Samvinnan - 01.12.1972, Síða 21

Samvinnan - 01.12.1972, Síða 21
1987 leiddu til þess, að stofnaður var Byggingarsjóður safnhúss með litlu byrj unarf ramlagi. Sjóður þessi var síðan kallaður Bygg- ingarsjóður þjóðarbókhlöðu, og hefur þegar safnazt í hann nokkurt fé. í fjár- lögum fyrir árið 1972 var t. a. m. 15 milljón króna framlag til hans. Á 150 ára afmæli Landsbókasafns 28. ágúst 1968 skýrði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðh. frá því, að nýju bóka- safnshúsi hefði verið ákveðinn staður á svæðinu við Birkimel nálægt Hringbraut, en Geir Haiigrímsson borgarstjóri hafði með bréfi 31. júlí 1968 tilkynnt mennta- málaráðuneytinu, að borgarráð hefði á fundi 30. júlí 1968 fallizt á þá tillögu skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar að ætla nýrri bókasafnsbyggingu land á fyrrnefndum stað og yrðu lóðamörk á- kveðin síðar, þegar fyrir lægi greinar- gerð um stærð og gerð fyrirhugaðs húss. í ræðu sinni á afmæli safnsins sagði menntamálaráðherra svo m.a.: „Mennta- málaráðuneytið hefur þegar falið lands- bókaverði að gera frumtillögur um skipulagsmál og byggingarmál safnsins, og mun jafnframt leitað álits annarra, innlendra og erlendra." Á afmælinu var loks skýrt frá því, að þjóðhátíðarnefnd sú, er alþingi skipaði 1966 til að gera tillögur um það, á hvern hátt íslendingar skyldu minnast ellefu alda afmælis íslandsbyggðar 1974, hygð- ist leggja til, að þjóðbókasafnsbygging yrði reist sem höfuðminnisvarði þeirra merku tímamóta. Á blaðamannafundl, er þjóðhátíðar- nefnd hélt 10. febrúar 1971, rifjaði for- maður nefndarinnar, Matthías Johann- essen ritstjóri, upp þetta mál og gat þess, að nefndin hefði í marz 1969 ritað þá- verandi forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktssyni, bréf, þar sem sagði svo m. a.: „Vorið 1968 höfðu nefndarmenn samband við þingflokkana, og á fundi í nefndinni 16. júlí sama ár, þar sem skýrt var frá þeim viðhorfum, sem komu fram i þingflokkunum til hinna ýmsu mála, sem nefndin hafði fjallað um, kom fram, að svo virtist sem mikill stuðningur væri meðal þingmanna við byggingu þjóð- bókasafns. Á fundi 7. febrúar 1969 ítrekaði þjóð- hátíðarnefnd svo fyrri afstöðu sína til byggingar þjóðarbókhlöðu og lýsti yfir, að hún teldi eðlilegt og sjálfsagt, að hún yrði byggð — og þá væntanlega helzta gjöfin, sem þjóðin færði sjálfri sér á eliefu hundruð ára afmæli byggðarinn- ar.“ Erlendir sérfræSingar f frétt frá Landsbókasafni íslands 31. október 1969 sagði svo m. a.: „Að ósk Landsbókasafns íslands og fyrir atbeina íslenzku Unesconefndar- innar komu hingað til lands nýlega tveir sérfræðingar á vegum Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna íslenzkum safnamönnum til halds og trausts í viðbúnaði þeim, er hafður hefur verið að undanförnu vegna áætlunar um þjóðbókasafnsbyggingu við Birkimel sunnan Hringbrautar á landi því, er Reykjavíkorborg úthlutaði í fyrra undir slíka byggingu. Sérfræðingar þessir, dr Harald L. Tveterás, ríkisbókavörður Norðmanna, og Englendingurinn Edward J. Carter, sem er hvort tveggja arkitekt og bóka- vörður, dvöldust í Reykjavík dagana 23. —30. október og áttu ýtarlegar viðræður við landsbókavörð og háskólabókavörð og aðstoðarmenn þeirra, ennfremur há- skólarektor og húsameistara ríkisins. Sérfræðingarnir munu innan skamms skila skýrslu, sem stuðzt verður við, er ætla skal á um byggingarkostnað, en þess er að vænta, að ríkisstjórn og al- þingi taki áður en langt um líður af- stöðu til þess, hvort fært þyki að reisa á næstu árum þjóðbókasafnsbyggingu, er leysi húsnæðisvanda Landsbókasafns og Háskólabókasafns til verulegrar fram- búðar og stuðli jafnframt að því, að þess- um tveimur aðalvísindabókasöfnum þjóðarinnar verði steypt, svo sem auðið er, í eina samvirka heild." Sérfræðingarnir lögðu skýrslu sína fyrir þá deild Menningarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna í París, er fjallar um mál sem þetta, og barst skýrslan hingað til lands um miðjan desember 1969. Var skýrslan samstundis lögð fyrir ríkis- stjórnina ásamt öðrum gögnum, svo sem kostnaðaráætlun, er samin var í sam- ráði við húsameistara ríkisins. Rikisstjórn íslands flutti vorið 1970 svofellda tillögu til þingsályktunar, og mælti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra fyrir henni: „Alþingi ályktar, að í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar 1974 skuli reist þjóðarbókhlaða, er rúmi Landsbókasafn íslands og Háskólabóka- safn.“ Tillagan var samþykkt 30. apríl 1970 með 51 atkvæði gegn 1 og afgreidd sem ályktun alþingis. Hinn 15. júlí 1970 skipaði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra bygging- arnefnd þjóðarbókhlöðu, og eiga sæti í henni Magnús Már Lárusson háskóla- rektor, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins og Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, en hann er formaður nefnd- arinnar. Hinn 1. september 1970 var Óli Jóhann Ásmundsson arkitekt ráðinn til sérfræði- legrar þjónustu í þágu nefndarinnar og honum fengin vinnuaðstaða innan vé- banda embættis húsameistara ríkisins. Þeir Harald L. Tveterás og Edward J. Carter, er fyrr voru nefndir og hingað voru fengnir á vegum Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna í október 1969, komu öðru sinni í nóvem- ber 1970 og með þeim jafnframt H. Faulkner Brown arkitekt frá Newcastle. Kom hann á vegum byggingarnefndar þjóðarbókhlöðu og að tilvísun Unesco- sérfræðinganna. í framhaldi af fundi með þeim og þeirri nefnd manna úr báðum söfnum, er undirbúið hafði þetta mál allt, ritaði byggingarnefndin menntamálaráðherra bréf 26. nóvember 1970 með tilmælum um, að hann skrif- aði borgarstjóra Reykjavíkur og beiddist þess, að ákveðin yrðu lóðamörk svæðis þess við Birkimel nálægt Hringbraut, er borgaryfirvöld gáfu fyrirheit um sum- arið 1968. Fylgdi bréfi byggingarnefndar afstöðumynd, er sýndi tillögu að staðar- vali fyrir þjóðarbókhlöðuna á horni Birkimels og Hringbrautar og stærð lóð- ar ásamt bílastæðum. Var þar gert ráð fyrir 10.000 m2 gólffleti húss á fjórum hæðum og 20.000 m2 lóð alls. í bréfi byggingarnefndar kom og fram, að heildarkostnaður hefði seint á árinu 1969 verið vegna misritunar í skýrslu 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.