Samvinnan - 01.12.1972, Síða 56

Samvinnan - 01.12.1972, Síða 56
unda og hefur fengið einkarétt á birtingu efnis frá erlendum blöðum (Observer, New York Times) og fréttastofnunum. Þetta er annars svipað efnisval og tíðkazt hefur í Tímanum, og þar hefur Þórarinn Þórarinsson lengi skrifað greinar um er- lend málefni („erlent yfirlit") en Þor- steinn Thorarensen skrifar vikulega grein i Vísi („föstudagsgreinin"). Að öðru leyti fer fjarska lítið fyrir frumsömdu efni af þessu tagi í blöðunum, og sjálft Morgun- blaðið hefur engum eigin höfundi um al- þjóðamál á að skipa. Það segir sig sjálft að velvalið þýtt efni er blöðunum fjarska nytsamlegt, enda beinlínis óhjákvæmi- legt við okkar kringumstæður. Hitt er að minnsta kosti jafnsatt að oft er efnis- val tilviljunarkennt, þýðingar óvandaðar, en hið þýdda efni auðfengið og vel séð til uppfyllingar í blöðunum.18) Hér skal hætt á þann sleggjudóm að handahóf og lítilþægni í efnisvali, sbr. slúðurfréttirn- ar, og fjarska bágbornar þýðingar, svo að textinn verður þegar verst gegnir öld- ungis óskiljanlegur, auðkenni alltof mik- ið af erlendu frétta- og greinaefni blað- anna. Morgunblaðið ætlar erlendum fréttum mest rúm og leggur mesta rækt við efnið — forgangur þeirra í Morgunblaðinu um- fram önnur blöð kemur þegar fram af því að blaðið hefur að jafnaði erlendar fréttir í fyrirrúmi á forsíðu sinni. Reynd- ar slær Þjóðviljinn einnig upp erlendum fréttum á forsíðu þessa viku, öllum um stríðið í Víetnam, og helgar erlendum fréttum og frásögnum verulegt rúm (5). En oft virðast erlendar fréttir tilviljunar- kenndar í Þjóðviljanum og einatt litkaðar af pólitík blaðsins í enn rneira mæli en gerist í hinum blöðunum. Beinar erlendar fréttir eru óverulegar í Tímanum (4). Vísir flytur næstmestar erlendar fréttir og þýddar fréttafrásagnir að staðaldri („að utan“) (7). En fréttirnar eru fjarska stuttaralegar og blaðið leitast vitanlega við að flytja aðrar fréttir en morgun- blöðin. Vitaskuld má segja, samkvæmt þessu, að Morgunblaðið sé eitt blaðanna lesandi til að fylgjast með erlendum tíðindum frá degi til dags. En yfirburðir þess á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum stafa einkum af stærð þess: blaðið getur ætlað erlendu fréttunum meira rúm en hin blöðin án þess það verði á kostnað annarra efna sem blaðið kýs að rækja. Hitt hefur ekki orðið enn sem komið er að neitt minni blaðanna tæki upp sam- keppni við Morgunblaðið á þessu efnis- sviði: með því að sérhæfa sig í flutningi erlendra frétta, frásagna og fréttaskýr- inga. Hér hefur einkum verið rætt um efnis- val blaðanna, magn og hlutföll efnisins. Hitt má auðvitað segja: að það sé með- ferð þeirra á efni sínu sem mestu skipti. Til að ræða að gagni efnismeðferð blað- anna þyrfti híns vegar miklu nánari at- hugun þeirra en hér er til að dreifa. En vera má að í vali og meðferð hins inn- lenda fréttaefnis megi greina einhvern eðlis- eða minnsta kosti stefnumun þeir?:a. Þá mætti er til vill segja sem svo að Morgunblaðið stefni að því að flytja mestar og ýtarlegastar fréttir, bæði inn- lendar og erlendar, neyta stærðar og annarra yfirburða sinna til þess að vera raunverulega alhliða fréttablað, Tíminn leggi frá fornu fari mesta rækt við inn- lend fréttaefni og þá sér í lagi málefni bænda og samvinnuhreyfingarinnar, en Þjóðviljinn auðkennist af áhuga sínum á félags- og verkalýðsmálum ásamt póli- tískum uppslætti fréttanna. Vísir leggur mest upp úr bæjarfréttum og kostar sem síðdegisblað kapps um að vera „fyrstur með fréttirnar“, segja þær í stuttu máli, ljóst og læsilega. En Vísir er líka eina blaðið sem segja má að temji sér sér- stakan „fréttastíl" — sem blaðinu er reyndar oft og einatt álasað fyrir. Af Alþýðublaðinu er saga sér í lagi. Svipbreytingar blaðsins á umliðnum ár- um eru vísast fróðlegar um þá örðug- leika sem við er að etja á hinurn þrönga blaðamarkaði og úrræði sem reynd eru við þeim. Og víst er að Alþýðublaðið hef- ur um langt skeið búið við enn örðugri fjárhag, minni útbreiðslu og auglýsingar, verri starfsaðstöðu en hin blöðin. Árið 1966 virtist Alþýðublaðið aðhyllast í meginatriðum sömu sjónarmið um efnis- val og meðferð efnisins og hin blöðin.17) Þá birti blaðið t. a. m. erlendar fréttir, þýddar fréttafrásagnir og greinar um al- þjóðamál í viðlíka mæli og önnur blöð ásamt sínu innlenda fréttaefni. Eins og önnur blöð helgaði það þjóðmálum mest rúm af greinaefni sínu — þótt þá þegar væri þýtt svokallað skemmtiefni álíka mikill