Samvinnan - 01.12.1972, Side 53

Samvinnan - 01.12.1972, Side 53
Engar sÖnnur hafa veríð, né verða, færð- ar á það að þörf sé á fimm flokkspóli- tískum dagblöðum til að halda uppi nauðsynlegum fréttaflutningi og umræðu um þjóðmálin — hvað þá að frásögn og umræða annarra viðfangsefna eigi eða þurfi að mótast meir og minna af póli- tískum hagsmunum og afstöðu blaðanna. Hér með er i rauninni komið að öðru og meira máli sem ekki er kostur að ræða nánar: hvort núverandi flokkakerfi sam- svari í raun og veru pólitískri skoðana- rnyndun í landinu. Og hvort aðrar skoð- anir manna skipist í kerfi af þeirra pólitísku skoðunum. Eða er fyrirfram sjálfgefið að svo sé? Ekki náði sú hugmynd fram að ganga að sinni að upp væru teknir beinir fjár- styrkir til dagblaðanna. En aukin var ýmiskonar opinber fyrirgreiðsla fyr- ir blöðunum. 1969 hafði það meðal annars áunnizt í þessu efni að ýmsar opinberar stofnanir höfðu aukið rnjög blaðakaup sin og tekið var að greiða dagblöðunum fyrir ýmsa þjónustu sem þau höfðu áður látið opinberum aðilum (eða lesendum sínum) í té án endurgjalds. Hagur blað- anna mun þó sizt hafa batnað á þessum árum: undanfarnir krepputímar, vaxandi dýrtíð þjarmaði að þeim eins og öðrum — og við hafði bætzt samkeppni sjónvarps á auglýsingamarkaðnum.6) Upp úr samkeppni sjónvarpsins var mikið lagt í útvarpsumræðu sem þá fór fram snemma árs um hag blaðanna. Þar var m. a. sagt berum orðum að fjárhagur Morgunblaðsins mætti nú ekki tæpara standa vegna þess hve auglýsingatekjurn- ar hefðu minnkað. Þetta kemur þegar í ljós ef litið er á meðfylgjandi yfirlit yfir efnishlutföll blaðanna (1). Árið 1966 voru auglýsingar Morgunblaðsins 333 dálkar vikuna 1/7—17/7, 41% af öllu efni blaðs- ins, en vikuna 18/2—23/2 1969 aðeins 260 dálkar, 29% af efninu. Þetta er auðvitað með þeim fyrirvara sagt sem gildir um allar þessar athuganir: að vel má vera að hvorugt úrtakið veiti alveg rétta hug- mynd um efnishlutföll blaðsins hvort ár- ið um sig. En kynlega var samt mikill munur á auglýsingamagni Morgunblaðs- ins þessar tvær vikur sem hending hafði báðar valið til athugunar — og kom jafnframt alveg heim við upplýsingar og augljósar áhyggjur blaðsins sjálfs út af minnkandi auglýsingatekjum. Árið 1972 var sjónvarp víst áreiðanlega komið upp í vana. Og hvort sem auglýs- ingar í sjónvarpi hafa aukizt eða minnk- að með árunum voru til muna meiri aug- lýsingar í Morgunblaðinu vikuna 11/4— 16/4 en hin fyrri ár, 466 dálkar, 36% af öllu efni blaðsins. í ár hefur ekki verið ýkja mikið rætt um hagi blaðanna. En í ársbyrjun hófst samvinna fjögurra blaða um rekstur offset-prentsmiðju, og voru þrjú blöð, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir prentuð þar þegar athugun þessi var gerð, en Þjóðviljinn var í þann veginn að hefja offset-prentun. En þetta tæknilega ,,for- skot“ mun ekki endast minni blöðunum til frambúðar: Morgunblaðið mun einnig hefja offset-prentun i nánustu framtíð. Enn er fullsnemmt að spá í það hver á- hrif hin nýja tækni hefur á stöðu og rekstur blaðanna. En augljóst virðist að minni blöðin eigi allt að vinna á auk- inni samvinnu sín í milli í framtiðinni. III. Ábendingar — engar niðurstöður Áður en lengra er haldið er vert að taka það alveg skýrt fram að þær at- huganir sem hér er lýst eru engan veg- inn nein „fræðileg“ úttekt á efni né efn- ismeðferð blaðanna enda verður hér eng- um „niðurstöðum“ lýst. Þær tölur sem hér eru birtar eru í bezta falli til ábend- ingar — eins konar vísitölur um efni blaðanna. Hvert blao var tekið til athugunar eina viku i senn, dagana 11/7—17/7 1966, 18/2 —9/3 1969 og 10/4—16/4 1972. Var til að byrja með reynt að koma máli á efnis- magn og tegundir efnisins í hverju blaði um sig. En engu sinni var um ræða rétt- valið úrtak blaðs til athugunar enda réðst athugunartíminn af hendingu hverju sinni.7) í öðru lagi var flokkun og taln- ingu efnisins engan veginn stefnt að smásmugulegri nákvæmni, heldur látið nægja að greina nokkra helztu efnis- flokka, allt efnið, texti, myndir og fyrir- sagnir, talið i einu lagi og heilum dálk- um. Og tímans vegna var þess litill kost- ur að sannprófa talninguna eftir á. Kann einhver ónákvæmni að stafa af mistaln- ingu ekki síður en hinni ónákvæmu taln- ingaraðferð.8) Þegar þessar athuganir voru gerðar var stærð blaðanna sem hér segir: Alþýðublaðið var 12—16 bls. að stærð á dag, alls 80 bls. 1966, 92 bls. 1969. 