reyna að halda því fram, að þjóðarmorð og aðrar áþekkar stórslátranir séu innanríkismál einhverrar valdaklíku, og öðrum óvið- komandi. Þessi stóru vandamál eiga eng- in landamæri fremur en mengunin eða geislavirknin. Þau snerta manneskjuna hvarvetna, og á þeim grundvelli ættu manni að leyfast afskipti af heimspóli- tíkinni. Og í þeim afskiptum hefur það orðið mér til aukins skilnings að líta á félagsleg umbrot í ljósi baráttunnar gegn óréttlætinu. Að vísu eru hér engin smámál á ferð- inni, en ekki get ég með góðu móti sann- fært sjálfan mig, að mér komi stjórnmál ekkert við. Alger afneitun á heimspólitíkinni þýðir það sama í mínum augum og vitundarlaus þrælatilvera. Slík afneitun er sama og andlegt sjálfsmorð. Skynjun manns á um- heiminum og allt annað vitundarlíf yrði að fáránlegri skuggatilveru, léti maður heimspólitíkina lönd og leið, ef maður á annað borð er líka að burðast við að hugsa um hluti eins og sannleikann og réttlætið í tengslum við stjórnmálin. Að sjálfsögðu má komast hjá því að taka afstöðu til slikra hluta, en þá kom- Godard Camus 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.