Samvinnan - 01.12.1972, Síða 42
sagna er máliS með afbrigðum einfalt
og fjarri því að vera nokkurt lögfræði-
legt vandamál. Á hinn bóginn sýnist
gæta einhverrar viðleitni til að gera
málið flóknara en efni standa til, og af
þeim sökum er greinargerð þessi orðin
jafnlöng og raun ber vitni.
Þótt mál þetta sé ekkert lögfræðilegt
vandamál, er það allrar athygli vert fyrir
aðrar sakir. Það er ágætt dæmi um tví-
skinnung íslendinga í viðhorfi þeirra til
laga og réttar. Það varpar og skýru ljósi
á þá andlýðræðislegu þróun, sem flestir
finna fyrir, en fæstir eiga kost á að
rekja lið fyrir lið. Þá sýnir það og glögg-
lega hlut lögfræðinganna í því að rétt-
læta þessa þróun — hvernig það er gert
með orðalagi, sem er hæfilega framand-
legt til að fá á sig yfirbragð þeirrar lög-
speki, sem er ofar skilningi venjulegra
manna. Af þessu þróast síðan stjórnar-
hættir, sem helzt minna á launhelgar. Á
þeim kunna engir skil nema „sérfræð-
ingar“ — hinir innvígðu. — Með því er
hringnum lokað. Hinn lýðræðislega kjörni
stjórnmálamaður hefur nú fengið það,
sem hann er talinn þurfa til að réttlæta
aðgerðir eða aðgerðaleysi. í stað þess að
vera fulltrúi kjósenda gagnvart stjórn-
kerfinu, er hann orðinn fulltrúi þess
gagnvart kjósendum.
Skal þetta nú útlistað ögn nánar með
hliðsjón af sjónvarpsmálinu og með-
ferð þess.
í viðhorfi íslendinga til laga og réttar
gætir áberandi tvískinnungs. Þeir eru
allra manna iðnastir við lagasetning, en
að sama skapi ófúsastir til lagafram-
kvæmdar. Endurskoðun laga og setning
nýrra er það úrræði, sem oftast heyrist
nefnt, þegar vanda ber að höndum —
sjaldan er hins vegar um það spurt, hvað
lagaframkvæmd líði. Sá embættismaður
sem framfylgir lögum, er ekki í neinum
sérstökum hávegum hafður — hinum er
hossað, sem sýnir linkind og slóðaskap.
Hann fær það orð að vera laus við smá-
smygli, frjálslyndur og umburðarlyndur.
Allir kannast við það úr opinberum
umræðum, að ekkert þykir sjálfsagðara
en ströng lög um verndun fiskistofna —
löggjöf, sem hefur að geyma þung viður-
lög, ef út af er brugðið. Þegar hins vegar
að því dregur, að brotlegir menn eigi að
svara til saka, kemur annað hljóð í
strokkinn. Að vísu verða þeir menn að
sætta sig við formlega málsmeðferð og
dóm, þótt engan veginn gerist það mögl-
unarlaust. Hitt þykir aftur alger ósvinna
að framfylgja slikum dómum, t. d. að
innheimta sektir, enda eru fá tækifæri
látin ónotuð til að „náða“ landhelgis-
brjóta. — Víst mætti nefna fleiri áþekk
dæmi, þótt ekki sé tóm til þess hér.
Þessi tvískinnungur er og harla aug-
ljós í því máli, sem hér er til umræðu.
Lög eru sett um skýlausan einkarétt
Ríkisútvarpsins til útvarpsrekstrar. Þessi
stefna er áréttuð við hverja endurskoðun
þeirra. Hins vegar sýnist enginn, sem
hlut á að máli, telja neina ástæðu til að
framfylgja þessum einkarétti. Núverandi
ráðamönnum Rikisútvarpsins virðist vera
það svo fjarri skapi, að vandséð er, hvort
þeir telji fremur skyldu sína að gæta
hagsmuna varnarliðsins eða Ríkisút-
varpsins.
Áhugaleysi og deyfð er sameiginlegt
vandamál allra, sem við stjórnmál fást,
og eitt algengasta umkvörtunarefni, þeg-
ar opinberum yfirlýsingum og ræðuhöld-
um sleppir. Eru til ýmsar skýringar á
því, hvað valdi og virðist sú vera sanni
næst, að allur þorri manna sjái engan
tilgang í stjórnmálastarfi: hann geti
hvort eð er engin áhrif haft, og sé þvi
ástæðulaust að eyða tíma og erfiði í
jafntilgangslausa iðju. Slik viðhorf mót-
ast m. a. af því, að menn finna, að lýð-
ræðið er með einhverjum hætti óvirkt,
en eiga hins vegar sjaldnast kost á að
fylgjast svo rækilega með gangi mála,
að þeim sé unnt að gera sér glögga grein
fyrir, hvað raunverulega valdi.
Meðferð sjónvarpsmálsins varpar skýru
ljósi á þessa þróun, þannig að af henni
má ýmislegt ráða um það, hvernig lýð-
ræðisstjórnarhættir úrkynjast stig af
stigi, unz þeir verða með öllu óvirkir.