hluti af efni blaðsins. En 1969 var veruleg breyting orðin á Alþýðublaðinu. Það birti þá miklu minni innlendar frétt- ir en önnur blöð og svo sem engar erlend- ar fréttir né fréttaskýringar. Aðalefni þess var erlendar frásagnir „til skemmt- unar og fróðleiks" ásamt með innlendu „frétta-“ og afþreyingarefni í viðlíka sniðum, áherzla lögð á léttilega meðferð efnisins. Bæði að efni og útliti var blaðið að þokast nær háttum erlendra kvöld- b'aða — enda var útkomutími þess brátt færður fram á daginn, og kom blaðið út síðdegis næstu þrjú árin. En þessi tilraun rann brátt út í sand- inn — hvort sem úthald brast að fylgja henni eftir eða aðrar ástæður komu til. Ekki tókst að marka Alþýðublaðinu sér- stöðu á blaðamarkaðnum, sem tryggði blaðinu aukna útbreiðslu né auglýsingar. Hefði þó átt að vera hægara að keppa við Vísi einan um lausasölu síðdegis en um áskriftir við þrjú morgunblöð sem öll voru meiri fyrir sér en Alþýðublaðið. En með tilkomu offset-prentunar 1972 varð Alþýðublaðið morgunblað að nýju. Það er nú minna en áður, 12 síður á dag, og kemur aðeins út 5 daga vikunnar. Nú er þjóðmálum, venjubundinni flokkspólitík, helguð ein síða daglega, en annars mest lagt upp úr innlendum fréttum og bæjar- fréttum og erlendu slúðurefni, einatt fjarska óvönduðu, í stórum stíl til upp- fyllingar, kvöldblaðssnið á efnismeðferð og umbroti (6). Hin mikla rækt sem, blöðin leggja við ýmiskonar afþreyingarefni, gleggst í Al- þýðublaðinu og Vísi, þótt sömu viðhorf setji einnig svip á önnur blöð, stafar sjálfsagt sumpart af því að hér er um að ræða fjarska ódýrt, auðfengið efni. En það er lika ljóst að blöðin telja þetta vísan veg til útbreiðslu og almennings- hylli. Nú er fátt vitað með vissu um raun- verulegan hag og afkomu blaðanna, en svo mikið er víst að upplag Alþýðublaðs- ins er a. m. k. komið niður undir hugsan- legt lágmark starfhæfs dagblaðs. Takist raunverulega að rétt við hag blaðsins með minnkun þess, sérhæfingu efnisins, slík sem hún er, samfara pólitík þess, bættri rekstursaðstöðu með tilkomu hins nýja prentverks án þess að veruleg aukning útbreiðslunnar komi til — þá má einnig spyrja sem svo hvort fyrirfram sé úti- lokað að ná árangri með viðlika sérhæf- ingu, einbeitingu blaðs að áhugaverðara og vandaðra efni og vinnubrögðum en tíðkast t. a. m. í Alþýðublaðinu. En til- raunir í þá eða þvílíka átt eru ekki gerð- ar í blöðunum, neinu þeirra. Það er harla fátítt í öllum blöðum að fiéttir og frásagnir þeirra nái dýpra en nemur yfirborði hinna daglegu tíðinda, að blöðin taki af eigin rammleik upp tiltek- in mál eða málefni til sjálfstæðrar með- ferðar, einbeiti sér að könnun og skýringu fréttaefna. Viðtalsform er fjarska algengt á blaðafréttum og frásögnum. En að öll- um jafnaði er blaðaviðtal undirorpið sjónarmiði þess sem við er rætt — rétt eins og stjórnmálaskrif blaðanna eru fyr- irfram ofurseld flokkapólitík þeirra. Hér er vitaskuld komið að sama efni og þegar áður rætt var um fréttaval blaðanna og hina miklu fyrirferð á fljótfengnu þýddu efni: aðferð þeirra að efninu stuðlar einnig að fjarska keimlíkum svip þeirra sín í milli frá degi til dags og ári til árs — eins og betur mun koma í ljós þegar vík- ur að pólitík blaðanna. VI. Einkum um pólitík Auk hinna daglegu tíðinda fjalla blöð- in auðvitað reglulega og ýtarlega um þjóðmálin. Eins og sjá má á 8du töflu eru greinar um „þjóðmál" um það bil þriðjungur af greinaefni einnar viku í flestum blöðum, og flest fjalla þau enn- fremur nokkuð um „menningarmál". Annað greinaefni er of sundurleitt, of litið af hverju tagi til að það nái máli á einni viku, 7—14% af öllu greinaefni blaðanna, allra nema Morgunblaðslns. Meira en þriðjungur af greinarúmi Morg- unblaðsins þessa viku er lagt undir önn- ur efni en fréttaefni, þjóðmál og menn- ingarmál. Auk afmælis- og minningar- greina voru viðtöl, ferðaþættir og grein- ar um tækni og vísindi efni sem verulega fór fyrir í efnisyfirliti vikunnar (3). Til þjóðmálaefnis blaðanna er hér í fyrsta lagi talinn allur pólitískur mál- flutningur þeirra í forustugreinum og öðrum pólitískum fastadálkum, ennfrem- ur þingfréttir og ræður flokksmanna á þingi eða í borgarstjórn eða eigin sam- komum flokksins, og loks allar aðrar greinar um efnahags-, atvinnu- og fé- lagsmál o. s. frv., málefni Reykjavíkur- borgar og annarra sveitarfélaga, og um stjórnmál almennt. Hávaðinn af þessu efni þeirra er jafnan eftir flokksmenn 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.