Samvinnan - 01.12.1972, Page 9

Samvinnan - 01.12.1972, Page 9
Sandgerði 23. nóv. 1972 Hr. ritstjóri. Ég vil byrja á því að þakka vandaðan greinaflokk í síðasta hefti Samvinnunnar og síðan víkja að tveim atriðum, sem þar voru til umfjöllunar; í fyrsta lagi hvað tekur til sam- einingar rithöfundafélaganna og í öðru lagi söluskattsfé það, sem rithöfundum mun vænt- anlega áskotnast. Eitt atriði virðist mér æði kynlegt af niðurstöðum hug- leiðinga þinna um sameiningu rithöfunda í einu félagi. Það er að eftirað þú hefur lýst Fé- lagi íslenzkra rithöfunda sem samtökum íhalds- og aftur- haldshöfunda, gerir þú upp- skátt um vilja tilað sameinast þessum hópi og starfa í ein- ingarbandalagi við hann. Hvort það muni ekki, að öllu ó- breyttu, leiða til afturhalds- semi í hinum „frelsaða hópi“ og enn frekari stöðnunar í hin- um konservatíva (sbr nýtil- komið slagorð hægrimanna um varðveizlu réttar til handa minnihlutahópum), iætur þú ósagt, enda mun þessi samein- ing frekur hugsuð sem lokað hagsmunasamband, helduren sem aflvaki til aukinnar fé- lagslegrar þátttöku rithöfunda, sem er þessþá undarlegra, að eitt helzta „baráttumál“ höf- unda telst þér vera að hreyfa við auknu tjáningarfrelsi rit- höfunda, sem sæta pólitískum ofsóknum. Þá er og þess að gæta, að nánast annarhver meðlimur Félags íslenzkra rit- höfunda er I) kominn yfir fimmtugt og hefur því litla eljusemi tilað standa á verði um félagslega kúgun rithöf- unda, aukþess sem hann er fræðilega ódómbær á, hvað er eiginlega kúgun og hvað er hluti í starfi pólitískrar flokks- vélar; II) búsettur úti á lands- byggðinni, þarsem aðstaða til þátttöku í félagsmálum er hverfandi; II) starfar við önn- ur störf en ritstörf (t. d. land- búnað) og virðist eiga lítið heima í eiginlegum fagfélög- um rithöfunda; IV) eru margir næsta afkastalitlir og teljast sumir þeirra vart til rithöf- unda (sbr. Hilmar Jónsson, Ríkisútvarpii □ SKAR DLLUM LANDSMDNNUM afe&i PG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI ara, 10 la Notiö ísienzkt Boröið nýtt kex Kexverksmiðjan ESJA h.f. ÞVERHOLTI 11—13, REYKJAVÍK Símar 13600 - 15600 Pósthólf 5244 — Símnefni Esja Áður hörðum höndum - meö atrix mfiikum höndum

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.