Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 45

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 45
milli valds mannsins og siðmenningar hans — en ekki endilega háð minna magni mannlegs lífs almennt. Minna magn þarf hér ekki endilega að þýða meiri gæði. Athugum nú fjölskyldulífið nánar: Áð- ur fyrr hafði magnið, þ. e. stærð fjöl- skyldunnar, mikil áhrif á gæði mannlífs- ins; enda þótt ekki væri unnt að veita öllum meðlimum fjölskyldunnar góða menntun, var þeim samt öllum gefið tækifæri til að efla skilning sinn á mann- legu samfélagslifi. Það er óumdeilanlegt að þetta atriði er fremst i flokki mann- legra gæða. Nú er ekki óskað eftir stórum fjölskyldum af gömlu gerðinni af skilj- anlegum ástæðum. Á hinn bóginn fær ávallt fleira fólk betri menntun. Það er þýðingarmikið að skilja, að þrátt fyrir sína góðu menntun lærir einstaklingur- inn ekki jafnhliða að afla sér áður- nefndra gæða, sem felast í góðum skiln- ingi á mannlegu samfélagi. Það er því ástæða til að spyrja, hvort ekki sé rétt að athuga takmark og aðferðir nútíma- menntunar nánar, áður en menntun er talin til mannlegra gæða gagnrýnislaust. Þessar vangaveltur eru hér til umhugs- unar. Vitaskuld eru mannleg gæði ekki bara til í ofannefndu formi, og vitaskuld verður að ákvarða hugtökin siðmenning, menntun og skilning á samfélagslífi nán- ar til þess að geta borið þau betur saman á einu sviði og fá þar með raunhæft svar. Hér skal aðeins bent á, að viðhorf manns- ms eru háð siðmenningu hans og þar með einnig því íbúðarformi, sem menningin býður honum upp á sem húsaskjól. Maðurinn og húsaskjól hans Til að skilja tilgang húsaskjóls er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir þróun þess. Athyglisverðasti hluti þróunarinn- ar er náttúrlega byrjunin, en það er einnig erfiðast að afla sér þekkingar um hana: Hvernig varð húsaskjól til í al- mennri skilgreiningu þess hugtaks? Þekking arkitektsins á þessu hugtaki og upphafi þess er eins þýðingarmikil fyr- ir hann og fyrsta skref frummannsins er fyrir mannfiæðinginn. Einhvern tíma var frummaðurinn varla eða alls ekki háður húsaskjóli. Óviðunandi ytri áhrif, eins og t. d. skyndilegar veðurfarsbreytingar eða hættur af völdum annarra manna eða dýra, gætu hafa valdið því að frummað- urinn leitaði fyrst húsaskjóls í takmark- aðan tíma. Tortryggni gegn og ótti við lokað rúm skýlisins hlýtur alla vega að hafa verið yfirunnin vegna enn meiri ytri hættu. Endanleg áhrif þessara ytri aðstæðna i sambandi við líkama manns- ins er rétt að athuga nánar. Tvö atriði virðast skipta nokkru máli í þessu sam- bandi: 1. Frummaðurinn án staðbundins skýlis mun hafa farið yfir svæði á ævi sinni sem nemur um það bil 250.000 ferkílómetr- um. Sem ibúi staðbundins skýlis mun hann aðeins hafa þekkt svæði er nemur tíunda hluta af því fyrra. Það væri rök- rétt að álykta, að sú fyrri flakkandi manngerð hafi aflað sér meiri og fjöl- breyttari reynslu, sem með tímanum hafði meiri hugkvæmni og fjölþættari skilningshæfileika í för með sér, en hin manngerðin sem var bundin heima við. í framhaldi af þessu væri hægt að álykta að staðbundið húsaskjól hefði viss neikvæð áhrif. Ekki má þó gleyma því, að áhrif fasta skýlisins á manninn hafa alveg eins haft jákvæð áhrif. Hina andlegu og tæknilegu þróun, sem hefur mótað manninn, er t. d. hægt að telja til hinna jákvæðu áhrifa þeirrar stað- reyndar að maðurinn leitaði húsaskjóls. Yfirgæfi maðurinn í dag skýli sitt til þess að búa aftur óháður úti í náttúrunni, þá annað hvort tortímdist hann eða menningarbundnar venjur hans, tækni- legir og andlegir hæfileikar mundu minnka og sennilega tapast á nokkrum kynslóðum. Athugum aftur neikvæð áhrif stað- bundins skýlis: Áður var sagt að íbúi sliks skýlis aflaði sér minni reynslu og væri þar með einnig meira lokaður gegn ytri aðstæðum heldur en íbúar færanlegs skýlis. Ef stöðug færsla húsnæðis hafði áður fyrr þau áhrif, að maðurinn varð útsjónarsamari og öðlaðist fjölþættari skilning, er eðlilegt að bera þessa hug- mynd saman við nútíð okkar: Hvað hefði það í för með sér ef nútímamaðurinn segði skilið við jarðfasta ibúð sína og 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.