Samvinnan - 01.03.1986, Side 37

Samvinnan - 01.03.1986, Side 37
Velgengni allra er verk- efni starfsfræðslunnar a rangursrík fræðsla og víðtæk /\ þjálfun starfsmanna er ein 1 1. forsenda þess að samvinnu- hreyfingin geti tekist á við verkefni framtíðarinnar. í þessu efni hefur Samvinnuskólinn miklu hlutverki að gegna á næstu árum. Með nokkurri einföldun má segja að til þessa hafi almenn framhalds- skólafræðsla á viðskipta- og félags- málasviði verið meginviðfangsefni Samvinnuskólans, en eiginleg starfs- fræðsla og þjálfun starfsmanna sam- vinnuhreyfingarinnar hafi verið eins konar „aukabúgrein“ skólans. Það er alveg ljóst að áherslur í þessum efnum hljóta mjög að breytast á næstu árum; athygli stjórnenda Samvinnuskólans hlýtur að beinast æ meira að starfs- mannafræðslunni og verkþjálfuninni. Þetta er einmitt mikilvægur liður í þeim breytingum sem gerðar verða á starfsemi Samvinnuskólans á sumri komanda, en nokkrum atriðum þess- ara umskipta var lýst í Samvinnunni nú í vetur. • Sérstök starfsfræðsludeild Til þess að starfsfræðslan nái mark- miðum sínum þarf sérþjálfaður starfs- hópur að helga sig henni í fullu starfi. Þessu verður komið til leiðar nú í sumar með því að námskeiðahaldi Samvinnuskólans verður breytt í sér- staka starfsfrœðsludeild með eigin starfsliði og starfsaðstöðu á Bifröst, en áfram verður einnig gert ráð fyrir því að kennarar skólans ferðist um landið og vitji samvinnustarfsmanna á vinnustöðum þeirra. Annað skilyrði árangurs er að starfsfræðslan verði kerfisbundin sí- menntun. Með þessu er átt við það að fræðsla og þjálfun verði fastur liður á starfsbrautum samvinnustarfsmanna, í starfsferli þeirra og stöðugum vinnu- viðfangsefnum, en í þessu felst m. a. að hver starfsmaður tekur aftur og aftur þátt í námskeiðum og námskeið- in fylgja honum/henni eftir á starfsferl- inum. Þriðja skilyrðið er að starfsfræðslan nái til allra samvinnustarfsmanna með skipulegum hætti, að Starfsfræðslu- deild Samvinnuskólans „þeki“ allan fræðslumarkað hreyfingarinnar og nái bæði til starfsmanna og reyndar einnig til félagsmannanna. Margir kostir eru fyrir hendi varð- andi skiptingu fræðsluviðfangsefna innbyrðis. Hér verður að sinni miðað við þrískiptingu: í fyrsta lagi eru almenn starfs- frœðslunámskeið, m. a. fræðsla byrj- enda og nýliða. í annan stað eru námskeið um ýmis sérsvið og sérstök verkefni. í þriðja lagi er að nefna ráðstefnu- hald og fræðslu fyrir stjórnendur, námsstefnur svo kallaðar um nýjungar og þróunarviðfangsefni og ráðstefnur um þau stjórnunarvandamál sem hæst ber hverju sinni. • Starfsmarkmið Nýrri Starfsfræðsludeild Samvinnu- skólans verður að sjálfsögðu að setja sérstök starfsmarkmið. Þau geta verið sem hér segir: a) Alhliða starfsfræðsla og -þjálfun fyrir samvinnustarfsmenn, raun- hæft símenntakerfi tengt störfum þeirra, starfsbrautum og frama í því skyni að búa þá sem best til starfa, þróunar og frama. b) Félagsmálafræðsla og -þjálfun fyrir þá og félagsmenn samvinnuhreyf- ingarinnar. c) Fræðsla um samvinnumál sem fylgja skal allri starfseminni. d) Fræðsla og þjálfun um stjórnun- armál, þróunarverkefni og sérsvið og umræðuvettvangur fyrir sam- vinnuhreyfinguna um þau efni. e) Önnur fræðsla og þjálfun sem stuðlar að velgengni, rétti og fram- för samvinnuhreyfingarinnar, sam- vinnustarfsmanna og félagsmanna samvinnuhreyfingarinnar. Eftir Jón Sigurðsson 37

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.