Samvinnan - 01.12.1972, Síða 61
stjórnmála, bæðí frumsamið, aðsent og
að einhverju litlu leyti aðfengið efni. En
ekki verður þess vart að neitt blaðið
sérhæfi sig né leggi sérstaka visvitandi
rækt við neinn þeirra. Um þessa efnis-
flokka er þess annars að geta að „at-
vinnumál“ taka til greina um alla helztu
atvinnuvegi landsmanna — einkum um
landbúnað i Tímanum, sjávarútveg í
Þjóðviljanum, hvort sem það er af stefnu
eða hendingu. En til „félagsmála" telst
fjarska blandað efni, greinar um skóla-
mál, heilbrigðis og tryggingamál, verka-
lýðsmál í Þjóðviljanum o. s. frv. Grein-
arnar um „varnarmál", einkum í Morg-
unblaðinu, fjalla að mestu um hina um-
ræddu flugbrautargerð í Keflavík og fyr-
irhugaða endurskoðun varnarsamnings-
ins. En undir „stjórnmál“ eru taldar ýms-
ar almennar pólitiskar hugleiðingar.
Greinar um hin margumræddu um-
hverfismál, náttúruvernd og mengun,
einkum í Morgunblaðinu, eru hér taldar
með öðru efni um „tækni og vísindi",
margt af því þýtt. „Ferðaþættir" eru bæði
innanlands og erlendis að, en einnig eru
þar með talin ýmis fréttabréf og frásagn-
ir eftir íslendinga búsetta erlendis, eink-
um námsmenn og einkum birt i Morgun-
blaðinu. Hér eru aðeins talin þau „við-
töl“ sem sér í lagi beinast að því að segja
frá og lýsa þeim manni sem við er rætt,
en aðrar greinar í viðtalsformi flokkast
eftir viðfangsefnum sínum. „Þýddar
greinar til skemmtunar og fróðleiks“,
eftir nafngetna höfunda, eru sem sjá má
fyrirferðarmiklar i Morgunblaðinu, og er
það margvíslegt efni — ástar- og ævi-
sögur Gretu Garbo og Alberts Einstein,
svo að eitthvað sé nefnt. Auðvitað birtist
í öðrum blöðum miklu meir af þýddu
efni en 9da tafla gefur beinlínis til
kynna. En þar er sjaldan um að ræða
„greinar" i þeim skilningi sem hér er
lagður í orðið heldur frjálslegar þýðingar
og endursagnir efnisins, oft og einatt án
þess að heimilda sé getið. Þótt þýðingar
Morgunblaðsins séu iðulega aðfinnslu-
verðar mun aðferð þess þó nær lagi en
hinar landlægu endursagnir annarra
blaða — sem raunar tíðkuðust einnig til
skamms tíma í Morgunblaðinu.
Á töflu 9 má ennfremur sjá greinar-
mun á Alþýðublaðinu og Vísi og öðrum
blöðum, að því leyti til hve miklu minna
rúm þau ætla „almennu greinaefni" sínu,
aðeins 6% af efni þeirra hvors um sig i
apríl.
Greinaefni Alþýðublaðsins fellur að
miklu leyti á þjóðmálasíðu þess. En fyrir-
ferðarmestu þættir greinaefnisins, „við-
töl“ og „ferðaþættir“ heyra báðir til
hinu „létta lesefni“ sem blaðið leggur
mesta alúð við. Á 9du töflu má einnig
sjá það sem fyrr var sagt um Vísi, að
blaðið leggur langmest kapp á fréttaefni
sem aflað er, samið eða þýtt á blaðinu
sjálfu. Meira að segja má vera að greina-
efni Vísis geti einatt reynzt fábreyttara
en taflan gefur til kynna. Meira en helm-
ingur þess efnis sem hér er sagt að fjalli
um efnahagsmál er sem sé ein aðsend
grein eftir hinn einkennilega hugmynda-
fræðing, Geir Andersen, sem upphófst í
blaðinu við stækkun þess i vor, en allt
efnið um „félagsmál" er fyrrnefnd grein
Þorsteins Thorarensen um læknamálin.
