Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 33

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 33
það?“ og varðaði skipulagsbreytingar sænska samvinnusambandsins. Um það efni fjölluðu ekki færri en 8.300 þátttak- enda. Þegar litið er á samsetningu þátttak- enda í námshópunum, kemur i ljós, að 65% þeirra voru konur, 96% voru félags- menn hreyfingarinnar eða komu frá fé- lagsmannaheimilum, 8% voru starfs- menn hreyfingarinnar. Aldursflokkaskipting var þannig, að undir 24 ára aldri voru 2% á aldrinum 24-44 ára voru 22% á aldrinum 45-64 ára voru 57% yfir 64 ára aldri voru 20% Sú ákvörðun sambandsstjórnar að láta viðhorf og tillögur þátttakenda liggja til grundvallar umræðum á neytendaþing- inu leiddi til þess, að námshópar lögðu fram hvorki meira né minna en 5.240 tillögur sem lagðar voru fyrir þingið. Þær voru allar birtar í sérstakri „Tillagna- skrá“. í maí 1970 söfnuðust fulltrúar náms- hópanna til þinga á öllum 15 sambands- svæðum landsins. Fulltrúarnir voru þannig valdir, að einn var frá hverjum námshópi. Á svæðisþingunum voru til- lögur námshópanna lagðar fram og ræddar, en höfuðverkefni þeirra var að velja þá 300 fulltrúa sem sitja skyldu sjálft neytendaþingið. Síðan var sett á laggirnar undirbúningsnefnd neytenda- þingsins með einum fulltrúa frá hverju sambandssvæði og fimm fulltrúum frá sambandsþingi, samtals 20 manns, og kom hún saman þrisvar sinnum á tíma- bilinu júní-ágúst, samtals fimm daga, til að leggja niður fyrir sér vinnutilhögun á þinginu. Hinn mikli fjöldi tillagna, sem fyrir lá, útheimti að fundin yrðu form sem í senn gerðu tillögunum jafnhátt undir höfði og gæfu þingfulltrúum færi á að fjalla um þær. Vandinn var leystur með því að raða tillögunum niður í tíu efnis- flokka eftir innbyrðis skyldleika og skipta síðan fulltrúum í tíu nefndir, sem nota skyldu umþaðbil helming þingtím- ans til að fjalla um tillögurnar og ganga frá yfirlýsingum sem síðan skyldu lagðar fyrir sameinað þing og endanlega af- greiddar þar. Af 450 fulltrúum á neytendaþinginu voru 46% konur og 54% karlar, 99% félagsmenn samvinnuhreyfnigarinnar, 12% starfsmenn hreyfingarinnar. Ald- ursflokkaskipting var þannig, að undir 24 ára aldri var 1% á aldrinum 25-44 ára voru 27% á aldrinum 45-64 ára voru 67% yfir 65 ára aldri voru 5% Athyglisvert var, að meðalaldur var mun lægri hjá þeim 300 fulltnium sem valdir voru úr námshópunum en hjá þeim 150 fulltrúum sem hin hefðbundnu svæðisþing samvinnusambandsins kusu. Strax að neytendaþinginu loknu var hafizt handa innan samvinnuhreyfing- arinnar um að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem samþykktar höfðu verið eða að minnstakosti ganga úr skugga um að hve miklu leyti væii hægt að hrinda þeim í framkvæmd, því sumar þeirra voru þess eðlis að taka mun lengri tíma en eitt eða tvö ár að framfylgja þeim. — Það sem máli skiptir í þessu sambandi er vitanlega, að neytendaþingið hefur lagt sænska samvinnusambandinu í hendur mælikvarða á starfsemi sína, kynnt því viðhorf og kröfur neytenda, eflt það félagslega og hugmyndafræði- lega, og því tel ég að hinn mikli kostn- aður, sem lagt var útí vegna neytenda- þingsins, hafi margborgað sig, þó hann skili sér kannski aldrei aftur í beinhörð- um peningum. Samtök sem láta sér jafn- annt um innra lýðræði og sænska sam- vinnusambandið hljóta að vera miklu betur á vegi stödd en steinrunnin sam- tök sem hugsa um það eitt að græða peninga og viðhalda gömlum formum, þó þau séu orðin úr sér gengin og einskis nýt. Hérlendis vantar neytendaþjónustu Ég hef hér einungis drepið á fáein atriði i félagsmálastarfsemi