Samvinnan - 01.12.1972, Page 22

Samvinnan - 01.12.1972, Page 22
Unesco-sérfræðinganna, sem stuðzt var við, áætlaður þriðjungi of lágur. Menntamálaráðherra lagði þessa nýju áætlun og önnur erindi fyrrnefnds bréfs fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar snemma í desembermánuði 1970, og tjáði hann formanni byggingarnefndar nokkru eftir fundinn, að rikisstjórnin hefði að sínu leyti fallizt á hina leiðréttu áætlun og yrði málið lagt fyrir borgarstjóra í sam- ræmi við tillögu byggingarnefndar um stærð húss og lóðar. Samþykkt borgarráðs Nokkur dráttur varð á því, að bréf gengi frá ráðherra til borgarstjóra, m. a. sökum þess að rætt var um hlutskipti Þjóðskjalasafns. Á fundi, sem mennta- málaráðherra átti 12. marz 1971 með þjóðskjalaverði, háskólarektor og lands- bókaverði, voru fundarmenn „sammála um, að Þjóðskjalasafn fengi til sinnar starfsemi allt Safnahúsið við Hverfis- götu, þegar Landsbókasafn flytur í hina fyrirhuguðu þjóðarbókhlöðu, og ákveður ráðuneytið hér með, að svo skuli vera. enda hefur ríkisstjórnin þegar lýst sig samþykka því“, eins og segir í bréfi menntamálaráðuneytisins til þjóðskjala- varðar þennan sama dag, en bréfið vai einnig sent háskólarektor og landsbóka- verði. Niðurstaða þessi var raunar full- komlega í samræmi við aðaltillögu nefndar ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytisins, háskólabókavaröar og landsbókavarðar frá 18. ágúst 1966, en í áliti nefndarinnar sagði svo m. a.: „Með byggingu nýs bókasafnshúss yrði ekki aðeins leystur vandi umræddra bóka- safna (Landsbókasafns og Háskólabóka- safns), heldur einnig Þjóðskjalasafns, er fengi eðlilega til afnota það húsrými Landsbókasafns, er losnaði við flutning þess í ný húsakynni." Tilmæli menntamálaráðuneytisins um ákvörðun lóðamarka og annarra atriða, er máli skiptu, bárust borgarstjóra seint í maí 1971. Borgaryfirvöld fjölluðu nokkru síðar um erindi ráðuneytisins, og varð niðurstaðan sú, að borgarráð samþykkti á fundi sínum 30. júlí 1971 fyrirheit um allt að 20.000 m2 lóð við Birkimel og Hringbraut, en hafði fyrir- vara á um endanleg lóðamörk og af- hendingu lóðar og benti i því sambandi á erfiðleika, sem nú væru á því að af- henda land innan marka íþróttavallar- ins. Þar sem byggingarnefnd hefur aldrei gert ráð fyrir því, að bókhlöðubyggingin skerði í nokkru not manna af fþrótta- vellinum þann tíma, sem honum er ætl- aður á Melunum, má segja, að nefndin hafi þarna fyrst haft fast land undir fótum og getað hafizt handa um að láta teikna bókhlöðuna. Upp úr fundum, sem byggingarnefnd átti í lok septembermánaðar með ýms- um aðilum, arkitektum og verkfræðing- um, samdi nefndin áætlun, er hún ræddi við Magnús Torfa Ólafsson menntamála- ráðherra 1. október, en síðan var að ósk ráðherra lögð skriflega fyrir mennta- málaráðuneytið í bréfi byggingarnefndar dags. 2. október 1971. f þeirri áætlun er t. a. m. gert ráð fyrir, að íslenzkir a.kitektar teikni bók- hlöðuna, en brezkur arkitekt, sérfróður um þá húsgerð, er hér um ræðir, verði hins vegar ráðunautur. Magnús Torfi Ólafsson menntamála- ráðherra svaraði byggingarnefnd bréf- lega 7. október 1971 og segir þar, að menntamálaráðuneytið samþykki fyrir sitt leyti að byggingarnefnd viðhafi þau vinnubrögð við undirbúning byggingar- framkvæmda, sem í bréfi nefndarinnar til ráðuneytisins 2. október 1971 greinir. Áskorun Arkitektafélagsins Þegar hér var komið málinu, brá svo við, að Arkitektafélag íslands skoraði á Magnús Torfa Ólafsson menntamálaráð- herra í bréfi til hans 5. nóvember 1971 að taka mál þetta til endurskoðunar, en stjórn félagsins hafði á sínum tíma bent á þá leið, að efnt yrði til samkeppni meðal arkitekta um teikningu bókhlöð- unnar. Byggingarnefnd þjóðarbókhlöðu gerði hins vegar allt frá öndverðu ráð fyrir annarri lausn, og skýrði nefndin stjórn Arkitektafélagsins frá afstöðu sinni bréf- lega 23. febrúar 1971. Ráðherra varð sem kunnugt er ekki við áskorun Arkitekta- félagsins og staðfesti 8. febrúar 1972 enn frekara fyrrgreinda ákvörðun ráðuneyt- isins frá 7. október 1971. Byggingarnefnd efaðist aldrei um það, að staðið yrði við veittar