1972 kom blaðið aðeins út fimm daga vikunn- ar, 12 bls. að stærð auk 8 bls. „helgar- auka“, alls 68 bls. Morgunblaðið var 164 bls. 1966, 24—32 bls. á dag. 1969 var það 180 bls. umrædda viku, 1972 var blaðið 232 bls. að stærð, 32 bls. daglega, en tvöfalt að stærð á sunnudegi, auk 8 bls. aukablaðs um í- þróttir. Lesbók blaðsins er ekki meðtal- in. Tíminn var 96 bls. að stærð, 16 bls. á dag 1966, en 88 bls. 1969. 1972 var blaðið 108 bls. að stærð, 16—20 bls. á dag. Fylgi- rit Timans, Sunnudagsblað og íslendinga- þættir, eru ekki meðtalin. Vísir var 16 bls. á dag, 96 bls. á viku bæði árin 1966 og 1969. 1972 var blaðið 116 bls. að stærð, 16—20 bls. á dag. Þjóðviljinn var í stærra broti en hin blöðin, leturflötur sem næst 40x32 cm, 6 dálkar á síðu. Blaðið var 62 bls. að stærð 1966, 66 bls. 1969, 68 bls. 1972, 10—12 bls. á dag.») í talningu efnisins hér á eftir er ekkert tillit tekið til þess munar sem áður var á dálkhæð blaðanna — Alþýðublaðið um það bil 34 cm, Tíminn og Vísir 36 cm, Morgunblaðið 39 cm. Eftir að offset- prentun kom til er leturflötur allra blaðanna hinn sami, um það bil 39x25 cm. En áður lét nærri að hver síða, 6 dálkar í Þjóðviljanum svaraði til 7 dálka i Alþýðublaðinu. Hvað sem liður ónákvæmni og öðrum annmörkum efnistalningarinnar að öðru leyti ætti þeirra að gæta jafnt gagnvart öllum blöðunum í þeim athugunum sem hér fara á eftir. Tilgangur þeirra vár ekki annar en leiða í ljós einfaldar og meðfærilegar „vísitölur“ um efnisval blaðanna, helztu flokka og hlutföll efnis- ins í hverju blaði fyrir sig og öllum í senn. Augljóslega eru hér ekki sagðir nema „sjálfsagðir hlutir“, — en því er til að svara að annars staðar hefur ekki ver- ið reynt til að koma á þá máli og töl- um. Án efa mætti komast að nákvæmari niðurstöðum um efnið með nákvæmara úrtaki blaðanna til athugunar, nákvæm- ari greiningu efnisins og talningarað- ferð. En það er ekki þar með sagt að slíkar niðurstöður mundu hrófla í neinu sem máli skiptir við þeim hlutfallstölum sem hér eru birtar né ályktunum sem sanngjarnlega má draga af þeim. IV. Auglýsingar, útbreiðsla, afkoma Lauslega úttekt á dagblöðunum er sjálfsagt að byrja með Morgunblaðinu. Hvað sem dýrðinni liður er mátturinn þess á meðal blaðanna. Meðfylgjandi yfirlit, töflur 1—2, um efni, stærð og upplag blaðanna, veitir nokkurn veginn skýra mynd af yfirburð- um Morgunblaðsins yfir hin blöðin. Morgunblaðið er og hefur lengi verið prentað í um það bil helmingi stærra upplagi en þau blöð sem næst því kom- ast (2) og blaðið er nákvæmlega helmingi stærra en næststærstu blöð- in samkvæmt þessu úrtaki (l).10) Af samanlögðum eintakafjölda allra dag- blaðanna er upplag Morgunblaðsins nær helmingur. Auglýsingar í Morgun- blaðinu eru 5—6 sinnum meiri en í Al- þýðublaðinu og Þjóðviljanum, 2—3 sinn- um meiri en í Tímanum og Vísi. Eftir- tektarvert er að yfirburðir blaðsins virð- ast hafa aukizt á þeim árum sem þessar athuganir taka til. Auglýsingar i Morg- unblaðinu hafa aukizt mun meir en aug- lýsingar Tímans, sem eitt hinna blaðanna sýnir umtalsverða aukningu á auglýsing- um 1972. Þótt hin blöðin hafi stækkað, öll nema Alþýðublaðið, hefur Morgun- blaðið stækkað mest. Af samanlögðu upp- lagi blaðanna er hlutur Morgunblaðsins nú meiri (45%) en var 1969 (42%) eða 1966 (40%) samkvæmt þeirra eigin upp- lýsingum. Annars staðar er talið að auglýsingar þurfi svo vel sé að nema 30—50% af efni blaðs nema e. t. v. hinna útbreiddustu kvöldblaða.11) Morgunblaðið er eitt um það hér á landi að halda þessu hlutfalli. Vafalaust mætti gera sér nánari grein fyrir auglýsingamarkaði blaðanna með því að greina sundur auglýsingarnar eft- ir efni þeirra, en hér er þess ekki kostur. En það hygg ég að slík greining mundi fyrst og fremst sýna yfirburði Morgun- blaðsins í því nær öllum efnisflokkum. En í öðrum blöðum gætir lítið sem ekki sérhæfingar í auglýsingum — að undan- skildum smáauglýsingum Vísis sem frá fornu fari eru haldreipi blaðsins á aug- lýsingamarkaðnum. Sjálfsagt er varlega treystandi þeim tölum sem hér eru tilfærðar um upplag blaðanna (2) nema e. t. v. hinum síðustu. Um upplag og útbreiðslu þeirra eru eng- 45

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.