Samvinnan - 01.12.1972, Page 79

Samvinnan - 01.12.1972, Page 79
skeið var bókmenntagagn- rýnandi fyrir tímaritið „The New Yorker“, lýsti einhverju sinni skáldsögu með þeim orðum, að hún væri „hin fullkomna baðkarslesning". — Hvað eigið þér við með því? spurði höfundur skáld- sögunnar særður. — Ég á við það, sagði Dorothy Parker hátíðlega, — að ef ég held bókinni und- ir yfirborði vatnsins, þá skýtur henni strax uppá yf- irborðið. Og ef bókin rennur með vatninu útí frárennslið að baði loknu, þá gerist. ekki heldur neitt sérstakt. Louis Pasteur (1822— 1895), heimsþekktur fransk- ur efnafræðingur og líf- fræðingur, átti það sam- merkt við marga fremstu starfsbræður sína í vísindum, að hann var alveg jafn við- utan og hann var fróður og skarpur. — Eitt sinn heim- sótti hann konu, sem var ný- búin að missa manninn sinn. Meðan á samtalinu stóð, reikaði hugur Pasteurs til annarrar konu, sem hann þekkti og hafði einmitt ný- verið misst son sinn, og nú gerði hann ekkjuna orðlausa með því að segja: — Og það sem er þung- bærast við þetta andlát er, að þér áttuð bara þennan eina. Anna Pavlova (1885— 1931), hin orðlagða rúss- neska ballettstjarna, fékk eitt sinn tilmæli frá banda- rískri milljónerafrú um að koma og dansa í einkasam- kvæmi. Anna Pavlova féllst á að koma, og þegar hún var spurð, hvað það mundi kosta, svaraði hún: — Eitt þúsund dollara. Milljónerafrúin varð stein- hissa og sagði skörulega: — Það er í sannleika sagt mikið fé. Gætuð þér ekki látið yður nægja 890 doll- ara? Þegar ballettstjarnan tók því fjarri, sagði milljónera- frúin: — Gott og vel, þér fáið þessa þúsund dollara og sýn- ið í staðinn gestum mínum danslist yðar, en ísjálfusam- kvæminu takið þér ekki þátt! — Já, það hefðuð þér get- að sagt mér strax í byrjun, sagði Anna Pavlova bros- andi. Fyrst þessu er þannig háttað, er ég auðvitað reiðu- búin að dansa líka fyrir 800 dollarana. Frystiskáparog kistur í úrvali frá Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraöfrystihólf. * Einangraöar aö innan með áli. * Eru meö inniljósi og læsingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greiðsluskilmálar eða staögreiðsluafsláttur. Leitið upplýsinga strax. (Bauknecht veit hvers konan þarfnast Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.