Samvinnan - 01.12.1972, Page 3
Raufarhöfn, 17. nóv. 1972
Hr. ritstjóri.
Það hefur nú heldur brugðið
til betri áttar hjá þér í Sam-
vinnunni upp á síðkastið hvað
lesmálið þar snertir, og má þar
sérstaklega nefna 3. og 4. heft-
ið þ. á. Þó er eitt, sem alltaf er
samt við sig, og það er þetta,
sem þar og viðar er kallað
„ljóð“, en er að mínu mati
argasta rugl í óbundnu máli,
og þetta finnst fleirum en mér,
sem eitthvert ljóðeyra hafa.
Þriðja heftið, sem lítur út fyrir
að eiga að vera afmælisrit
stórra og gifturíkra tímamóta
samvinnuhreyfingarinnar, þeg-
ar maður lítur á framsiðu káp-
unnar með sína stóru rauðu
tölustafi 90 og 70. Ég er alveg
sammála hinum aldraða heið-
urs- og samvinnumanni, Snorra
Sigfsúsyni, fyrrv. skólastjóra,
samanber bréf hans í 4. hefti,
að vænta hefði mátt undir
þessum káputitli einhverra
veigameiri atriða úr samvinnu-
sögu 90 ára félagsmálahreyf-
ingar, sem orðið hefur íslenzku
þjóðfélagi jafngifturík og sam-
vinnufélögin. En þessi samtals-
þáttur í 3ja heftinu er gott
innlegg og mjög við hæfi þessa
tímarits það að flytja. Þarna
er gripið á mörgu og ýmsum
myndum upp brugðið, bæði úr
fortíð og nútíð, og einnig mjög
horft til framtíðar um skipan
mála, á grundvelli þeirrar sam-
tíðar sem við lifum í. Þarna
eru líka saman komnir, að vísu
ókjörnir, fulltrúar íslenzkra
samvinnumanna og um leið
fjögurra stjórnmálaflokka
þjóðfélagsins, og þar á meðal
tveir af reynsluríkustu sam-
vinnumönnum í landinu, sem
staðið hafa í fremstu víglínu
samtakanna og í fyrirsvari
stærstu og áhrifamestu sam-
vinnufyrirtækja landsins um
áraraðir, og má því eftir þeim
taka, meðal annarra. Þetta
samtal við ferkantaða hring-
borðið hlýtur því að vekja eft-
irtekt og umhugsun, a. m. k.
samvinnusinnaðra manna, og
efla gildi þeirra hugsjóna, sem
samvinnustarfi eru tengdar, og
að mínum skilningi á það fyrst
og fremst að vera hlutverk
tímarits samvinnufélaganna,
Samvinnunnar.
Þótt á mörgu sé gripið og
ýmislegt skelegglega fram sett,
er hjá ýmsu sneitt um viðhorf
nútímans, sem gæti fullkom-
lega verið efni í aðrar og þriðju
hringborðsumræður, og þá ekki
sízt raunhæf viðhorf launa-
manna-flokkanna i landinu,
„pólitískt“ séð, úr þvi framá-
menn þeirra virðast nú allt í
einu hafa fengið skilning og
áhuga fyrir samvinnumálum,
sem vissulega ber að fagna, því
þar er um sterkt þjóðfélagslegt
afl að ræða, þar sem a. m. k.
um 80% vinnandi handa í
þjóðfélaginu tilheyra þeim
stéttum, sem taka laun fyrir
vinnu sína hjá öðrum, sér og
sinum til lifsframfæris, og
jafnframt með þjónustu sinni
skapa verðmæti þjóðfélagsins
ásamt mestum hluta hinna
20% þjóðarinnar. Þetta afl get-
ur hvenær sem er ráðið öllum
málum þjóðfélagsins og stjórn-
að þjóðarbúinu, ef samstaða
og samvinna um það væri til
staðar, en á það hefur hingað
til verulega skort. En það verð-
ur að gerast með fullri ábyrgð
viðkomandi stétta, að hætti
samvinnumanna, fyrir velfarn-
aði allra þegna þjóðfélagsins,
en ekki að hætti byltingar-