Samvinnan - 01.12.1972, Side 43

Samvinnan - 01.12.1972, Side 43
hefðu við full lagaleg rök að styðjast. Ástæðan væri sú, að hann yrði ekki tal- inn réttur aðili, en aðildarskortur leiðir til sýknu skv. íslenzkum réttarfarslögum. Samkvæmt því, sem áður er rakið, eru ekki heldur neinar líkur til þess, að kæra á hlutaðeigandi embættismenn bæri neinn árangur. f reynd er því allt aðhald óvirkt, sem lýðræðisskipulag á að veita. í stað for- ystumanna, sem bera ábyrgð, kemur lok- að samfélag embættismanna, sem ber ekki ábyrgð gagnvart neinum og enginn þjóðfélagsþegn getur náð til, því að innan þess eru allir „réttir aðiljar“. Það er þetta lokaða samfélag manna í áhrifastöðum, sem í reynd getur svipt þjóðkjörið þing myndugleika sínum og ómerkt gerðir þess. Þetta er það, sem í reynd hefur gerzt í sjónvarpsmálinu eftir samþykkt útvarpslaganna 1971 — og óhætt er að fullyrða, að það gerist á fjölmörgum öðrum sviðum. En hér má ekki láta staðar numið. Ekki nægir það eitt að ómerkja löggjaf- arsamkomuna. Jafnnauðsynlegt er að löghelga þær athafnir eða athafnaleysi, sem þetta lokaða samfélag telur sér henta — og er þá komið að hlut lögfræð- inganna. Nú er lögfræði ekki svo afdráttarlaus fræðigrein, að ekki megi finna flestu, sem gert er, einhverja réttlætingu. Er þetta alkunnugt í málarekstri fyrir dóm- stólum, þar sem talsmönnum málsaðilja hvorum um sig er skylt að draga fram allt, sem verða má til styrktar málstað skjólstæðinga þeirra, jafnvel það sem hef- ur við veik rök að styðjast. Felur það ekki skilorðslaust í sér, að málflytj andinn sé fullkomlega sannfærður um réttmæti þess, er hann segir, heldur einungis ósk eða tilmæli til dómstólsins um að taka þau atriði til athugunar áður en málið verði dæmt. Þetta þarf ekki að koma að sök i réttarfarinu, því að dómstóll vinn- ur fyrir opnum tjöldum, hann verður að rökstyðja dómsniðurstöðu sína, og dóm- inum kann að verða áfrýjað til Hæsta- réttar, þar sem öll málsmeðferðin og dómurinn sjálfur sætir endurskoðun. I oks eru dómar Hæstaréttar gefnir út og þá um leið héraðsdómur sá, sem áfrýjað var. Líklegt má og telja, að dómurinn verði síðar ræddur og reifaður í kennslu, í fræðilegum umræðum og fyrir dómi, ef svipað tilvik kemur upp aftur og vitnað er í hann sem fordæmi. Slíkt aðhald skortir nálega alveg í stjórnsýslunni. Þar er því ávallt sú hætta, að leitazt sé við að finna aðgerðum stjórnvalda eða aðgerðaleysi þeirra ein- hverja réttlætingu, — einhverja skýr- ingu, hversu langsótt sem hún kann að vera eða fjarri sanni. Hið lokaða sam- félag þarf einhverja réttlætingu — skipt- ir minnstu máli hver hún er, því að engar líkur eru til þess, að nokkru sinni þurfi að standa við hana eða færa rök fyrir henni. Þess vegna getur hin lang- sóttasta ályktun verið alveg nægileg. Enginn vandi er því að finna varnar- liðsútvarpinu einhverja réttlætingu, en það geta menn þó ekki, nema með því að gerast um leið talsmenn þess og verða þó að rækja það hlutverk með kostgæfni. í þessum anda er það að réttlæta sjón- varpið með þvi að slá fram þeirri full- yrðingu, að það hafi löghelgazt fyrir að- gerðaleysi stjórnvalda eða venju — og þá venju sem viki til hliðar settum lög- um eða þrengdi ákvæði þeirra (í þessu tilviki 2. gr. útvarpslaganna). Til þess að fullkomna hið fræðilega yfirbragð má íklæða réttlætinguna búningi latín- unnar og segja, að myndazt hafi consue- tudo contra legem eða þá consuetudo derogativa. Enn mætti benda á „anda“ varnarsamningsins, „meginreglur“ hans eða „grundvallarreglur“ án allrar nánari tilgreiningar. — Ef lögmæti útvarps og sjónvarps varnarliðsins væri til úrlausn- ar fyrir dómstólum, væri ekki óeðlilegt, að málflytjandi varnarliðsins tíndi til slíkar ástæður án þess að hann væri ýkja trúaður á, að þær hefðu nokkur áhrif. En ekki hæfir að íslenzk stjórnvöld taki ákvarðanir á slíkum grundvelli og sízt í skiptum við erlendar þjóðir, enda er hér að framan sýnt fram á haldleysi þessara raka. Jafnvel þótt ekki takizt að sannfæra neinn með slíkum lagarökum, gera þau sitt gagn eigi að síður. Með þeim má vekja þá hugmynd meðal almennings, að hér sé um mjög flókið lögfræðilegt álita- efni að ræða og því ekkert hægt að að- hafast. Málinu er með öðrum orðum lyft upp á svið launhelganna og verður bann- heilagt. Um það má helzt ekki ræða — og í íslenzkum stjórnmálum úir og grúir af slíkum