Samvinnan - 01.12.1972, Side 69

Samvinnan - 01.12.1972, Side 69
30 g hveiti 1 tsk karry 3 dl soð 1 dl rjómi 14 dl tómatsósa Brúnið rifjurnar, leggið þær í eldfast mót, stráið salti og papriku yfir. Hreinsið laukinn og sveppina, skerið í sneiðar og brúnið. Afhýðið eplin, skerið þau í báta. Raðið yfir rifjurnar. Lagið sósu úr smjöri, hveiti og soði, bragðbætið með tómatsósu, karrý, salti og rjóma, hellið yfir rifjurnar, bakið í ofni við 175°C í 30 mín. BAKAÐAR KARTÖFLUR M/SÝRDUM RJÓMA OG BLAÐLAUK 4 stórar kartöflur 4 msk sýrður rjómi blaðlaukur Þvoið og bui'Stið kartöflurnar vel, þerrið þær á eftir (afhýðið þær ekki). Skerið kross 1 cm djúpan í miðja kartöfluna. Leggið kartöfl- urnar i smurt eldfast mót með krossinn upp í móti. Penslið kart- öflurnar með olíu og stráið salti og pipar ofan í krossinn. Bakið í ofni í 1 tíma við 175 °C. Þrýstið kartöflunum saman að neðan þannig að krossinn opnist betur áður en þær eru bornar íram. Setjið 1 msk. af sýrðum rjóma í hverja og stráið smátt söxuðum blaðlauk yfir. ENSKT BUFF M/LAUK 1 kg hryggvóðvi salt — pipar smjör 4—5 laukar 2 dl soð eða vatn Skerið kjötið í 4 sneiðar 2Vi cm þykkar. Bankið kjötið létt með hend- inni, kryddið með salti og pipar. Brúnið við góðan hita í 3 mín. á hvorri hlið. Hreinsið laukinn og brúnið. Leggið hann ofan á buffið. Hellið soðinu yfir. Berið soðnar kartöflur og asíur með. NAUTARIFJA M/FYLLTUM TÓMÖTUM 1 nautarifja % dl olía salt — pipar Hreinsið rifjuna, kryddið hana með salti og pipar. Steikið hana í olíu á pönnu í 8—10 mín. á hvorri hlið. Losið kjötið frá beininu, skerið það í sneiðar þvert á vöðvaþræðina, áður en það er borið fram. Berið með rifjunni fyllta tómata og grænar baunir. FYLLTIR TÓMATAR 2 tómatar 1 laukur 5 sveppir brauðmylsna 14 tsk salt Vs tsk hvítlaukssalt 14 tsk pipar 1 msk sítrónusafi 1 msk smjör Skerið tómatana í tvennt, takið maukið úr þeim (geymið það). Brytjið smátt lauk og sveppi, brúnið í smjöri á pönnu. Blandið saman við kryddi, sítrónusafa, tómatmauki og brauðmylsnu. Pyllið tómatana með þessari blöndu, setjið smjör ofaná. Setjið tómatana í eldfast mót. Bakið í 200°C heitum ofni þar til þeir fara að brúnast. ÆVINTÝRAPOTTUR 500 g svínakjöt 25 g smjör 20 g hveiti 1 tsk salt V, tsk paprika 3 dl vatn 1 laukur 250 g sveppir 1 paprika grœn 3 tómatar 3 egg Brúnið kjötið, setjið í pott, stráið hveiti, kryddi og vatni yfir. Hreinsið lauk og skerið í sneiðar og brúnið, hellið í pottinn. Sjóðið réttinn í 1 tíma. Hellið réttinum í fat eða skál, bætið út í nýrri papriku og brúnuðum sveppum. Skreytið með eggjabátum og tómötum. KJÚKLINGARÉTTUR 4 kjúklingalœri hveiti salt — pipar 1 msk paprikuduft smjör 1 laukur Vz kg sveppir 1 ds tómatkraftur (e. a. 75 g) 2% ds soð eða vatn 1 dl rjómi Hreinsið kjúklingalærin, veltið þeim upp úr hveiti, blönduðu salti, pipar og papriku. Brúnið í smjöri á pönnu. Leggið þau í pott. Hreinsið lauk og sveppi, skerið í sneiðar og brúnið, hellið yfir lærin. Bætið tómatkrafti og soði útí. Sjóðið réttinn í 30—40 mín. Blandið að síð- ustu þeyttum rjóma út i. Berið með réttinum soðin hrísgrjón. STEIKT ÖND 1 önd 2—21í kg salt — pipar 14 kg epli 10 sveskjur V2 l sjóðandi vatn Hreinsið öndina, nuddið kryddinu utan og innan á hana. Afhýðið eplin, skerið þau í báta og leggið inn í öndina ásamt útbleyttum sveskjum. Lokið fyrir öndina með kjötprjónum eða saumið fyrir með seglgarni. Leggið öndina á rist ofan á ofnskúffu. Brúnið við 225°C í 20 mín. Hellið fitunni úr ofnskúffunni og hellið sjóðandi vatni í og leggið öndina ofan í. Lækkið hitann niður í 175°C og steikið í 114—2 tíma. Hellið soðinu úr V2 tíma áður en öndin er steikt og hækkið hit- ann í 225°C. Lagið sósu úr soðinu og berið einnig með soðnar eða brúnaðar kartöflur og rauðkál. 61

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.