Eitt meginatriði lýðræðisstjórnarfars
er það, að þjóðfélagsþegnunum á að gef-
ast kostur á að hafa áhrif á stefnumótun,
og er óþarft að lýsa þvi nánar, hvernig
það á að gerast með almennu kjöri full-
trúa til löggjafarsamkomu á ákveðnum
fresti. Þessari skipan hefur raunar oft
verið fundið ýmislegt til foráttu, og það
dregið í efa, að hún tryggði lýðræðislega
stjórnarhætti í reynd. En við hana verð-
ur þó að una eins og sakir standa, hvort
sem síðar tekst að finna aðra betri.
Nú ber svo við hér á landi, að ríkis-
stjórn situr, sem hefur þá yfirlýstu
stefnu að láta varnarliðið hverfa af land-
inu. Að sjálfsögðu hlýtur eins og hér
stendur á að felast í þessari stefnu það
sem minna er: að varnarliðið skuli hafa
sem minnst áhrif á íslenzkt þjóðlíf, með-
an það dvelst hér á landi, þ. á m. að
það starfræki ekki jafnöflug áróðurstæki
í íslenzku þjóðfélagi og útvarps- og sjón-
varpsstöðvar, sem senda út miklu lengri
tíma en innlendar stöðvar.
Lokun varnarliðssjónvarpsins hefur og
verið yfirlýst stefna a. m. k. tveggja
stjórnarflokka — Alþýðubandalagsins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri manna,
svo og nokkurs hluta Framsóknarflokks-
ins.
Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það að
Alþingi hafi síðan 1934 þrisvar sinnum
ítrekað þá stefnu, að ríkið eigi að hafa
einkarétt á útvarpi (síðan 1966 á hljóð-
varpi og sjónvarpi), og sú stefna hafi
við hverja endurskoðun laganna verið
skýrar og ótvíræðar mörkuð, geta emb-
ættismenn þeir, sem til framkvæmda eru
settir, komið í veg fyrir, að það sé gert.
Er þá ekki ófyrirsynju, þótt spurt sé:
Til hvers er verið að kjósa til Alþingis?
Til hvers eru flokkar að marka ákveðna
stefnu? Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru
bersýnilega með öllu áhrifalausir.
Annar kostur lýðræðisstjórnarfars á að
vera aðhald, sem það veitir. Æðstu emb-
ættismenn stjórnarframkvæmdar (ráð-
herrarnir) bera ábyrgð fyrir hinum
þjóðkjörnu fulltrúum (þingmönnunum),
m. a. með því að ákvarðanir þeirra séu
framkvæmdar. Embættismenn bera síðan
ábyrgð gagnvart ráðherra. — En hvernig
er þessi ábyrgð í reynd? Hvert er að-
haldið?
í því máli, sem hér er gert að umtals-
efni, bregzt Alþingi hlutverki sinu. Það
lætur átölulaust, að lög séu þverbrotin
og gerðir þess ómerktar. Það auglýsir
með því hlutverk sitt sem afgreiðslu-
stofnun stjórnkerfisins, og er það í sam-
ræmi við það, sem áður sagði, að stjórn-
málamaður sá, sem fólkið hefur kosið
til trúnaðarstarfa, er ekki lengur fulltrúi
þess gagnvart stjórnkerfinu, heldur um-
boðsmaður stjórnkerfisins gagnvart kjós-
endum.
Ef einhver óbreyttur kjósandi skyldi nú
vilja veita embættismönnum aðhald, sem
hinir kjörnu fulltrúar láta undir höfuð
leggjast að gera, t. d. með því að fá
staðfestingu dómstóla á ólögmæti að-
gerða eða aðgerðaleysis, stoðaði það
sjaldnast, því að hann yrði í fæstum til-
vikum talinn „réttur aðili“. Sá, sem
stefnt væri, yrði væntanlega sýknaður,
vegna þess að stefnandinn teldist ekki
réttur aðili málsins. Ef þessi almenni
borgari vildi hins vegar fara þá leið að
kæra hlutaðeigandi embættismann fyrir
vanrækslu í starfi, eru litlar líkur á að
neitt ynnist við það.
Margvíslegar misfellur geta verið í
starfi embætismanna, þótt ekki verði af-
brot kölluð, þannig að-enginn grundvöll-
ur sé til ákæru. Þegar svo stæði á, gætu
komið til álita sérstök viðurlög með stoð
í lögum um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins (áminning eða brott-
vikning úr starfi). Til tíðinda mætti þó
telja, ef stjórnvöld létu þannig til skarar
skríða gegn embættismönnum, þótt starfi
þeirra væri ábótavant í ýmsum greinum,
enda yrði þá einatt stéttarfélögum að
mæta. í reynd má því telja slikar réttar-
farsleiðir útilokaðar.
Ef t. a. m. einhver óbreyttur borgari
vildi láta á það reyna fyrir dómstólum,
hvort starfsemi varnarliðsútvarpsins
(hljóðvarps og sjónvarps) væri lögleg,
eru engar likur til að dómstólar tækju
kröfu hans til greina, þótt sjónarmið
stefnandans um ólögmæti stöðvarinnar
34