bannhelgum umræðuefnum, sem allir stjórnmálamenn eru sammála um að ræða helzt ekki. Þannig lognast lýðræðislegt stjórnar- far út af. Eftir standa aðeins ályktanir flokksþinga, og kröfur funda um aukið lýðræði — um atvinnulýðræði, efnahags- legt lýðræði, skólalýðræði o. s. frv. Þess- um kröfum reynir svo það alþingi að framfylgja, sem kennt er við götuna með nöldri, hrópum eða skyndiupphlaup- um, sem beinast ekki að neinu ákveðnu marki og leiða ekki til neins, því að kerf- ið er ónæmt fyrir þessum atlögum. Oft er minnzt á hættur, sem steðja að lýðræðinu, og ekki skortir áskoranir þjóðarleiðtoga um að standa vörð um það. Einkum er brýnt fyrir mönnum að vera vel á verði gegn ýmsum útlendum öfgastefnum, sem vilji lýðræðið feigt. Á hitt er sjaldnar minnzt, hvernig lýð- ræðinu vegni í höndum þessara vöku- manna sjálfra. Enginn spyr, hvort hugs- anlegt sé, að það kunni að lognast út af undir handleiðslu þeirra, að vísu ekki með hávaða, heldur í mesta lagi með kjökri og kveinstöfum. Ef til vill þurfa lýðræðissinnar ekki síður að vera á verði gagnvart vinum þess en óvinum. 4 NOKKRAR TILVÍSANIR 1) Bréf yfirmanns varnarliðsins er dagsett 6. sept- ember 1966, en bréf utanríkisráðherra 7. s. m. Þar lýsir utanríkisráðherra bví að „ríkisstjórn íslands muni ekki vera mótfallin tillögu yðar (yfirmanns varnarliðsins) um að draga úr sjón- varpssendingum . . .“. Tíminn 8. september 1966 og önnur blöð um svipað leyti. 2) Morgunblaðið 2. marz 1972. (Yfirlýsing frá póst- og símamálastjóra). Vísir 9. nóvember 1972, þar sem utanríkisráðherra á sennilega við varnar- samninginn. 3) Oppenheim-Lauterpacht, International Law I (1963), 950 o. áfr. Castberg, Folkerett (1948), 134 o. áfr. 4) Lögð er áherzla á, að 5. gr. „sé hinn rauði þráður samningsins“ í áliti meiri hluta varnar- samningsnefndar. (Alþt. 1951 A, bls. 379—80). Sama segir Stefán Jóh. Stefánsson í ummælum. (Alþt. 1951 B 110). Bjarni Benediktsson þáver- andi utanríkisráðherra kemst svo að orði: „Ef borið er saman orðalag samningsins frá 1941 (herverndarsamningsins við Bandaríkin) og orða- lag þessa samnings, þá sést, að mjög miklar hömlur eru lagðar á Bandaríkin með þessum samningi og að réttur okkar er meiri en hann var samkvæmt samningnum 1941.“ (Alþt. 1951 B 169). 5) Þórhallur Vilmundarson, íslenzk menningarhelgi (1964), 6 o. áfr. Sigurður A. Magnússon, Sjón- varpið, Helgafell 3 (1964), 9 o. áfr. 6) Milliríkjasamningur, sem hefði ekki lagagildi, væri hér áhrifalaus, sbr. Ólafur Jóhannesson, Stjórn- skipun íslands (1960), 178 o. áfr. 7) Ólafur Jóhannesson, Stjórnarfarsréttur (1955), 176 o. áfr. 8) Ármann Snævarr, Almenn lögfræði (1972, fjölr.), 130 o. áfr. 9) Ólafur Jóhannesson, Stjórnarfarsréttur (1955), 16 o. áfr. 10) Hér má og minna á það, sem fyrr sagði, að Hæstiréttur taldi í dómi sínum 4. nóv. 1966, að sækja yrði lagaheimild til að veita sjónvarps- leyfið í fjarskiptalögin nr. 30/1941 — m. ö. o. hcimildina yrði að sækja í sett lög, en ekki réttarvcnju. Á hana var ekki minnzt í dómi Hæstaréttar. 11) Ármann Snævarr, Almenn lögfræði (1972), 181 o. áfr. 12) Þessi niðurstaða er efnislega á sömu lcið og hjá Olafi Lárussyni í ritgerðinni Afnám skattfrelsis. Lög og saga (1958), 23 o. áfr. 13) Af handahófi má nefna 1. nr. 105/193'j, 4. gr.; 1 nr. 66/1946, 53 og 54. gr.; 1. nr. 40/1968, 87. gr. 14) Gaukur JÖrundsson, Stjórnskipuleg vernd afla- hæfis .atvinnuréttinda og atvinnufrelsis, Ulfljótur 1968, 177—178. 15) Alþt. 1928, B 1650 ; 1657—1658. 16) Ólöglegar athafnir eða athafnaleysi stjórnvalda hcfur valdið opinberum aðiljum réttarspjöllum. Meðal síðustu dæma um slíkt má nefna dóm Hæstaréttar í máli Félags landeigenda á Laxár- svæðinu gegn Laxárvirkjun og Norðurverki hf., sem upp var kveðinn 15. desember 1970. Var lög- bannskrafa landeigenda við framkvæmdum Lax- árvirkjunar að nokkru leyti tekin til greina, m. a. af því að ekki hafði verið gætt ákvæða vatna- laganna nr. 15/1923, 144 gr. c. Mátti þó benda á, að virkjanir hefðu risið undanfarna áratugi án þess að gætt hefði verið ákvæða laganna. Dómurinn sýnir, að ekki hefur Hæstiréttur talið, að nein venja löghelgaði þá framkvæmd. — Þá sjaldan mál eins og þessi eru lögð fyrir dóm- stóla kemur furðuoft í ljós, hvernig stjórnvöld láta undir höfuð leggjast að fylgja settum reglum. 35

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.