Samvinnan - 01.12.1972, Síða 37

Samvinnan - 01.12.1972, Síða 37
Sigurður Líndal: SJÓNVARP VARNARLIÐSINS OG LÖGIN í LANDINU 1. Meginstefna í löggjöf um útvarps- rekstur á íslandi. Útvarp hafði ekki starfað lengi á fs- landi, unz það varð nokkuð almenn skoð- un, að ríkið ætti að hafa rekstur þess með höndum. Varð sú og niðurstaðan, þegar löggjafinn lét málið fyrst til sín taka með setningu laga nr. 31/1928 um heimild handa ríkisstjórninni til rikis- rekstrar á útvarpi. Sú skipan mála, sem þar var ákveðin, stóð í öllum höfuðgrein- um til ársins 1934. Með lögum nr. 68/1934 um útvarps- rekstur rikisins, sem leystu hina elztu útvarpslöggjöf af hólmi, var tekin upp mun eindregnari ríkisrekstrar-stefna, með því að 1. gr. laganna kvað á um einkarétt ríkisstjórnarinnar til útvarps- starfsemi, en slíkur áskilnaður hafði ekki verið í lögum þeim, er áður giltu. Var ákvæði laganna þar að lútandi orðað svo: „Ríkisstjórnin hefir einkarétt til að reka útvarp á íslandi.“ Stóð þessi grein til ársins 1966, en þá var henni breytt þannig, að einkaréttur ríkisstjórnarinnar var látinn ná til sjón- varps. Var 1. gr. laganna um útvarps- rekstur ríkisins nú orðuð svo: „Ríkisstjórnin hefur einkarétt til að reka útvarp (hljóðvarp og sjónvarp) á íslandi“ (Lög nr. 88/1966). Sömu meginstefnu er haldið í útvarps- lögum þeim, er nú gilda, nr. 19/1971. Þar er einkarétti til útvarpsrekstrar lýst svo í 1. mgr. 2. gr.: „Ríkisútvarpið hefur einkarétt á út- varpi, það er útsendingu til viðtöku al- mennings á tali, tónum, myndum eða öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt.“ Þegar þetta er haft í huga, þarf ekki að leika neinn vafi á því, hver megin- stefna hefur verið ríkjandi hér á landi um útvarpsrekstur. Rikið hefur starf- rækt útvarp frá upphafi að kalla og lengst af haft einkarétt til þess. 2. Lagalegur grundvöllur sjónvarps- stöðvar varnarliðsins til ársins 1971 Varnarlið Bandaríkjanna á íslandi hóf starfsemi sjónvarpsstöðvar samkvæmt / grein þessari er leitazt við að svara þeirri spurningu, hvort útvarpsrekstur varnarliðsins — rekstur hljóðvarps og sjónvarps — sé í samrœmi við landslög. Er niðurstaðan sú, að svo sé ekki og beri því stjórnvöldum að ajtur- kalla leyfi þau, sem veitt hafa verið. Enda þótt grein þessi sé löng, mega menn ekki álíta, að málið sé ýkja flókið. í reynd er það ofureinfalt, en hlutaðeigandi stjórn- völd hafa kosið að gera meira úr því en efni standa til og því hefur reynzt nauðsynlegt að rœða það itarlegar en ella. Með því að ný útvarpslög voru samþykkt á síðastliðnu ári, sem taka af allan hugsan- legan vafa um einkarétt Ríkisútvarpsins, er fullt tilefni nú — raunar brýn nauðsyn — til að leiðrétta allt, sem úrskeiðis kann að hafa farið um framkvœmd eldri útvarpslög- gjafar, ekki sízt það, er lýtur að hljóðvarps- og sjónvarpsrekstri varnarliðsins. Honum verður nú aö koma í það horf, að fullnœgt sé ótvírœðum ákvœðum landslaga. Hér er höfuðáherzla lögð á lagalega hlið málsins. Það álitaefni, hvort leyfa skuli varn- arliðinu þessa starfsemi, er lítt rœtt. Því er hins vegar haldið fram, að lagabreytingu þurfi, ef hana eigi að leyfa framvegis. Eins og áður sagði er málið einfalt lög- frœðilega, en varpar hins vegar skýru Ijósi á islenzka stjórnarhœtti og stjórnarfar. Marg- umtalað „lögfrœðingaveldi" birtist og í dá- lítið sérstöku Ijósi. leyfi póst- og símamálastjóra frá 4. marz 1955, sem síðan var breytt 17. apríl 1966. Ekki virðist sem gaumur hafi verið gefinn að því, við hvaða lög leyfisveiting þessi styddist, fyrr en árið 1966. Bar málið að með þeim hætti, að Félag sjón- varpsáhugamanna