Samvinnan - 01.12.1972, Page 39
að til. Við gerð varnarsamningsins var
því og marglýst yfir, að eitt meginmark-
mið hans væri, að dvöl varnarliðsins
hefði sem allra minnst áhrif á íslenzkt
þjóðlíf og þetta hefur síðan verið sú
stefna, sem opinberlega hefur verið við-
urkennd.4)
Þetta verður allt ljósara og fær enn
frekari staðfestingu, þegar litið er á 2. gr.
viðaukans við varnarsamninginn, sem
áður var nefndur. Þar segir í 1. tl. b-lið:
„Liði Bandaríkjanna og skylduliði liðs-
manna á íslandi ber að virða íslenzk lög
og hafast ekkert það að, sem fer í bága
við anda þessa samnings, og einkum
skulu þeir forðast að hafa nokkur af-
skipti af íslenzkum stjórnmálum. Banda-
ríkin munu gera viðeigandi ráðstafanir í
þessu skyni.“
Dvöl Bandaríkjahers á íslandi hefur
lengi verið mikið pólitískt deilumál.
Rekstur sjónvarps- og hljóðvarpsstöðvar-
innar veitir m. a. aðstöðu til verulegrar
íhlutunar um það mál. Með því einu er
liðið tekið að hafa afskipti af íslenzkum
stjórnmálum, sem er skýlaust brot á um-
ræddu ákvæði. Er því augljóst, hversu
fjarri fer, að vamarsamningurinn veiti
nokkra heimild til þessarar starfsemi.
Miklu nær er að álykta, að það séu ekki
einungis útvarpslögin, sem banna hana,
heldur varnarsamningurinn sjálfur.
Þegar þetta er haft í huga, getur 1. gr.
samningsins ekki falið annað í sér en
aðstaða skuli veitt fyrir nauðsynlegan
varnarbúnað og hermenn til þess að
halda megi uppi þeim vörnum, sem þurfa
þykir. Að sjálfsögðu felst í þessu aðstaða
til að hermönnunum séu búin viðunan-
leg lífsskilyrði, — að þeir geti eftir því
sem unnt er lifað eðlilegu og mennsku
lífi.
Hitt nær engri átt, að þessi eða önnur
ákvæði samningsins eigi að túlka svo
rúmt, að hann veiti varnarliðinu aðstöðu
til að reka bæði hljóðvarp og sjónvarp
fyrir fslendinga og þá um leið aðstöðu
til stórfelldra áhrifa í íslenzku þjóðfé-
lagi. Ekkert slíkt verður lesið úr ákvæð-
um samningsins og hefur ótvírætt aldrei
hvarflað að neinum, sem stóð að gerð
hans.
Raunar ætti ekki að vera nein þörf á
að viðhafa mörg orð um þetta: Það
stenzt alls ekki, að skýring, sem verður
ekki studd við eitt einasta orð í samn-
ingnum og fer í bága við augljósan og
yfirlýstan tilgang hans geti haft nokk-
ur áhrif á skýlaus og ótvíræð ákvæði ís-
lenzkra laga — eins og útvarpslaganna.
Hér breytir engu, þótt ríkisstjórnir
kynnu að hafa lagt blessun sína yfir
veitingu hljóðvarpsleyfisins á sínum
tíma og er sama að segja, þótt ríkis-
stjórnir hefðu skilið lög nr. 88/1966 —
sem lögðu sjónvarp undir útvarpslögin
og þá væntanlega um leið einkarétt Rík-
isútvarpsins — svo, að þau stæðu ekki
í vegi fyrir, að varnarliðið héldi fyrri
leyfum til hljóðvarps- og sjónvarps-
rekstrar. Ekki haggar það heldur neinu,
þótt rikisstjórnir kynnu að skilja út-
varpslögin nr. 19/1971 þessum sama
skilningi. Raunar er ekkert sem bendir
til að neinar ríkisstjórnir hafi skilið út-
varpslög á þann veg, heldur hið gagn-
stæða. Má í þessu samhengi minna á,
að fyrst eftir veitingu sjónvarpsleyfisins
1955 var reynt að búa svo um, að send-
ingar væru takmarkaðar við flugvöllinn,
m. a. var neitað beiðni um stækkun
stöðvarinnar 1956. Árið 1961 var hins
végar veitt leyfi til að fimmfalda orku
hennar, en það var bersýnilega veitt á
íöngum forsendum. Hér má og hafa í
huga, að yfirlýsing varnarliðsins frá 6.
september 1966 um að sjónvarpið yrði
takmarkað við næsta nágrenni Kefla-
víkurflugvallar hefur reynzt markleysa.5)
Annars verður það rætt nánar í 7.
kafla hér á eftir, hvaða áhrif aðgerðar-
leysi stjórnvalda gæti haft á rétt varn-
ai'Iiðsins til hljóðvarps- og sjónvarps-
réttar.
Utanríkisráðherra hefur þannig enga
heimild skv. varnarsamningnum frá
1951 til að veita útvarpsrekstrarleyfi —
hvorki leyfi til hljóðvarps né sjónvarps.
— Lög nr. 110/1951, sem veita varnar-
samningnum lagagildi, koma þannig að
engu haldi við að réttlæta þessa ólög-
legu starfsemi varnarliðsins.0)
6. Geta stjórnvöld veitt undanþágu
frá einkarétti Ríkisútvarpsins eða
framselt hann öðrum?
Þess hefur verið getið hér að framan,
að frá 1934 hafi aldrei verið nein heimild
í útvarpslögum til þess að veita undan-
þágu frá einkarétti Ríkisútvarpsins eða
framselja hann með öðrum hætti. Verð-
ur þetta nú rætt örlitlu nánar.
