Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 5
A hverju byggist samvinnustarf? Samband íslenskra samvinnufélaga var upphaf- lega stofnaö til þess aö annast fræöslumál fyrst og fremst. Menn gerðu sér Ijóst, að ef hinni ungu hreyfingu ætti að takast að skjóta rótum í íslensku þjóðlífi, þyrfti fyrst að gefa landsmönnum kost á að kynnast grundvellinum, sem starfið skyldi síðan byggt á. Þetta tókst svo giftusamlega, að hugsjónin fagra um samvinnu og samtakamátt fór eins og eldur í sinu um landið - og kaupfélög voru stofnuð í hverju byggðar- lagi á fætur öðru. Frumherjarnir höfðu vissulega erindi sem erfiði á björtum bernskuárum samvinnumanna. Þeim tókst að lækka vöruverð um þriðjung; þeim tókst að hrekja erlenda og oft illræmda selstöðukaupmenn úr landinu; þeim tókst að auka sjálfstraust þjóðarinnar og bjart- sýni; þeim tókst að blása henni í brjóst trú á mátt sinn og megin - og leggja þar með hornstein að fullveldi hennar og síðar sjálfstæði. Árið 1906 skrifaði Sigurður Jónsson á Ystafelli, fyrsti ritstjóri og fyrsti erindreki samvinnumanna, eftirfarandi: „Á síðasta aðalfundi fjelagsins var samþykkt að sambandsfjelagið kæmi áfót „tímariti um kaupfjelags- málefni, er jafnframt sé málgagn fyrir hvers konar samvinnufjelagsskap". Hjer er verklegt viðfangsefni fyrir fjelagið, hversu sem um það fer í framtíðinni." Á þessari tilvitnun sést, að fyrsta eiginlega verkefni Sambandsins var að stofna Samvinnuna. Og það fór ekki ver um það „verklega viðfangsefni" en svo, að tímaritið hefur fylgt hreyfingunni síðan og komið út samfleytt í áttatíu ár. Á þetta er minnt að gefnu tilefni hér og nú. En Samvinnan hefur aðeins verið einn hlekkur í fræðslustarfi samvinnumanna, sem er jafngamalt hreyfingunni. Umsvif þess hafa verið misjafnlega mikil um dagana og farið eftir efnum og aðstæðum, en þó mest gildismati stjórnenda á hverjum tíma. Blóma- skeið fræðslumálanna hefur að öllum líkindum verið á sjötta tugi þessarar aldar, en þá hafði Sambandið með höndum umfangsmikla útgáfustarfsemi og lagði drjúgan skerf til íslenskra menningarmála. Það rak Norðra, eitt af stærstu bókaforlögum landsins, og íslendingasagnaútgáfuna, en starfsemi hennar telst mesta átak í alþýðlegri útgáfu á þjóðararfi vorum. Og auk Samvinnunnar var á þessum árum stofnað tímaritið Heima er best, sem síðar var selt til Akureyrar og lifir enn góðu lífi, og ennfremur blaðið Hlynur, sem starfsmenn tóku upp á sína arma, þegar ákveðið hafði verið að leggja það niður. „Nú er hún Snorrabúð stekkur," kvað Jónas Hall- grímsson. Já, frumherjar samvinnustarfs á íslandi náðu skjót- um og undraverðum árangri. En þeir gengu líka skipulega til verks og kunnu að greina kjarnann frá hisminu: Fræðslustarfið hlaut að koma fyrst, því að allar athafnir byggðust á árangri þess. Nú eru nýir tímar, segja menn, en þó á þetta enn við á okkar dögum. Grundvallarhugsjónin er hin sama, þótt aðstæður allar séu gjörbreyttar frá því sem áður var. Á þetta var þung áhersla lögð, þegar samvinnu- menn gáfu sjálfum sér nýja stefnuskrá á aldarafmæli hreyfingarinnar 1982, en í henni segir meðal annars svo: „Styrkur samvinnufélaganna byggist að verulegu leyti á því að félagsmönnum fjölgi og nýir komi til starfa. Samvinnuhreyfingin telur nú sem fyrr höfuð- nauðsyn á öflugu fræðslustarfi í því skyni að ná fram þeim efnahagslegu og félagslegu markmiðum sem hún hefur sett sér.“ Öflug fræðsla er forsenda blómlegs samvinnustarfs. Því minni áhersla sem lögð er á fræðslustarfið, því færri verða formælendur Sambandsins og kaupfélag- anna og því kraftlausari mótstaðan á vígvelli þjóðmál- anna, þar sem barist er fyrir ólíkum skoðunum og lífsviðhorfi. Nú fremur en nokkru sinni fyrr er Sambandinu lífsnauðsyn að rækja fræðsluskyldu sína sómasam- lega og gegna því meginhlutverki, sem stofnendurnir ætluðu því í upphafi. Með því móti tekst best að treysta undirstöðu samvinnustarfs á íslandi. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.