heimildir, og hélt því ótrauð áfram nauðsynlegum við- búnaði. Seint á síðastliðnu ári kom út á vegum nefndarinnar fjölrituð skýrsla og fo'sögn um þjóðarbókhlöðu, samtals 43 bls. Að því verki unnu auk mín úr Lands- bókasafni þeir deildarstjórarnir Ólafur Pálmason og Grímur M. Helgason, en úr Háskólabókasafni Einar Sigurðsson, er gegndi árið 1971 embætti háskólabóka- varðar í orlofi drs. Björns Sigfússonar. Forsögnin um bókhlöðuna Forsagnarþátturinn hefur í sumar verið endurskoðaður á fjölmörgum fund- um, en áður en til þeirrar endurskoðun- ar kom, fór ég ásamt arkitektum bók- hlöðunnar, þeim Manfreð Vilhjálmssyni og Þorvaldi S. Þorvaldssyni, í kynnisför til Bretlands, og skoðuðum vér þar nokkrar hinna nýjustu bókasafnsbygg- inga, fyrst háskólabókasöfnin í Glasgow og Edinborg, en siðar i fylgd með H. Faulkner Brown, hinum brezka ráðunaut byggingarnefndar, er fyrr getur, bóka- safnsbyggingar háskólanna í Notting- ham, Warrick og Lancaster. Hlutum vér hvarvetna hina beztu fyrirgreiðslu. Ég mun nú grípa niður i forsögninni um bókhlöðuna og þá fyrst i kafla, er nefnist nokkur undirstöðuatriði, þar sem segir m. a.: Safnið skal gegna hlutverki því, er Landsbókasafn og Háskólabókasafn hafa gegnt hingað til, og skal það haft vel við vöxt, að því er tekur til þjónustu allrar, magns og tegunda bókakostsins. Nokkru síðar segir: Söfnunum er ætlað að verða ein rekstr- arheild, ekki tvö söfn undir einu þaki. Meginkostir slíkrar skipanar eru aug- ljósir, svo sem betri meðferð bókakaupa- fjár, hagkvæmari nýting bókakosts, starfsliðs og húsnæðis, ennfremur bætt aðstaða í hvivetna og stóraukin þjón- ustugeta. Þeir þættir starfseminnar, sem einkum veiður að efla vegna sameiningar safn- anna, er t. a. m. bókalánin, þ. e. lán bóka úr söfnum innan lands og utan, bókaskipti við erlend söfn og stofnanir, þjónusta við einstakar deildir og rann- sóknarstofnanir Háskólans og síðast en ekki sízt stórfjölgun lessæta. Vegna kennslu í bókasafnsfræðum við Hárkólann þarf í hinni nýju byggingu að gera ráð fyrir aðstöðu bæði til kennslu í þeim og verklegra æfinga nemendanna. Við tilkomu þjóðarbókhlöðunnar þarf vitaskuld að endurskoða gildandi lög og lagaákvæði um söfnin og semja síðan i framhaldi af þeirri endurskoðun nýja reglugerð um framkvæmd þeirra, en í hvoru tveggja, lögum og reglugerð, verð- ur að búa svo um, að safnið fái sem bezt gegnt hinu tvíþætta hlutverki: að vera í senn þjóðbókasafn og háskóla- bókasafn. Forráðamenn safnsins verða á hverj- um tíma að fylgjast sem bezt með fram- vindu háskólamála, og Háskólinn verð- ur á sama hátt að geta fylgzt með mál- efnum safnsins og eiga atkvæði um þá þætti í starfsemi þess, er einkum vita að Háskó'anum. Æskilegt væri t. d„ að yfir- bókavörður eða sá deildarbókavörður, er hann kveddi til, ætti rétt til setu í há- skólaráði, þó að því fylgdi ekki atkvæðis- réttur. Stutt grein, er nefnist þjóðarbókhlaða og byggðarafmæli, hljóðar svo: Þjóðarbókhlaða er reist í tilefni af ellefu alda afmæli íslandsbyggðar, 1974, en minnisvarði verður hún því aðeins, að hún fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til fullkomins rannsóknarbóka- safns á vorum dögum. Þá er hugleiðing um það, hvað kalla eigi safnið, þegar þar að komi, og vikið er að skipulagsáfo-mum Reykjavíkur- bo'gar og Háskólans og því tilliti, er taka verði til þeirra. Birkimelslóðin í kafla um Birkimelslóðina er fyrst greint frá ýmsum athugunum, er gerðar hafa verið á henni, ennfremur nokkrum atriðum, er kanna þarf betur, en síðan segir svo m. a.: í álitsgerð um Birkimelslóðina, er Unesco-sérfræðingarnir, Harald L. Tve- terás og Edward J. Carter, sömdu ásamt H. Faulkner Brown í nóvember 1970, töldu þeir lóðina vera hið bezta til fallna, hún lægi „vel við Háskólanum og borginni, og lega hennar norðan há- skólasvæðisins og steinsnar frá miðbæn- um er sem tákn um það þjónustuhlut- verk, sem safninu er ætlað að gegna í þágu þjóðar og háskóla". Þeir hvöttu eindregið til, að borgaryfir- völd staðfestu, svo að ekki yrði um villzt, að umrædd lóð væri ætluð bókasafninu, 14

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.