Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 37
Velgengni allra er verk- efni starfsfræðslunnar a rangursrík fræðsla og víðtæk /\ þjálfun starfsmanna er ein 1 1. forsenda þess að samvinnu- hreyfingin geti tekist á við verkefni framtíðarinnar. í þessu efni hefur Samvinnuskólinn miklu hlutverki að gegna á næstu árum. Með nokkurri einföldun má segja að til þessa hafi almenn framhalds- skólafræðsla á viðskipta- og félags- málasviði verið meginviðfangsefni Samvinnuskólans, en eiginleg starfs- fræðsla og þjálfun starfsmanna sam- vinnuhreyfingarinnar hafi verið eins konar „aukabúgrein“ skólans. Það er alveg ljóst að áherslur í þessum efnum hljóta mjög að breytast á næstu árum; athygli stjórnenda Samvinnuskólans hlýtur að beinast æ meira að starfs- mannafræðslunni og verkþjálfuninni. Þetta er einmitt mikilvægur liður í þeim breytingum sem gerðar verða á starfsemi Samvinnuskólans á sumri komanda, en nokkrum atriðum þess- ara umskipta var lýst í Samvinnunni nú í vetur. • Sérstök starfsfræðsludeild Til þess að starfsfræðslan nái mark- miðum sínum þarf sérþjálfaður starfs- hópur að helga sig henni í fullu starfi. Þessu verður komið til leiðar nú í sumar með því að námskeiðahaldi Samvinnuskólans verður breytt í sér- staka starfsfrœðsludeild með eigin starfsliði og starfsaðstöðu á Bifröst, en áfram verður einnig gert ráð fyrir því að kennarar skólans ferðist um landið og vitji samvinnustarfsmanna á vinnustöðum þeirra. Annað skilyrði árangurs er að starfsfræðslan verði kerfisbundin sí- menntun. Með þessu er átt við það að fræðsla og þjálfun verði fastur liður á starfsbrautum samvinnustarfsmanna, í starfsferli þeirra og stöðugum vinnu- viðfangsefnum, en í þessu felst m. a. að hver starfsmaður tekur aftur og aftur þátt í námskeiðum og námskeið- in fylgja honum/henni eftir á starfsferl- inum. Þriðja skilyrðið er að starfsfræðslan nái til allra samvinnustarfsmanna með skipulegum hætti, að Starfsfræðslu- deild Samvinnuskólans „þeki“ allan fræðslumarkað hreyfingarinnar og nái bæði til starfsmanna og reyndar einnig til félagsmannanna. Margir kostir eru fyrir hendi varð- andi skiptingu fræðsluviðfangsefna innbyrðis. Hér verður að sinni miðað við þrískiptingu: í fyrsta lagi eru almenn starfs- frœðslunámskeið, m. a. fræðsla byrj- enda og nýliða. í annan stað eru námskeið um ýmis sérsvið og sérstök verkefni. í þriðja lagi er að nefna ráðstefnu- hald og fræðslu fyrir stjórnendur, námsstefnur svo kallaðar um nýjungar og þróunarviðfangsefni og ráðstefnur um þau stjórnunarvandamál sem hæst ber hverju sinni. • Starfsmarkmið Nýrri Starfsfræðsludeild Samvinnu- skólans verður að sjálfsögðu að setja sérstök starfsmarkmið. Þau geta verið sem hér segir: a) Alhliða starfsfræðsla og -þjálfun fyrir samvinnustarfsmenn, raun- hæft símenntakerfi tengt störfum þeirra, starfsbrautum og frama í því skyni að búa þá sem best til starfa, þróunar og frama. b) Félagsmálafræðsla og -þjálfun fyrir þá og félagsmenn samvinnuhreyf- ingarinnar. c) Fræðsla um samvinnumál sem fylgja skal allri starfseminni. d) Fræðsla og þjálfun um stjórnun- armál, þróunarverkefni og sérsvið og umræðuvettvangur fyrir sam- vinnuhreyfinguna um þau efni. e) Önnur fræðsla og þjálfun sem stuðlar að velgengni, rétti og fram- för samvinnuhreyfingarinnar, sam- vinnustarfsmanna og félagsmanna samvinnuhreyfingarinnar. Eftir Jón Sigurðsson 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.