Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 67

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 67
Hvaöan skyldi Jónasi Hallgrímssyni hafa komið ástin til náttúrunnar og blómanna ekki síst? Þaö skyldi þó ekki vera aö upprunans sé aö leita til Skriðu í Hörgárdal? komiö ástin til náttúrunnar og blóm- anna ekki síst? Það skyldi þó ekki vera að upprunans sé að leita í Skriðu. Heimildir eru fyrir því að um 1840 eða fyrr, hafi Þorlákur haft stóran blóma- garð í túninu hjá sér. Mun það með vissu vera fyrsti blómagarður í sveit á íslandi. Þarna kom Jónas Hallgríms- son ætíð við, er hann var á ferðalögum um landið sem náttúrufræðingur. Áður er minnst á vináttu þeirra Jónas- ar og Jóns Þorlákssonar Kærnesteð, en þeir dvöldust samtíða í Kaup- mannahöfn. Og þótt Jóns sé nú eink- um minnst fyrir brautreyjendastarf sitt í sundkennslu, náðu menntun hans og áhugi yfir miklu víðara svið. Hann var í reynd sá sona Þorláks sem ákafast hélt merki hans á lofti og mestar vonir voru við bundnar, þótt örlögin bæru hann út af leið. Jón Kærensteð var þó í reynd einn af vormönnum íslands. Hann lagði heimkominn stund á kornyrkju, garð- rækt og trjáplöntun í félagi við föður sinn í Skriðu og kenndi mönnum nýtt verklag. Auk þessa lék hann á hljóð- færi, vann að smíðum og myndskurði auk annars. Það hefur því verið harla fjölbreytt menningarlíf í Skriðu eftir heimkomu Jóns. • Elstu reynitré á íslandi Að leita upphafsins getur verið vand- kvæðum bundið, þar kemur oftast margt til. Eggert Ólafsson, Björn Halldórsson og fleiri höfðu haft uppi áróður fyrir ræktun landsins. Ýmsir mætir menn m. a. Stefán Þórarinsson amtmaður á Möðruvöllum voru áhugasamir um framfarir í búnaði og öðrum verklegum efnum. Þó fer vart milli mála að hið merkilega brautryðj- endastarf, sem Þorlákur Hallgrímsson vann í Skriðu hafi haft afgerandi áhrif í umhverfinu. í Árbókum Espólíns árið 1821 segir svo m. a.: „Þann tíma var sem mest álit Þorláks dannebrm. í Skriðu í Hörgárdal, en þess er því getið að vita megi hve bændur komust þá fremst á íslandi í jarðyrkju. Hann hafði kornsáð nokkurt og svo trjávið- arplöntun, en kályrkju og jarðepla- rækt hina mestu og fékk á ári 40 tunnur af jarðeplum og rófum. Mikið kál hafði hann til nautgjafar og varð mjólkursælt.“ Ekki voru allir jafn hrifnir af kál- metinu og voru þess dæmin að fólk réði sig ekki í vist í Skriðu, nema með því skilyrði að því væri ekki boðið gras að eta. Þorlákur mun sjálfur mjög hafa neytt jurtafæðu, svo og heimafólk hans og varð hann manna langlífastur á þessum tíma og heilsugóður til síðustu stunda. Hann lést í Skriðu þann 6. okt. 1846 þá nær 92 ára að aldri, en á þessum tíma var meðalald- ur íslendinga um 35 ár. Lauk þar langri og fjölbreyttri lífsbaráttu sem borin var fram af óvenjulegri atorku og hugkvæmni. Enn standa í Skriðu reynitrén, er Þorlákur gróðursetti þar og munu ættuð úr Möðrufellshrauni: elstu lifandi reynitré á íslandi og afkomendur forns trjágróðurs er var að syngja sitt síðasta, er Þorlákur kom til bjargar. Þau eru minnisvarði við hæfi. + Fólk réði sig ekki í vist í Skriðu nema með því skilyrði, að því væri ekki boðið gras að éta. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.