Samvinnan - 01.12.1972, Side 66
Albert Einarsson:
Dagur í lífi vökunnar
Nú er morgunn. Vakan brátt á enda.
Þegar dagur gengur af nóttu dauðri hlæja I
auf trjána og dilla sér í takt við svalan andva
ra, sem líkist nágusti slátrarans í Pentagon.
Strá teygja upp anga sína og horfa ú
t yfir malbikið sem umkringir grastorfuna þeir
ra, fósturjörðina.
Múrsteinar hrista af sér mók
nætur og taka á sig lit vökunnar.
Fólk drepur nætur hvert af öðru og kassa
r þess fyllast af lífi sem bíður stritsins í d
agsins önn. Kassinn bíður kveldsins tómur o
g ryk safnast í gólfteppi húsmóðurinnar.
Einn dagur í lífi hversdagsleikans er
runninn fram af hengiflugi óendanleikans
Einn dagur er liðinn og fölvi nætur grípur
birtu dags um kverkar unz nótt er niðdimmust o
g aðeins glyttir í rafljós á stöku stað.
Síðan fer að birta.
Himinn, himinn þú ert dökkur
jörð fær ei sólu notið
Þó
rauður bjarmi í austri
fær skýjahjúþinn rofið
fær skýjahjúþinn rofið
kannski fellur
roðaglæta
upp á landið mitt
upp á landið þitt.
Ljós, ó Ijós hvar er þinn ógnar kraftur?
Liggur leið okkar í vöku út í
drauminn?
lífskjörum í Japan á árunum 1930—34,
en ekki meir. Japanskir bryndrekar áttu
aldrei meir að geta ógnað bandarískum
heimsvaldasinnum. Með nýju löggjöfinni
gafst verkalýðshreyfingunni aukið svig-
rúm. Sósialistar urðu stærsti flokkurinn
í kosningunum 1947 (þótt þeir næðu ekki
meirihiuta), og verkalýðshreyfingin fylkti
sér á bak við kommúnistahreyfinguna
Sambetsu Kaígi. Verkalýðurinn samein-
aðist æ meir um kröfur sínar, og áætl-
anir voru um verkfall 1. febrúar 1947,
sem mundi ná til 2,5 milljóna verka-
manna.
SCAP tók nú að verða ljóst, að „lýð-
ræðið“ er ekki alltaf bezta aðferðin til
að viðhalda kapítalismanum, bannaði
verkfailið og tók að endurskoða verka-
lýðslöggjöfina. Þá jókst í sifellu fram-
gangur alþýðunnar í Kína, og árið 1948
var öllum ljóst að hún mundi sigrast á
kúgurum sínum undir forystu kommún-
ista. Bandarísku heimsvaldasinnarnir
gerðu sér nú grein fyrir því, að betra
mundi að hafa sterkt auðvald í Japan,
sem væri hliðhoilt bandarísku heims-
valdasinnunum. Höftin á iðnaðinum
voru linuð, zaíbatsu sleppt lausum á nýj-
an leik, og um 1950 má segja að sam-
þjöppun japanska iðnaðarins hafi verið
sízt minni en fyrir strið. Zaíkí (stórkapí-
talisminn) hafði hreiðrað um sig við
stjórnvölinn á nýjan leik — og í Kóreu-
styrjöldinni varð Japan forðabúr banda-
rísku heimsvaldasinnanna.
En hvernig komst iðnaðurinn þá í
gang? Það væri alltof langt mál að fara
út í smáatriði hér, og læt ég því nægja
að nefna eftirfarandi atriði:
1) Kóreustyrjöldin „Special procurement“
(en svo nefndust útgjöld Bandaríkj-
anna í Japan i sambandi við hern-
aðarpólitík bandarísku heimsvalda-
sinnanna i Austurlöndum fjær) nam
árið 1951 44% af verzlunarútflutningi
Japans og 1952 65%. Til samanburðar
má geta þess, að á árunum 1950—55
nam „special procurement“ 3,5 millj-
ónum dollara. Skv. Marshall-áætlun-
inni fengu (lán og gjafir) Bretland
2,8 milljarða dollara, Frakkland 2,5
milljarða og V-Þýzkaland 1,3 millj-
arða.
