Samvinnan - 01.12.1972, Qupperneq 71
Samuel F. B. Morse (1791
—1872), bandarískur málari
og uppfinningamaður, varð
heimsfrægur þegar hann
fann upp ritsímann. A yngri
árum var hann ágætur mál-
ari. Eitt sinn hafði liann mál-
að mynd, sem sýndi dauða-
stríð manns, og bað nú einn
af vinum sínum úr lækna-
S'tótt að segja álit sitt á
henni.
— Nú, hvað finnst þér?
spurði Morse lækninn, eftir
að hann hafði kannað mynd-
ina rækilega.
Læknirinn ýtti gleraugun-
um uppá ennið, sneri sér að
Morse og sagði alvarlegur í
bragði:
— Það er ekkert vafamál,
þetta er mýrakalda.
Árið 1793, tveimur árum
eftir dauða Mozarts, stóðu
eftirfarandi ummæli um
hann í tónlistarblaðinu
Musikalische Zeitung:
„Enginn mun neita því,
að Mozart hafi verið hæfi-
leikamaður og duglegur, frjó-
samur og geðfelldur tónsmið-
ur. En ég hef ekki enn fyrir-
hitt neinn ótvírætt listfróð-
an mann, sem teldi hann
vera óaðfinnanlegan, hvað
þá fullkominn listamann, og
sízt af öllu mundu gagnrýn-
endur með einhvern snefil af
smekk líta á liann sem sann-
an og tilfinninganæman tón-
smið á hinu Ijóðræna sviði.“
Napóleon III (1808—1873),
franskur keisari 1852—1870,
kom til ríkis með valdaráni
og var ekki sérlega vel séður
af ýmsum starfsbræðrum
sínum í Evrópu. Einkanlega
var Nikulási Rússakeisara
lítt um hann gefið og fyrirleit
hann í hjarta sínu. Evrópsk-
ir þjóðhöfðingjar notuðu sín
á milli ávarpið „Monsieur
mon frére“ (Minn herra
bróðir), en Nikulás neitaði
að nota svo alúðlegt og
virðulegt ávarp við Napól-
eon III. Orðsendingarnar,
sem hann lét sendiherra sinn
Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum!
Llnguaplioii®
lykillinn aó nýjum heimi
Tungumálandmsheið á hljámplötum
eða segulböndum:
ENSKA. ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA,
PORTUGALSKA, ITALSKA. DANSKA,
SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA.
RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl.
Vcró aðeíns hr. 4.500-
AFBORGUNARSKILM’ALAR
Hljódfccrahus Reyhjauíhur
Laugauegi 96 simi: I 36 56
bera franska keisaranum,
hófust á ávarpinu „Mon
ami“ (Vinur minn).
— Þeim mun betra, sagði
Napóleon III um þetta frá-
vik frá reglunni, því bræður
sína getur maður elcki val-
ið, en vini sína velur maður.
Ekki fór hjá því að það
særði Napóleon III dálítið,
að meðal þjóðhöfðingja Evr-
ópu var litið á hann sem ný-
græðing og uppskafning.
Þegar hann var í heimsókn
hjá Viktoríu drottningu í
Windsor-kastala 1855, var
hann samt sæmdur æðsta
heiðursmerki Breta, sokka-
bandsorðunni. Viðbrögð
franska keisarans við þess-
um virðingarvotti voru þau,
að hann sagði stundarhátt:
— Loksins er ég þá orð-
inn séntilmaður!
Þegar Napóleon III birti
bók sína um sögu Júlíusar
með hangikjöti frd okkur
REYKHÚS
o61
ic)o