Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 49

Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 49
Tölurnar segja óhugnanlega sögu. Bara í sprengjuefni hefur verið stráð niður sem samsvarar 350 Híroshima- sprengjum á fyrstu þrem árunum undir stjórn Nixons (1969, 1970 og 1971. Sprengjuárásirnar á þessu ári eru þá ekki meðtaldar, en þær hafa verið um- fangsmeiri en nokkru sinni fyrr á báða hluta landsins. Aths. þýðanda) á land- svæði sem er jafnstórt Finnlandi og miklu minna en Kalifornía. Meira en 20 milljónir sprengjugíga hafa myndazt og eitrað gróðursæla jörðina. En það sem Víetnamar hafa um það að segja — einkennandi fyrir þjóðina — er engu öðru sambærilegt í djörfung og vizku: „Þetta verða grafir fyrir Banda- ríkjamenn, sem þeir hafa sjálfir grafið.“ Þeir berjast, fæðast og deyja i bar- áttu, hvern mánuð, hvert ár, hvern ára- tug og hverja kynslóð. Þeir ráku Mongóla burt fyrir mörgum öldum, kínverska keisaraveldið fyrir hundruð árum, Japani og Frakka ekki alls fyrir löngu, og nú munu þeir reka Bandaríkjamenn af höndum sér. Þannig hafa þeir rekið ár- ásargjörnustu og öflugustu veldin burt úr landi sínu. Það mun taka lengri tima, verða enn grimmilegra og krefjast enn fleiri fórna. Marga mánuði eða mörg ár í viðbót. Konum þeirra og börnum kann að verða nauðgað, þau kunna að verða skaðbrennd, gelt, pynduð eða drep- in. Hinum fögru óshólmum, þar sem % af íbúum landsins búa, kann að verða sökkt með flóðum og þeir um leið eyði- lagðir. Margir íbúanna kunna að deyja — óhugnanlega þrútnir — af hungurs- neyð og drukknun þegar Bandaríkja- menn hafa eyðilagt flóðgarða þeirra og sökkt landinu með gerviregni. Ho Chi Minh hefur sagt við þjóð sína: „Því nær sem við komumst sigrinum, þeim mun meiri munu erfiðleikar okkar verða." En þeir halda áfram að sækja fram —• alveg þangað til síðasti Banda- rikjamaðurinn hefur verið þvingaður til að sleppa járntaki sínu á Vietnam. Það er skylda okkar allra, hvort sem við tilheyrum lítilli þjóð eða stórri, að láta Víetnömum í té allt sem þeir óska, og allt sem þeir þarfnast. Þeir ögra og eru í þann veginn að vinna sigur á tækni- þróuðustu hernaðarvél sem heimurinn hefur nokkru sinni kynnzt. Bandariska ríkisstjórnin leitar eftir lausn fyrir kosn- ingarnar, en heldur á sama tíma áfram þjóðarmorðinu — á þessu hrausta, góða og gjöfula fólki — og umhverfiseyðilegg- ingunni með síauknum hraða. Körlum og konum í öllum löndum, heiðarlegu fólki og þjóðum ber að taka á sig stað- föstustu og gjöfulustu skuldbindingu gagnvart Víetnam — þá að margfalda átak sitt til að hjálpa við að vinna sigur á hinni djöfullegu bandarísku stríðsvél. Nú þegar allt annað er tapað og ekki dugir ekki lengur að „jarðsprengja", gripa Bandaríkin til enn hræðilegri og út- smognari úrræða til að hræða fólkið í Víetnam og þrýsta á samningamenn þess í París! Ef um væri að ræða næga einingu og hugrekki á öðrum stöðum, yrðu tundur- duflin í höfnum Víetnams fljótt gerð óskaðleg. Samkvæmt upplýsingum frá Pentagon er hægt að gera það á fimm mínútum! Hitler og menn hans fóru rænandi og ruplandi um Evrópu og Asíu, meðan reykurinn steig upp frá líkofnunum og fólk var þvingað i þrældóm. Alþýðan í næstum öllum löndum reis þá upp til að berjast af öllum sínum mætti. Þá stóð fólk og þjóðir í ástríðufullri einingu um baráttuna við að ryðja fasismanum burt af jörðinni. Árangurinn af þessari einingu og óttaleysi var sá, að skjótur sigur vannst. Þá var ekki nóg að fara í mótmælagöngu, gefa út hneykslaðar yfir- lýsingar, styðja með peningum eða efn- um, skrifa, tala eða mála gegn fasism- anum. Það verður ekki heldur nóg