i Vestmannaeyjum lét í júlimánuði það ár reisa á leigulóð Póst- og símamálastjórnarinnar búnað til að veita viðtöku sjónvarpsefni frá stöð varnarliðsins og endurvarpa því til manna í Vestmannaeyjum. Brá Ríkisút- varpið nú hart við og krafðist lögbanns við endurvarpi þessu, enda væri hér gengið á einkarétt, sem því væri áskil- inn i lögum. Gekk málið til Hæstaréttar og í dómi, sem upp var kveðinn 4. nóv- ember 1966, var tekið fram, að í þágild- andi útvarpslögum nr. 68/1934 væru eng- in ákvæði, sem heimfæra mætti sjón- varpsrekstur varnarliðsins undir eða endurvarp frá því. — Ber hér að hafa í huga, að dómur Hæstaréttar var kveð- inn upp, áður en lög nr. 88/1966 tóku gildi, en samkvæmt þeim skyldi einka- réttur Ríkisútvarpsins einnig ná til sjón- varps, eins og fyrr var getið um. Taldi Hæstiréttur í dómi þessum að heimild til rekstrar sjónvarpsstöðvar varnarliðsins yrði að sækja í 3. og 10. gr. fjarskiptalaganna nr. 30/1941, en þau lög væru yngri en útvarpslögin nr. 68/ 1934 og heimiluðu ráðherra þeim, sem fæn með póst- og símamál, að veita ein- stökum mönnum, félögum eða stofnun- urn rétt til að stofna og reka fjarskipta- virki hér á landi. Hafnaði Hæstiréttur kröfu Ríkisút- varpsins um, að lögbann yrði lagt við endurvarpsstarfsemi Félags sjónvarps- áhugamanna í Vestmannaeyjum, með því að Ríkisútvarpið væri ekki réttur að- ili til að krefjast þess, heldur ráðherra sá, sem færi með póst- og símamál. Ríkisútvarpið hóf rekstur sjónvarps með stoð í 1. nr. 68/1934, eins og þeim hafði verið breytt með 1. nr. 88/1966. f sama mund og Ríkisútvarpið hóf sjón- varpssendingar sínar tilkynnti yfirstjórn varnarliðsins, að hún yrði að takmarka sjónvarpssendingarnar, og var af því til- efni skírskotað til skilyrða, sem framleið- endur sjónvarpsþátta settu fyrir því að láta þá í té sjónvarpsstöð hersins.1) Formlega má því segja, að aldrei hafi reynt á það, hvort sjónvarpsrekstur varnarliðsins hefði staðizt áfram eftir gildistöku 1. nr. 88/1966 og allt þar til útvarpslögin nr. 19/1971 leystu þau af hólmi, en úr þessu má segja, að það skipti ekki máli. 3. Lagagrundvöllur hlfóðvarps varn- arliSsins Hljóðvarp varnarliðsins er rekið sam- kvæmt leyfi útvarpsstjóra frá 1. maí 1952. Þegar höfð eru í huga ákvæði þeirra laga, sem gilt hafa um útvarpsrekstur á íslandi og áður hafa verið rakin, er aug- ljóst, að frá 1934 hefur enginn annar haft heimild til að reka útvarp en ríkis- stjórnin og frá 1971 Ríkisútvarpið sjálft. Ef miðað er við gildistöku útvarpslag- anna frá 1934, hefur aldrei verið heimild til að víkja frá einkarétti ríkisstjórn- arinnar eða Ríkisútvarpsins né held- ur framselja hann. Er því ekki unnt að sjá, að útvarpsstjóri hafi haft neina heimild til að veita leyfið 1952. Virðist því alveg ótvírætt, að leyfi þetta hafi brotið í bága við lög þau, sem gilt hafa um útvarp frá 1934. Síðar verður nokkuð rætt, hvo t hljóð- varp varnarliðsins kunni að hafa lög- helgazt af öðrum ástæðum, svo sem fyrir venju eða aðgerðarleysi stjórnvalda. 4. Hver er réttarstaSa hl|óðvarps og sjónvarps varnarliðsins eftir gild- istöku laga nr. 19/1971? Um sjónvarp varnarliðsins gegnir nokkuð öðru máli en hljóðvarp þess. Eins og fyrr er rakið komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu 4. nóvember 1966, að heimildina yrði að sækja í fjarskipta- lögin nr. 30/1941. Sennilegt má telja, að 1. nr. 88/1966 hafi kippt þeirri heimild brott, þegar þau gengu í gildi skömmu eftir að dómur féll í Hæstarétti, en ekki er ástæða til að fjölyrða frekar um það, úr því sem komið er. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.