Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 32

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 32
um og er dreift á fundum. Einníg er leitazt við að upplýsa húmæðrafélög, skóla og aðra hliðstæða aðila um neyt- endavandamál og útvega efni til nám- skeiða og námsflokka um þessi mál. Sömuleiðis íeynir deildin að koma á framfæri við fjölmiðla í samvinnu við blaðadeild sambandsins upplýsingum og ályktunum. Loks er lögð mikil áherzla á námskeið fyrir húsmæður. Námsflokkastarfið er ört vaxandi þátt- ur í fræðslustarfi norskra samvinnu- manna. Til marks um vöxtinn má hafa það, að árið 1967 voru innan við þúsund þátttakendur í námsflokkunum, en árið 1970 voru þeir orðnir 10.500 talsins. Til- gangur námsflokkanna er aðallega tví- þættur, annarsvegar að auka almenna þekkingu félagsmanna og starfsmanna, hinsvegar að þjálfa starfsmenn og trún- aðarmenn kaupfélaganna svo að þeir verði hæfari til starfa og félögin hæfari til samkeppni. Síðari þátturinn er jafn- framt höfuðverkefni norska samvinnu- skólans, en hann annar ekki þörfinni nema að nokkru leyti. Danir á vegamótum Um dönsku samvinnuhreyfinguna er það að segja, að hún stendur nú á ein- hverjum merkilegustu tímamótum í sögu sinni, því um næstu áramót sameinast ekki aðeins danska samvinnusambandið (FDB) og Kaupfélag Kaupmannahafnar (HB) og verða langstærsta smásölufyrir- tæki landsins, heldur munu þá lang- samlega flest kaupfélög landsins, sem eru um 1670 talsins, sameinast í eitt ein- asta félag undir nafninu Kaupfélag Dan- merkur. Þessar gífurlegu breytingar á uppbyggingu og skipulagi dönsku sam- vinnuhreyfingarinnar eiga sjálfsagt eft- ir að skapa margvísleg félagsleg vand- kvæði, hvernig sem við þeim verður brugðizt. Vitaskuld hefur þessi ráða- breytni verið gagnrýnd, þó hún hafi hlotið fylgi yfirgnæfandi meirihluta fé- lagsmanna, sem hafa fyrst og fremst haft í huga hina efnahagslegu kosti breytingarinnar, til dæmis með tilliti til þess að færri og stærri verzlanir eru til- tölulega miklu ódýrari í rekstri. í Dan- mörku horfir dæmið þannig við, að í afgreiðslubúðum er launakostnaður 8%, í kjörbúðum 7%, en í stórverzlunum ein- ungis 6%. Þeir menn, sem fara með félagsmál danska samvinnusambandsins, eru á- hyggjufullir útaf framtíðarþróun þeirra, því þeir fara ekki í grafgötur um, að með hinni breyttu skipan verður að leggja margfalda áherzlu á félagsmálastörfin, ef Kaupfélag Danmerkur á að verða annað og meira en ennþá eitt risafyrir- tækið í landinu, en það útheimtir mikla fjármuni sem ekki er endilega víst að sérfræðingar viðskiptamálanna sjái á- stæðu til að láta af hendi rakna. Mér er ekki kunnugt um að danskir samvinnu- menn hafi enn sem komið er gert nein- ar raunhæfar félagslegar ráðstafanir í sambandi við hina umfangsmiklu breyt- ingu um áramótin, en vissulega verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni þar og þeim úrræðum sem gripið verður til í því skyni að tryggja félagslegt afl samvinnusamtakanna. Tilraunir Svía athygiisverðar Að mínu mati hafa sænskir sam- vinnumenn gert langsamlega athyglis- verðastar tilraunir til að örva þátttöku hins alr.-:enna félagsmanns i starfi hreyf- ingarinnar og stuðla að sem víðtækustu lýðræði. Hafa þær tilraunir, og þá ekki sízt neytendaþingið 1971, vakið mikla og verðskuldaða athygli jafnt i Svíþjóð sem annarsstaðar. Sænskir fjölmiðlar fylgd- ust til dæmis með þinginu af miklum áhuga. Þióunin í átt til færri og stærri ein- inga hefur verið i fullum gangi í Sviþjóð ekki síður en annarsstaðar, þó hún hafi ekki verið jafnstórstíg og í Danmörku, en til að hamla gegn neikvæðum félags- legum áhrifum hennar hefur samvinnu- sambandið (KF) lagt sig í líma við að finna færar leiðir til aukinnar þátttöku almennra félagsmanna í mótun og beinni stjórn hreyfingarinnar. Hefur sú við- leitni að því er bezt verður séð borið undraverðan árangur. Sjötugasta ársþing sænska samvinnu- sambandsins árið 1969 samþykkti meðal annars ályktun þess efnis, að frá og með 1. janúar 1970 yrði komið nýrri stjórn- skipan á sambandið sem tryggði neyt- endum miklu víðtækari áhrif og völd innan hreyfingarinnar. Með æðstu stjórn fer eftir sem áður sambandsþing (för- bundsstámma), þar sem eiga sæti 200 fulltrúar