samvinnu- hreyfinganna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð — rétt til að draga upp mjög grófa mynd af því sem þar er gert og látið ógert. í Finnlandi glíma báðar sam- vinnuhreyfingarnar við ellihrumleik ráðamanna og kvarta sáran undan á- hugaleysi yngri kynslóða. Vitanlega verður sá vandi einungis leystur með róttækum aðgerðum á borð við sænska neytendaþingið og uppstokkun sænsku sambandsstj órnarinnar. f Reykjavík hafa starfsmenn hinna ýmsu samvinnufyrirtækja fengið mjög ákjósanlega aðstöðu til félagslífs í Hamragörðum, félagsheimili samvinnu- manna, en sú aðstaða hefur enganveginn verið hagnýtt sem vert væri, enda er félagsmálaáhugi Reykvíkinga næsta tak- markaður. Það er allrar virðingar vert og raunar bráðnauðsynlegt að skapa starfsfólkinu viðunandi skilyrði til félagsiðkana, en mér þykir mikið vanta á, að reynt sé að virkja hinn almenna félagsmann sam- vinnuhreyfingarinnar, sem raunverulega hefur í hendi sér líf hennnr og framtíð. Til að vekja lifandi áhuga á hreyfing- unni þarf vafalaust róttækar aðgerðir, svo værukærir og daufir til félagslífs sem við íslendingar erum, en ég er ekki í nokkrum vafa um, að lifandi, djörf og gagnrýnin neytendaþjónusta gæti lyft Grettistaki á þessum vettvangi. Neyt- endasamtökin hér á landi eru vitamátt- laus, og íslenzkir neytendur, fjölmenn- asti hópurinn í landinu, standa gersam- lega varnarlausir gagnvart allskyns sið- leysi í verzlunarmálum, sem hér skal ekki tíundað. Hér gæti og ætti sam- vinnuhreyfingin á þéttbýlissvæðinu að ganga framfyrir skjöldu og beita sér fyrir breyttum vinnubrögðum, koma til liðs við neytendur, tryggja þeim meiri bein áhrif á stjórn og daglegan rekstur hreyfingarinnar, taka upp baráttu fyrir hollari og heilbrigðari viðskiptaháttum, vandaðra vöruvali og þyngri viðurlög*m við vörusvikum og öðrum vandalism«T. í verzlun. Þetta kostar áreiðanlega mikið átak og sennilega þónokkur fjárútlát í byrjun, en það mun ekki síður borga sig félagslega en neytendaþingið í Stokk- hólmi. 4 Robert Lowell: Miðaldra Nú sezt að mér miðsvetrarleiðinn, New York nístir taugarnar þar sem ég arka upptuggin strætin. Hálffimmtugur og hvað svo? Hvað svo? Á hverju horni hitti ég föður minn, á aldur við mig, enn á lífi. Faðir fyrirgef þú mér móðganir mínar svo sem ég og fyrirgef þeim sem ég hef móðgað. Aldrei kleifst þú Síonsfjall en samt rek ég eins og rökkurslóð risaeðlu á skánlnnl þar sem ég geng. Sverrir Hólmarsson þýddi Bertolt Brecht: Spurningar lesandi verkamanns Hver byggði borgina Þebu með hliðunum sjö? í bókunum standa röfn konunganna. Hafa konungarnir sjálfir rogast með múr- steinana? Og Babýlon sem hvað eftir annað var jöfnuð vlð jörðu — Hver reistl hana jafnharðan á ný? í hvaða húsum Hinnar gullnu borgar Limu átti verkafólkið heima? Hvar eyddu múrararnir því kvöldi þegar lokið var vlð Kínamúrinn? í hinni mlklu Róm Eru margir sigurbogar. Hver reisti þá? Hverjum Hrósuðu Sesararnir slgrl yfir? Bjuggu alllr íbúar Hinnar margrómuðu Býsans í höllum? Jafnvel í hinu sögufræga Atlantis Örguðu hinir drukknandi menn á þræla sína þá nótt Þegar sjórinn gleypti landlð. Hinn ungi Alexander lagðl undir sig Indland. Hann einn? Sesar sigraði Galla. Hafði hann ekki í það minnsta matsvein sér til aðstoðar? Filippus Spánarkonungur grét þegar floti hans Hafði beðið ósigur. Grétu engir fleiri? Friðrik II slgraði í Sjöárastriðinu. Hverjlr Sigruðu fleiri? Slgur á hverri síðu. Hver matreiddl sigurréttinn? Eitt ofurmennl á hverjum áratug. Hver borgaðl brúsann? Hve margar sagnir. Hve margar spurningar. arthúr björgvin þýddi 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.