2) Bein efnahagsaðstoð. 1945—51 fékk
Japan beina efnahagsaðstoð frá
Bandaríkjunum sem svaraði til 2,1
milljarðs dollara.
3) Súezdeilan jók hlutdeild Japana í
markaðinum i Austurlöndum fjær
samtímis því að aukningar gætti í
skipasmíðaiðnaðinum.
4) Verkalýðurinn átti í miklum erfið-
leikum með að berjast fyrir launa-
hækkunum. Verkamennirnir voru (og
eru) bundnir við fyrirtækið frá barns-
aldri og háðir þvi að halda starfinu,
því erfitt er að fá vinnu hjá öðru fyr-
irtæki fyrir þá, sem missa vinnuna
undir þessum kringumstæðum. Auk
þessa fasta starfsliðs hafa stóru fyr-
irtækin hóp verkamanna, sem eru
lausráðnir, þ. e. a. s. þeir fá vinnu
þegar markaðurinn er jákvæður, en
er sagt upp um leið og framleiðsla
fyrirtækisins staðnar.
í dag
Nú er Japan að vakna með óþægilega
timburmenn. Hagvöxturinn minnkaði
árið 1971, sem kom mörgum á óvart. En
það er ekki nóg með það. Hin kapítal-
ísku fyrirtæki Japans hafa gengið svo
haikalega fram, að segja má að stórir
hlutar Japans séu heilsuspillandi vegna
mengunar. Japanir hafa neyðzt til að
flytja fólk frá vissum svæðum af þess-
um orsökum. Ástandið í verksmiðjunum
hefur alltaf verið hraksmánarlegt —
verkalýðurinn hefur alltaf búið við
mengunina — en það er núna, þegar
skítnum fer að slá niður á kolla yfir-
stéttarinnar, sem vandamálið er tekið
til umræðu. En það er fleira að en
mengun. Japanska ríkið hefur aldrei
verið þvingað til að leggja fé (svo nokkru
nemi) til almennra trygginga, ellihjálp-
ar og þess háttar. Japanska „undrið“ er
(eins og hagvöxtur annarra auðvalds-
ríkja) byggt á brotnum bökum verka-
lýðsins. Móthverfurnar innanlands millí
auðvaldsins og verkalýðsins gerast nú
æ harðari.
Auk þessa koma svo mótsetningarnar
milli hinna ýmsu heimsvaldasinnuðu
ríkja. Ráðstöfunum Nixon-ríkisstjórnar-
innar í dollarakreppunni var beint gegn
japanska auðvaldinu. Fyrr í greininni
gat ég þess, að Japan væri mjög fátækt
að hráefnum og yrði að flytja þau inn,
en á því sviði lenda japönsku heims-
valdasinnarnir i harðri samkeppni við
aðra heimsvaldasirma — einkum banda-
ríska.
Markaðsvandamálin eru stór — eink-
um í Bandaríkjunum, en Evrópuauð-
valdið hefur litið á aukinn straum jap-
anskrar framleiðslu til Evrópu með sí-
vaxandi óánægju.
Hvert á að beina offramleiðslunni?
Hernaðarútgjöldin eru þegar farin að
aukast og eiga vafalaust eftir að aukast
að miklum mun á næstu árum. Japanska
auðvaldið mætir offramleiðsluvandamál-
unum ásamt auknum mótsetningum við
innlenda alþýðu og erlent auðmagn með
auknum fjárfestingum í stríðsvélum og
herútbúnaði.
Japanska „undrið“ er kannski ekki svo
stöðugt, þegar betur er að gáð, en það
er þeim mun áþreifanlegra fyrir verka-
lýð þess lands á hverra bökum „undrið"
er byggt og á jafnvel eftir að verða anzi
áþreifanlegt fyrir þá, sem eiga eftir að
verða fóður þeirra vopna, sem japanska
auðvaldið ætlar sér nú að bjarga „undr-
inu“ sínu með. 4
KELZTU HEIMILDIR:
M. Dobb: Kapitalism, socialism och underutveckling.
Unga Filosofer: Om nödvándigheten av den socia-
listiska revolutionen.
A. Maddison: Ekonomisk tillváxt i Japan och Sovjet.
P. A. Baran: Utvecklingens politiska ekonomi.
P. Jalée: Utsugningen av den tredje várlden.
58