tifnefndir af 15 svæðisþingum ásamt einum fulltrúa frá hverjum þeim félagssamtökum innan samvinnuhreyf- ingarinnar, sem ekki hafa rétt til að senda fulltrúa á svæðisþing. Svæðin voru áður 24, en hefur verið fækkað niður í 15. Á þeim eru samtals 206 kaupfélög, en samanlagðir fulltrúar á svæðisþing- um eru um 2000 talsins. Með hinni nýju skipan hvarf fram- kvæmdastjórn sambandsins úr sögunni, en í staðinn kom sambandsstjórn skipuð 31 manni, þaraf 25 leikmönnum, 5 leið- togum kaupfélaga og svo forstjóra KF. Með þessu fyrirkomulagi eru áhrif leik- manna á daglegan rekstur miklu meiri en áður, enda ber stjórnin lagalega ábyrgð á starfseminni. Gamla stjórnin var einungis skipuð sex mönnum, sem hver og einn stjórnaði sinni deild innan sambandsins. Nú er þessum deildum stjórnað af sjö mönnum, en einungis einn þeirra, forstjórinn, á sæti í stjórn- inni. Þessi grundvallarbreyting á sam- bandsstjórninni hefur haft djúptæk á- hrif á sænsku samvinnuhreyfinguna, gert hana mun opnari og lýðræðislegri en hún var og leitt til þess að fjármála- og viðskiptasérfræðingarnir fá miklu meira aðhald en áður. Sett hafa verið á stofn margskonar ráð og nefndir sem vera eiga sambandsstjórn til ráðuneytis á afmörkuðum sviðum starfseminnar, og eru leikmenn þar hvarvetna í meirihluta. Þetta hefur meðai annars leitt til þess að ungt fólk tekur miklu virkari þátt í hreyfingunni en áður, og var það meðal annars greinilegt á 25. þingi Alþjóða- samvinnusambandsins í Varsjá í október síðastliðnum, þar sém hin fjolmenná sænska sendinefnd var að stórum hluta skipuð ungu fólki af báðum kynjum, en svo var ekki um aðrar norrænar sendi- nefndir. Neytendaþingið í Stokkhólmi Kannski er merkilegasta dæmið um þann anda, sem nú er að gegnsýra sænsku samvinnuhreyfinguna, neytenda- þingið, sem efnt var til i Stokkhólmi 20. til 23. september 1971. í áliti nefndar þeirrar, sem fjallaði um skipulagsbreyt- ingar sænsku samvinnuhreyfingarinnar 1967, sagði meðal annars: .....það er grundvallarhugmynd í allri umræðu um lýðræði, að hver einstakur félagsmaður eigi kost á að láta til sín heyra. í reynd felur þetta í sér, að með þvi að láta í ljós óskir sínar og skoðanir geti félags- menn stuðlað að því, að starfsemi sam- takanna sé í meira samræmi við þarfir þeirra, þ. e. a. s. þeir hafi áhrif á mótun markmiða, aðferða og starfsskilyrða.“ í niðurstöðu nefndarálitsins segir með- al annars: ...fyrir hendi er þörf á um- ræðuvettvangi á breiðum grundvelli til að ræða vandamál sem máli skipta fyrir hreyfinguna og neytandann." Þetta var undanfari neytendaþingsins. Þáverandi stjórn og framkvæmdastjórn KF lagði síðan til við ársþingin 1968 og 1969, að sett yrði í hin nýju sambandslög ákvæði sem væri í samhljóðan við nefnd- arálitið. Ársþingin samþykktu það, og í 34. grein hinna nýju laga segir: „Sambandsstjórn skal fjórða hvert ár hið minnsta kveðja saman neytenda- þing til að ræða vandamál sem máli skipta fyrir hreyfinguna og neytendurna. Sambandsstjórn ákveður í hverju ein- stöku tilviki fjölda þátttakenda, þátt- tökuskilyrði og verkefni fyrir neytenda- þingið.“ í febrúar 1970 afréð sambandsstjórn að fyrsta neytendaþingið skyldi haldið í Stokkhólmi í september 1971. Jafnframt var ákveðið „að þingið eigi að fjalla um hlutverk samvinnustefnunnar í þjóðfélagi framtíðarinnar, og að þingstörfum skuli ljúka með yfirlýsingum sem feli í sér niðurstöður og tillögur; að þingið skuli byggja á könnunarefni námshópa undir stjórn Vi-skólans námsárið 1970—71, og að þeirri könnun eigi að ljúka með niðurstöð- um og tillögum sem leggja skuli til grundvallar umræðum á neytenda- þinginu; að þátttakendur í námshópum eigi að könnun lokinni að velja sér fulltrúa til sérstakra svæðisþinga sem skuli kjósa 300 fulltrúa á neytendaþingið, og að hin hefðbundnu svæðisþing ársins 1971 skuli velja 150 fulltrúa til viðbótar.“ Námshópastarfið hófst í október 1970 og stóð yfir framí apríl 1971. Það byggð- ist á leiðbeiningarriti frá Vi-skólanum, sem nefndist „Neytendaumræður 70—71“. Þátttakendur í námshópunum voru sam- tals 13.240, og var þeim skipt niður í um- þaðbil 300 hópa. Eitt umræðuefnið bar yfirskriftina „Hvernig viljum við hafa 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.