Annars birtir Vísir sem fyrr segir viku-
lega frumsamda grein um alþjóðamál. Af
öðru greinaefni, samkvæmt 9du töflu,
sinnir blaðið eiginlega aðeins „menning-
armálum" en helgar því efni líka sér-
staka síðu flesta daga vikunnar.
Menningarmál eru sem sjá má efnis-
flokkur sem velflest blöðin leggja veru-
lega rækt við — en í orðið er hér lagður
þröngur og hefðbundinn skilningur: efni
sem fyrst og fremst fjallar um bók-
menntir og listir og skyld viðfangsefni.
Greinar og umsagnir af þessu tagi voru
næststærsti efnisflokkur hins almenna
greinaefnis í Morgunblaðinu og Tíman-
um, stærstur í Vísi og Þjóðviljanum í
apríl 1972. Það er glöggt að á þessu efnis-
sviði telja blöðin sig eiga einhvers konar
skyldur að rækja.
í framhaldi af 9du töflu er í töflu 10
prófað að sundurgreina efni blaðanna
um menningarmál í nokkrar helztu efn-
isdeildir. Og hér koma yfirburðir Morg-
unblaðsins enn gleggra í ljós en áður;
meir en þriðjungur af greinaefni blaðsins
af þessu tagi þennan mánuð var aðfeng-
ið, aðsent og að einhverju leyti þýtt efni.
Þetta efni, talið hér í einu lagi undir
heitinu „ýmsar greinar“, er vitaskuld af
margvíslegu tagi, og meira af menningar-
efni blaðsins en hér er talið var aðsent.
Ýtarlegar greinar birtust þennan mánuð
í Morgunblaðinu um íslenzka tungu og
þjóðernismál, arkítektúr og borgarskipu-
lag, málefni bókasafna svo að dæmi séu
nefnd.
Annars er uppistaðan í efni blað-
anna um menningarmál meir og minna
reglubundnar umsagnir og aðrar greinar
um hefðbundin viðfangsefni á sviði
„menningarinnar": bókmenntir, leiklist,
myndlist, tónlist.. .20 Alþýðublaðið sker
sig úr fyrir það hve lítið efni það birtir
af þessu tagi. En ekki munar miklu á
blöðunum að því leyti, hve mikið rúm
þau helgi þessum efnum. Og sá munur
sem þó kemur fram á töflunni kann að
stafa af hendingu, svo sem hve Vísir
skrifaði miklu meira um tónlist, Tíminn
meir um leiklist í þessum mánuði en
önnur blöð. En þesslegt er að Morgun-
blaðið og Þjóðviljinn leggi mun meiri
í.
Ut Aigbtaís \
Kemur út virka daga 6 blöð (að minsta kosti) til Jóla. Afgreiöila i Bárubúð.
kl. .11 árdegis. Kosta áikrifendur 15 au.—Einitök3 au. Opin kl. 11 árd. til kl. 3 síöd._
Talilml
500
(KilNtJórn)
MOBGUNBIADID
TaUlml
48
(ari;roiði.lu)
Rfvkjavllt. 2. nAvc
TÍMLV.N'
TIMINN [
JLVUHKIDSLA.
» Liugivta 4 (BAka*
búðinni). {‘•r *r ttkið
i mAli áikrifcndum.
J. ár. i|
Rf jkjáTÍk, 17. man 1917.
Alþýðublaðið
Geflð tlt fií Alþýðuilokknum.
MiBvikudaginn 29. október
þlÓÐVILllNN
I. ARCANCLR Ut.CARDACINN 31. OKT. 19.V. i. TÖLUBLAD
Vinnundi slrttir
Islands!
Sunicinist Krgit
íiialdi og fusisma!
Hausar fyrstu ein-
taka allra fimm
dagblaðanna.
53