Eins og ljóst er af framansögðu, hefur
löggjafinn frá upphafi markað þá stefnu
alveg ótvírætt, að ríkið (ríkisstjórnin —
Ríkisútvarpið) ætti að hafa einkarétt til
að reka útvarp á íslandi. Til þess að
unnt væri að veita undanþágur yrði að
vera heimild til þess í lögunum. Þetta
leiðir af sjálfri 2. gr. útvarpslaganna nr.
19/1971 (og 1. gr. eldri laga). Sú aðferð
við lagasetningu væri öldungis óeðlileg
að áskilja ríkinu fyrst einkarétt ótvíræð-
um orðum en bæta svo við ákvæðum,
sem bönnuðu undanþágur eða framsal
á honum.
Á hinn bóginn væri alger nauðsyn að
taka berlega fram í lögunum, ef heimila
ætti undanþágur eða önnur frávik. Þann-
ig er og ávallt farið að í lagasetningu.
Má sem dæmi einmitt taka fjarskipta-
lögin. Þau áskilja rikinu einkarétt til
allra fjarskipta, en heimila jafnframt
ráðherra að veita undanþágur, sem
nánar eru tilteknar.
En getur þá Rikisútvarpið framselt
einkarétt sinn? Um slíkt framsal er það
almennt að segja, að stjórnarstofnun er
ekki heimilt að framselja vald sitt, nema
skýlaus heimild sé í lögum.7) Um slíkar
heimildir eru ýmis dæmi í lögum, sem
ekki er þörf á að rekja hér. Þrátt fyrir
þá meginreglu, að framsal stjórnvalds sé
óheimilt, hefur þess gætt nokkuð í fram-
kvæmd, að embætis- og sýslunarmenn
seldu vald sitt í hendur fulltrúum sin-
um og aðstoðarmönnum án þess að slíkt
hefði beina stoð í lögum .Slíka fram-
kvæmd má væntanlega telja venjuhelg-
aða a. m. k. í sumum tilvikum.
Hér hefur verið rætt um stjórnvald eða
opinbert vald og þá athugasemd má gera,
að einkaréttur Ríkisútvarpsins til út-
varpsrekstrar eigi ekkert skylt við stjórn-
vald og þvi ástæðulaust að ræða reglur,
sem um það gilda í þessu samhengi. Ef
orðin stjórnvald eða opinbert vald. eru
skilin svo, að þau feli í sér rétt og skyldu
opinberrar stofnunar til ákvörðunar á
þeim sviðum, sem henni eru helguð, er
auðsætt, að einkaréttur Rikisútvarpsins
fellur undir ofangreind hugtök — eða
hann má a. m. k. leggja að jöfnu við
opinbert vald. Heimild opinberrar stofn-
unar — eins og t. d. Rikisútvarpsins —
í þessum efnum færi hins vegar eftir
þeim reglum, sem henni væru markaðar.
Þegar þetta er haft i huga, sýnist sem
það væri ef til vill í samræmi við lög,
að Ríkisútvarpið fengi öðrum rétt til að
endurvarpa eigin útsendingum hvort
heldur væri frá sjónvarpi eða hljóðvarpi.
Þannig væri Ríkisútvarpinu hugsanlega
heimilt að framselja vald sitt og rétt
innan þeirra marka, að ekki færi í bága
við megintilgang laganna — þann, að
Ríkisútvarpið hafi einkarétt til útvarps
á íslandi.
Hitt er augljóslega óheimilt, að Ríkis-
útvarpið framselji einkarétt sinn til ann-
ars aðilja, sem er í samkeppnisaðstöðu
við það og lýtur að auki yfirráðum er-
lendra stjórnvalda. Raunar má segja, að
slíkt framsal á valdi feli nákvæmlega
það sama í sér og að veita undan-
þágu frá einkaréttinum. Er því ekki þörf
á að orðlengja um það frekar en þegar
hefur verið gert í upphafi þessa kafla.
7. Hefur sjónvarp varnarliðsins lög-
helgazt fyrir venju?
Þegar haft er í huga, að hljóðvarp
varnarliðsins hefur nú verið starfrækt í
20 ár — að vísu andstætt ákvæðum út-
varpslaga — mætti e. t. v. hreyfa því,
hvort það hafi ekki samt sem áður lög-
helgazt fyrir venju. Sjónvarpsrekstur
varnarliðsins megi af sömu ástæðu telja
löglegan, þótt hann hafi staðið skemur.
Hér hafi það í raun og veru gerzt, að
venja hafi vikið til hliðar settum laga-
ákvæðum.
Viðurkennt er, að venja geti orðið
grundvöllur réttarreglu, jafnvel með
þeim hætti að þoka til hliðar settu laga-
ákvæði. Getur þá hvort tveggja gerzt:
Réttarvenjan fellir úr lögum tiltekið á-
kvæði án þess að ný regla komi í stað-
inn eða venjan leiðir til þess, að ný
regla verði til, er leysi hina settu reglu
af hólmi.
í fyrra tilvikinu er talað um, að lög
falli úr gildi fyrir fyrnsku (desvetudo) og
eru vafalaust til ýmts dæmi um það í ís-
lenzkum rétti, þótt mjög sé hins vegar
fátítt, að dómstólar hafi viðurkennt
brottfall laga fyrir þessar sakir.
Skýr dæmi um síðara tilvikið — að
venja móti nýja reglu, sem felli brott
ákvæði í settum lögum, eru þó enn vand-
fundnari. Er t. a. m. mjög fátítt, að slíkt
komi til álita í dómsmálum hér á landi
og tæpast unnt að benda á, að dómur
31