i dag, enda þótt það sé það minnsta sem maður getur gert, þegar haldið er uppi stríði — sem er verra en stríð Hitlers — gegn lítilli þjóð. Bandarísk alþýða — blökkumenn, æskumenn og menntamenn — lærir smám saman að snúast til varnar með árangursríkari hætti. Menn munu upp- götva nýjar baráttuaðferðir, sérstakar og ólikar þeim sem áður tíðkuðust. Banda- rikjamenn vilja ekki vera þöglir glæpa- nautar í glæpsamlegasta stríði sem mannkynssagan greinir frá. Við getum hjálpað til við að reka burt síðasta inn- rásarmanninn, færa aftur frið þeirri jörð sem við höfum lagt í auðn! Ef við gerum það ekki, mun kjarkleysi okkar leiða land okkar út í enn meira hörm- ungarástand en það er í nú. Heimsveldin vaxa upp til tinda valds síns og verða nauðsynlega að færa út kvíarnar með árásarstriðum og gera inn- rásir á annarra landsvæði. En smám saman hefst rotnunin og spillingin inn- anfrá — og líka útífrá. Nýlendurnar brjóta sig, „þrælarnir" gera uppreisn. Tök heimsvaldastefnunnar er aðeins hægt að losa með öflugum höggum þess- ara þræla og með aðgerðum innanfrá — af heilbrigðum pólitískum almenningi. Þannig leystust heimsveldin upp, þannig moluðust þau. Þannig fór með Egyptaland, Assyríu, Grikkland og Rómariki, fjölda asiskra og evrópskra heimsvelda, þar með talin rússneska keisaradæmið og Hitlers- Þýzkaland. Og þannig mun fara fyrir bandaríska heimsveldinu eða hverju öðru heimsveldi sem kúgar sitt eigið fólk og eyðileggur annað fólk og þjóðir. Á með- an heldur líf fólksins áfram. Það berst, veitir mótspyrnu og byggir upp aftur. Það prófar sig áfram, hrasar, en finnur að lokum veginn sem það vill fara. Víetnamar eru í þann veginn að sanna raungildi þessa sögulega lögmáls beint fyrir augum okkar með því að fórna landi sínu og lýð fyrir æðri málstað. Það er ekki einungis um þjóðarmálstað að ræða, ekki bara alþjóðlegan málstað, heldur málstað manneskjunnar sem er alheimslegur og óafturkallanlegur: Það er um að ræða málstað fólks, sem af ástríðu elskar frið, frið fyrir sjálft sig og fyrir allt mannkyn. (Júlí 1972) Sveinn Rúnar Hauksson þýddi. Unnur S. Bragadóttir: ÞRJÚ LJÓÐ HERRA FORSETI Herra forseti, hæstvirtur sjötti ráðherra sagði, að hæstvirtur...........o. s. frv. Þruglandi þetta í þinghúsinu meðan fólkið stendur fákiætt úti í frostinu, bíðandi bættra lífskjara. — Afhverju ekki að tala hvert við annað rétt eins og móðir mín kenndi mér í hversdagsleikanum? — Afhverju ekki að sleppa þessu hátíðlega tali, sem tefur fyrir og er leiðinlegt? — Afhverju þessa sýndarmennsku? — NIÐDIMM NÓTTIN Þessi undarlega þögn og nóttin, — niðdimm nóttin. Ég, Ijósþyrst og óttaslegin, alein í nóttinni, niðdimmri nóttinni. Þessi undarlega þögn og draumurinn, óttalegur draumur. Við undir stóru tré og hrafninn með mannshönd, ataða blóði almúgans. Að láta þjáningar annarra sig einhverju skipta. — Að fórna. — Annars ekkert. Elsku bezti, ekki horfa á sjónvarpið í kvöld, komum heldur og sköpum skilyrði. — ÞAÐ ER SIÐUR „Sturtaðu niður," nöldraði konan. ,,Nei,“ sagði maður, „því miður, það er nefnilega ekki siður í stórii blokk að sturta niður svona seint, því eftir klukkan tíu á að vera friður, — það er siður, því miður." — ,,Jæja,“ sagði konan, og kipraði augun, „opnaðu þá gluggann.11 Þ/áinn Bertelsson: Ljóð Skarð í tímann eru áramót og fuglar hólmans svífa þöndum vængjum miðja vegu milli hins liðna og ókomna í tómi þar sem ár mætast birtist andlit frelsara vors hver sem hann er óskýr mynd af síðum dagblaða ósk um betra hlutskipti áþreifanlegri hamingju en ný ár fyrir gömul sú er uppskera draumsins 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.